Skessuhorn


Skessuhorn - 01.07.2020, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 01.07.2020, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 1. JúLÍ 2020 23 Mikið fjör í Kerlingarfjöllum, en kvöldvökurnar þar voru orðnar annálaðar fyrir mikið líf og mikla gleði. daga á sumrin og enduðu dagarn- ir alltaf með kvöldvöku sem voru orðnar annálaðar fyrir mikinn söng, líf og fjör. „Það var sungið, dansað og leikið,“ segir Sigurður og brosir við minningarnar. Með þeim félögum komu fleiri góðir menn að skíðaskólanum eins og Jónas Kjerúlf og komu börn þeirra allra meira og minna að starfsemi skíðaskólans. „Á kvöld- in héldum við kvöldvökur þar sem Eyjólfur okkar Kristjánsson mús- íkant sem allir þekkja var þarna með okkur mörg sumur og ég er ekkert feiminn að segja að hann er vel að sér í góðum íslenskum söngvum því hann var í Kerlingar- fjöllum að stjórna fjöldasöng með mér og öðrum. Við vorum þarna sex til átta manns með gítara fyrir framan hundrað manns að stjórna fjöldasöng og það var sko alvöru fjör,“ segir Sigurður. Gos setti strik í reikninginn Í Kerlingarfjöllum komu upp ýmis ævintýri en í ágúst árið 1980 gaus Hekla. Á þeim tíma voru Sigurð- ur og félagar einmitt að fara heim með hóp af fólki úr Kerlingarfjöll- um og áttu von á hópi unglinga upp í fjall síðar um daginn. „Það lagð- ist þykkt lag af ösku yfir snjóinn svo við Valdimar hringdum í Ei- rík, sem var í bænum að sækja ung- lingana, og sögðum honum að snúa við, sem hann gerði. Við héldum að það væri ekki hægt að taka á móti hópi upp í fjall nærri strax. Eirík- ur er rólegur og vel gerður maður og hann var ekki að fara að hætta neitt. Hann sagði bara; „strákar mínir, við bara mokum þessari ösku burt.“ Þú getur rétt ímyndað þér hvað við hugsuðum, að segja okkur að moka tvö til þrjú hundruð metra braut til að skíða á. Eiríkur sagði að það væri vel hægt og sendi svo af stað til okkar bíl með öllum tækjum sem til þurftu. „Svo mokið þið bara svona 40 metra breiða rák og um 200 metra langa og þið klárið það á svona tveimur dögum og þá koma krakkarnir,“ sagði Eiríkur við okk- ur og við gátum ekkert sagt annað en já við því.“ Allir út að moka Allt starfsliðið fór út, fólkið úr eld- húsinu, lyftunum og allir sem gátu haldið á skóflu fóru út að moka. „Við gerðum þetta svona eins og í heyskap, sópuðum í garða og mok- uðum því svo saman í hrúgur. Við vorum þarna með tvo skíðakenn- ara frá Austurríki sem sögðust ekki moka snjó því þeir væru bara þarna til að kenna á skíði. Við fundum svo inni í geymslu hjá okkur tvö segl, örugglega svona um 20 fermetra að stærð, og spurðum þá hvort þeir gætu ekki mokað smá snjó á segl. Þeir voru til í það og byrjuðu að moka. Þegar seglið var fullt af snjó tók annar þeirra undir annan end- ann og hinn tók gagnstæðan enda og svo brunuðu þeir af stað niður brekkuna. þegar niður var komið snarbeygði sá sem var á undan og sleppti seglinu og hinn tók í. Snjór- inn rauk af seglinu og þeir tóku lyft- una upp aftur og mokuðu aftur upp á seglið, svona hélt þetta áfram all- an daginn. Eftir tvo daga var kom- in um 40 metra breið og 200 metra löng rönd á besta stað í fjallinu og krakkarnir gátu komið og farið upp í fjall að skíða. Þetta var stórkostleg upplifun,“ segir Sigurður og brosir. Heimsótti alla skóla landsins Árið 1988 