Skessuhorn


Skessuhorn - 10.06.2020, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 10.06.2020, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 10. júNÍ 202028 Sjómannadagshelgin í Grundarfirði fór vel fram en nóg var um að vera fyrir gesti og gangandi. Á fimmtu- deginum var skotmót á milli sjó- manna og landmanna hjá Skot- félagi Snæfellsness og á föstudags- morgninum komu sjómenn fær- andi hendi á leikskólann Sólvelli með fiska til sýnis og harðfisk að naga eins og þeir eru vanir. Á laug- ardeginum var barnaskemmtun hjá Vélsmiðju Grundarfjarðar. Runólf- ur SH 135 bauð upp á skemmtisigl- ingu um fjörðinn og svo voru hinar ýmsu þrautir fyrir sjómenn og aðra til að leysa á hafnarsvæðinu. tfk Hátíðarhöld í tilefni af sjómanna- deginum hófust snemma í Stykk- ishólmi þetta árið. Á laugardags- kvöld var boðið til söngpartís með sjómannalögum í flutningi heima- manna og á sjálfan sjómannadaginn var nokkuð hefðbundin dagskrá. Sigurður Páll jónsson, sjómað- ur og þingmaður, lagði blómsveig að minnismerki týndra sjómanna í kirkjugarðinum. Að svo búnu var haldið til hinnar árlegu sjómanna- messu, þar sem að jónatan Sig- tryggson var að þessu sinni heiðr- aður fyrir störf sín til sjós. Hátíðar- höldunum lauk með athöfn þar sem Guðmundur Kolbeinn Björnsson lagði blómsveig að minnismerki sjómanna við Stykkishólmshöfn. kgk/ Ljósm. sá. Hátíðarhöld í tilefni sjómannadags- ins voru með einföldu sniði á Akra- nesi að þessu sinni. Dagskráin hófst á minningarstund við minnismerki týndra sjómanna í kirkjugarðinum og því næst var lagður blómsveigur að minnismerki sjómanna á Akra- torgi. Að svo búnu var haldið nið- ur á hafnarsvæði þar sem krakkarn- ir gátu virt fyrir sér fiska í körum og siglingafélagið Sigurfari setti báta sína á flot. kgk Lítið fór fyrir skemmtanahaldi í til- efni sjómannadagsins í Snæfellsbæ þetta árið. Þó var samkoma í Sjó- mannagarðinum í Ólafsvík þar sem flutt var tónlist og ræðumaður dagsins var Sigurður Páll jónsson alþingismaður. Tveir sjómenn voru heiðraðir að þessu sinni, þeir Örn Alexandersson og Sigurður jóns- son, sem fengu viðurkenningu sjó- mannadagsráðs í ár fyrir störf sín. af Blómsveigur var lagður að minnismerki týndra sjómanna í kirkjugarðinum í Stykkishólmi. Sjómannadagurinn í Hólminum Jónatan Sigtryggsson var heiðraður á sjómannadaginn í Stykkishólmi. Hér er hann ásamt fjölskylud sinni. F.v. Jón Jónatansson, Sigtryggur Jónatansson, Jónatan Sigtryggsson, Sjöfn Hinriksdóttir og Snæborg Jónatansdóttir. Blómsveigur lagður að minnismerki sjómanna á Akratorgi. Ljósm. ki. Sjómannadeginum fagnað á Akranesi Pétur Steinar Jóhannsson. Illugi Jónasson, Örn Arnarsson og kona hans Aðalheiður Eiríksdóttir, hjónin Metta Guðmunds- dóttir og Sigurður Jónsson, og Jens Brynjólfsson. Sjómenn heiðraðir í Snæfellsbæ Hlynur Sigurðsson virðist vera einn að draga þennan flutningabíl en félagar hans eru þó að draga með honum þó að þeir sjáist ekki. Sjómannadagsskemmtun í Grundarfirði Runólfur SH leggst að bryggju með káta farþega. Hluti af þrautabrautinni var að þamba einn ískaldan á sem skemmstum tíma en hér er Snæbjörn Þorri Árnason á heimavelli. Runólfur SH 135 siglir inn í höfnina eftir skemmtisiglingu og björgunarsveitin Klakkur fylgdi þeim allan tímann. Keppt var í hreystigreip í fyrsta skiptið en þar var keppst við að hanga sem lengst yfir ísköldum sjónum. Það var Atli Hermannsson, sem er hér eftir hangandi, sem bar sigur úr býtum á meðan Dominik Wojciechowski fellur hér í kaldan sjóinn. Þessar dömur voru að gæsa vinkonu sína og tóku þátt í þrautakeppni á bryggjunni og gáfu sjómönnunum ekkert eftir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.