Skessuhorn


Skessuhorn - 10.06.2020, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 10.06.2020, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 10. júNÍ 20206 Lentu í sjálfheldu í Kjósarskarði KJÓS: Björgunarsveitir aðstoð- uðu unglingsstúlkur og föður þeirra eftir að stúlkurnar höfðu lent í sjálfheldu í klettum í Kjós- arskarði á laugardaginn. Hjálp- arbeiðni barst um kl. 14:00. Vel gekk að aðstoða fólkið, að sögn Davíðs Más Bjarnasonar, upp- lýsingafulltrúa Landsbjargar, og voru allir komnir niður úr klett- unum upp úr kl. 16:00. Með- fylgjandi mynd af vettvangi tóku félagar í Landsbjörgu. -kgk Búfé á ferð VESTURLAND: Töluvert hefur borið á því að búfénaður sé á ferðinni á vegum í umdæm- inu undanfarna viku, að sögn lögreglu. Tilkynnt hefur ver- ið um hross og sauðfé á þjóð- veginum, auk þess sem nokkrar tilkynningar hafa borist um að keyrt hafi verið á lömb og ekki látið vita. -kgk Meira en tvö- földun aðsóknar í kennaranám LANDIÐ: Umsóknum um kennaranám hefur fjölgað veru- lega á milli ára í háskólunum fjórum; Háskólanum á Akur- eyri, Listaháskóla Íslands, Há- skólanum í Reykjavík og Há- skóla Íslands. Á Menntavísinda- sviði Háskóla Íslands fjölgar umsóknum um framhaldsnám leikskólakennara um 118% í ár, grunnskólakennaranám um 85%, framhaldsskólakennara- nám um 47% og 67% í íþrótta- kennaranámið. -mm Nýr forstjóri Neytendastofu LANDIÐ: Þórdís Kol- brún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og ný- sköpunarráðherra, hefur sett Þórunni Önnu Árnadótt- ur í embætti forstjóra Neyt- endastofu. Setning Þórunn- ar í embætti gildir frá 1. júlí næstkomandi til áramóta. Þórunn er lögfræðingur að mennt og hefur starfað hjá Neytendastofu um 13 ára skeið, þar sem hún gegnir starfi sviðsstjóra neytenda- réttarsviðs auk þess að vera staðgengill forstjóra. Hún tekur við embætti forstjóra af Tryggva Axelssyni, sem hefur gegnt starfinu undan- farin 15 ár. -kgk Dregið úr um- ferðarhraða MOS: Í gær hófust fram- kvæmdir við tvöföldun Vesturlandsvegar í Mos- fellsbæ milli Skarhólabraut- ar og Langatanga. Á með- an á framkvæmdum stend- ur verður umferð á einni ak- rein í hvora átt. Búast má við því að umferð gangi hægt og að einhverjar tafir verði um vinnusvæðið en hámarks- hraði verður tekinn niður í 50 km/klst, skv. tilkynningu frá Vegagerðinni. -mm Hraðinn eykst VESTURLAND: Hrað- akstur var mjög áberandi í umdæmi Lögreglunnar á Vesturlandi undanfarna viku og að sögn lögreglu er öku- hraðinn meiri en verið hef- ur undanfarnar vikur. Nokk- uð var um það í vikunni að ökumenn væru mældir á um og yfir 130 km hraða á klst., jafnvel vel yfir. Ungur öku- maður var mældur á 151 km hraða á klst. á Akrafjallsvegi á mánudaginn. Ökumaðurinn á yfir höfði sér 210 þúsund króna sekt, fær þrjá punkta í ökuferilsskrá og verður svipt- ur réttindum í einn mánuð. Umræddur ökumaður er 17 ára gamall og fékk bílprófið í apríl, að sögn lögreglu. Sök- um ungs aldurs ökumanns- ins var haft samband við foreldra og brotið tilkynnt barnavernd. Miðvikudaginn 3. júní var ökumaður stöðv- aður á 130 km hraða á klst. á Vesturlandsvegi við Fells- enda. Sá var ekki með öku- skírteini meðferðis og á yfir höfði sér samtals 130 þús. króna sekt. -kgk Á miðvikudaginn í síðustu viku var áttæringurinn Ólafur Skagfjörð af- hentur Hjálmari Kristjánssyni, út- gerðarmanni í Rifi. Það var Hafliði Aðalsteinsson, skipasmíðameistari og formaður Bátasafns Breiðafjarð- ar, sem afhenti bátinn, en Hjálm- ar kostaði endurgerð hans. Við það tilefni var Ólafur sjósettur og róið um höfnina í Rifi. Ólafur Skagfjörð var smíðaður 1885 í Bjarneyjum á Breiðafirði. Hvergi eru skráðar heimildir um smið bátsins, en allar líkur taldar á að Bergsveinn Ólafsson, bóndi í Bænum í Bjarnareyjum, hafi smíðað bátinn. Báturinn var fyrst skráður í skipaskrá árið 1908. Þá var Krist- rún Eyjólfsdóttir, ekkja á Hellis- sandi, eigandi bátsins og Sigurður Þorsteinsson formaður hans. Pétur Maríus Guðlaugur Guðmundsson á Hellissandi keypti bátinn 1911. Hann lét endurbyggja hann á ár- inum 1925-1927 og þá var sett vél í bátinn. Næst er óskað eftir skrán- ingu bátsins árið 1940 af Haraldi jóhanni Guðmundssyni og allar líkur á að hann hafi keypt bátinn um það leyti. Hann réri bátnum frá Krossvík og Rifi. Eftir andlát Haraldar 1962 gaf Elín Oddsdóttir, ekkja hans, og fjölskylda bátinn til Sjóminjasafnsins á Hellissandi. Það var síðan á haustmánuðum 2019 að Hafliði Aðalsteinsson hóf endursmíði bátsins og afhenti hann 3. júní síðastliðinn, sem fyrr segir. Í tilefni af því var opið hús á sjóm- injasafninu sl. sunnudag þar sem Ólafur Skagfjörð var til sýnis. Áhugasömum er bent á að ítar- legri upplýsingar um sögu bátsins má finna á vefnum www.batasmidi. is. kgk/ Ljósm. Bátasmíði. Ólafi Skagfjörð róið um höfnina í Rifi. Ólafur Skagfjörð afhentur eftir endursmíði Hafliði Aðalsteinsson, skipasmíðameistari og formaður Bátasafns Breiðafjarðar, afhendir Hjálmari Kristjánssyni, útgerðarmanni í Rifi, bátinn Ólaf Skagfjörð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.