hætti Sigurður að sjá um skíðaskólann og einnig lét hann af störfum í Heiðarskóla. „Það var hringt í mig úr menntamálaráðu- neytinu og óskað eftir því að ég færi hringferð um landið að heim- sækja skóla og hvetja til frekari íþrótta- og félagsvirkni í skólum,“ segir Sigurður sem næstu þrjú ár fór um landið og heimsótti hvern einasta skóla. „Þetta var bæði ótrú- lega skemmtilegt og fróðlegt,“ segir Sigurður. Árið 1995 tók líf- ið enn nýja stefnu en þá fékk Sig- urður beiðni um að koma til Kanarí að kenna íþróttir og sjá um félags- starf eldri borgara. „Ég hélt það nú og fór í þessa ferð en svo varð bara ekkert lát á þeim. Ég fór í svona ferðir til Benedorm, Portúgals og mest til Kanarí í um tuttugu ár. Þar sá ég um félagsstarf, hélt kvöldvök- ur þar sem var sungið og dansað og fleira skemmtilegt. Þetta var alveg dásamlegur tími,“ segir Sigurður. Á þessum tíma kynntist Sigurður seinni konu sinni Laufeyju Krist- jánsdóttur sem var honum ómet- anleg aðstoð í sambandi við starf- ið þar úti. Laufey lést 10. desemb- er 2012. Stofnuðu kvartett Söngurinn hefur verið snar þáttur í lífi Sigurðar frá upphafi og segir hann fjölskylduna alla mjög söng- glaða. „Þegar við komum saman er alltaf sungið og dansað,“ segir Sigurður og brosir en hann er rík- ur maður og á orðið stóran hóp af- komenda. „Ég er forríkur maður og á fullt af barnabörnum og er orð- inn langafi og langalangafi, afkom- endur orðnir 49 og tvö börn á leið- inni,“ segir hann og brosir. Þeg- ar Sigurður bjó á Ólafsfirði gekk hann í Oddfellow regluna þar og þegar hann flutti á Akranes færði hann sig í Oddfellow stúkuna á Akranesi. Fljótlega var hann kom- inn í skemmtinefnd og kynntist hann þar þremur öðrum söngelsk- um mönnum og stofnuðu þeir sam- an kvartett. „Við stofnuðum Ska- gakvartettinn og útsettum einhver lög sem við svo sungum um all- ar sveitir í örugglega svona 15-20 ár. Við vorum með skemmtanir um allt, fórum á þorrablót og aðra viðburði og héldum uppi fjörinu,“ segir hann. En lék hann á hljóðfæri líka? „Ég var nú alltaf með gítarinn þó ég kunni ekkert á hann,“ svar- ar Sigurður og hlær. „En það bjarg- aði aðeins við að halda taktinum og hljóminum,“ bætir hann við. Heiðarskóli stendur honum nærri Aðspurður segist Sigurður ekki hafa verið í skógrækt sjálfur en þó hafi hann alltaf haft áhuga á henni. „Ég hef ekki fundið tíma fyrir skóg- rækt fyrr en nú. Ég stóð þó fyrir því hér áður að sett væru niður einhver tré í kringum skólann og í nánd við hann. En svo var bara komið að því núna að mig langaði að gera eitt- hvað fyrir Heiðarskóla og búa til svona skógræktarreit í minningu um mína dvöl við skólann. Svona get ég skilið eitthvað eftir mig sem lifir,“ segir hann og brosir. Heiðar- skóli hefur alla tíð staðið Sigurði nærri og er hann enn í dag dugleg- ur að koma á ýmsa viðburði í skól- anum og fylgjast með krökkunum í leik og starfi. „Mér þykir mjög vænt um skólann og bæði starfsfólkið og krakkarnir í skólanum eru yndis- leg,“ segir Sigurður R. Guðmunds- son fyrrum skólastjóri Heiðarskóla. arg/ Ljósm. úr einkasafni Skagavartettinn var stofnaður upp úr skemmtinefnd hjá Oddfellow reglunni á Akranesi. Sigurður var gjarnan með gítarinn á kvöldvökum í Kerlingarfjöllum. Frá afhendingu Sigurðarlundar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.