Skessuhorn


Skessuhorn - 10.06.2020, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 10.06.2020, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 10. júNÍ 202022 Framkvæmdir stóðu sem hæst þegar Skessu- horn kom að Langasandi á miðvikudags- morgun í liðinni viku. jarðvinnu var lok- ið og mjög víða langt komið að steypa út- veggi þeirra fjölmörgu sandkastala sem reistir voru á sandinum þennan morgun- inn. Verktakar voru nemendur í 1.-6. bekk Brekkubæjarskóla, en vordagur var í skólan- um þennan dag. Var hann nýttur á Langa- sandi, þar sem blásið hafði verið til sandkas- talakeppni. Krakkarnir gengu hreint til verks og unnu í hópum, þar sem nemendur í 1. og 6. bekk unnu saman að gerð kastalanna, 2. og 5. bekkur og svo 3. og 4. bekkur. Með fum- lausum vinnubrögðum spratt upp mikil og þétt sandkastalabyggð á örskömmum tíma. Aðeins var lokafrágangur á lóðum og síkjum eftir þegar klukkan sló í matartíma. Eftir létta hressingu voru kastalarnir dæmdir og á skólaslitum á föstudaginn voru veittar við- urkenningar fyrir bestu kastalana í hinum ýmsu flokkum sandkastalakeppninnar. Einn ungur piltur sem kom að máli við blaða- mann kvaðst þannig hafa sigrað keppnina um konunglegasta kastalann í fyrra og var staðráðinn í því að verja titilinn í ár. kgk Byggð reis á Langasandi Gleði og ánægja einkenndi sandkastalakeppni krakkanna í Brekkubæjarskóla. Gengið hreint til verks. Mikill metnaður var lagður í frágang og útlit sandkastalanna. Ánægjan í fyrirrúmi. Það er mikil nákvæmnisvinna að byggja góðan sandkastala. Krakkarnir lögðu metnað í sandkas- talagerðina. Fumlaus vinnubrögð. Ánægja með góðan gang framkvæmda.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.