Skessuhorn - 01.07.2020, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 1. JúLÍ 202010
Í sumar gerir Vinnuskóli Akra-
neskaupstaðar tilraun með hey-
net í stað svartra ruslapoka til að
fjarlægja gras af flötum bæjarins.
Í sumar verður þó blönduð notk-
un á þessum tveimur tegundum af
pokum á meðan aflað er reynslu og
gerðar viðeigandi ráðstafanir áður
en skrefið verður tekið til fulls, eins
og fram kemur á vef Akraneskaup-
staðar.
Heynet eru fjölnota pokar undir
gras sem saumaðir eru í Mosfellsbæ
af fyrirtækinu Heyneti. Pokarn-
ir eru sterkir og endingargóðir og
auðvelt er að gera við þá. Pokarnir
eru í sniðinu líkt og pulsa og rúm-
ar hver þeirra um það bil það sama
og fjórir svartir ruslapokar. „Vinnu-
skólinn hefur áður reynt fyrir sér
með aðrar lausnir í fjölnota pok-
um sem ekki hafa gengið að óskum.
Pokarnir loftuðu þá ekki nægilega
vel sem varð til þess að þeir fóru
mjög fljótlega að lykta illa. Netin
eru í eðli sínu með mikla loftun og
er von um að það minnki líkur á því
vandamáli.“
Vinnuskólinn á Akranesi hefur
árlega verið að nota yfir tíu þúsund
svarta ruslapoka og hafa þeir ým-
ist verið notaðir einu sinni eða oft-
ar. „Með þessari lausn nær vinnu-
skólinn u.þ.b. að helminga notkun
svartra ruslapoka fyrst um sinn en í
framtíðaráætlunum verða einungis
fjölnota pokar í notkun. Þetta verk-
efni er einn liður í því að minnka
kolefnisspor sveitarfélagsins og
taka ábyrgð á eigin neyslu og er
takmörkuð notkun á einnota um-
búðum lítið skref í átt að bættri
framtíð,“ segir í frétt bæjarins.
mm/ Ljósm. Akraneskaupstaður.
Lúsmý hefur plagað fólk víða um
vestanvert landið að undanförnu.
Fluga þessi er agnarsmá og kviknar
ekki til lífs og ferðalaga fyrr en kom-
ið er fram í júní. Ólafur Adolfsson
lyfsali í Apóteki Vesturlands seg-
ir ljóst að lúsmý hafi á undanförn-
um dögum verið í talsverðum vexti.
Það tengist bæði árstímanum og
hægviðrisdögum. Mest telur hann
að hafi orðið vart við lúsmý í Graf-
arvogi, upp í Kjós og í Borgarfirði,
en þó segir hann það vera í frekari
útrás. Nefnir að búið sé að stað-
festa lúsmý í Húnavatnssýslunum.
Besta ráðið gegn biti að nóttu segir
Ólafur vera að hafa viftu í svefnher-
bergisgluggum sem blási út. Þá nái
flugan einfaldlega ekki inn í hús.
Hann segir mjög mismunandi eftir
einstaklingum hvernig þeir bregð-
ast við biti. Sumir finna ekki fyrir
neinu, en makinn er hugsanlega al-
settur biti. Ekki hafi verið sýnt fram
á að bitin tengist mismunandi blóð-
flokkum. Ólafur segir allavega ljóst
að flugan er í vexti, sala á eitri og
smyrslum hafi aukist mikið að und-
anförnu og samhliða góðu veðri
næstu daga sé því rétt að vera vel
á verði.
mm
„Nýtt malbik verður lagt yfir kafla á
Kjalarnesi á milli Grundarhverfis og
Hvalfjarðarganga um leið og aðstæð-
ur leyfa, á þeim kafla þar sem ný-
lögn stenst ekki staðla og útboðsskil-
mála varðandi viðnám. Vegarkafl-
inn var mældur á mánudagsmorgun
og reyndist mun hálli en kröfur eru
gerðar um af Vegagerðinni,“ sagði
í tilkynningu frá Vegagerðinni. Á
þessum vegarkafla varð banaslys þeg-
ar tveir sem voru á mótorhjóli lentu í
árekstri við húsbíl sem kom úr gagn-
stæðri átt um nónbil á sunnudaginn.
Sama á við um kafla við Gullinbrú í
Reykjavík, en sá kafli verður fræst-
ur og endurlagður. Aðrir kaflar sem
gætu verið of hálir verða skoðaðir og
lagfærðir ef þörf reynist á.
„Í ljósi þess hörmulega slyss sem
varð á sunnudag á Vesturlandsvegi
norðan Grundarhverfis fer Vega-
gerðin nú yfir málið. Farið verður
ofan í þessa einstöku framkvæmd
með þeim verktökum sem að þeim
koma en auk þess verða verkferl-
ar skoðaðir og breytingar gerðar til
þess að freista þess að svona atburður
endurtaki sig ekki. Starfsfólk Vega-
gerðarinnar er slegið yfir þessu slysi
og hugur okkar er með ættingjum
og aðstandendum þeirra sem létust í
slysinu. Umferðaröryggi er eitt það
mikilvægasta í öllum störfum Vega-
gerðarinnar.“
Þá segir í tilkynningu Vegagerðar-
innar að hraði hafi verið tekinn nið-
ur á þessum köflum og verður fylgst
með viðnáminu og leyfilegur hraði
hækkaður þegar aðstæður leyfa.
Þekkt er að nýlagt malbik er hálla
í byrjun en jafnar sig nokkuð hratt.
„Í tilvikum sem hér um ræðir er
viðnámið hinsvegar þannig að ekki
verður við unað og því er brugðið til
þess ráðs að leggja nýtt malbik yfir.
Til framtíðar verður sú regla einn-
ig tekið upp við lagningu malbiks
að hraði verður ætíð tekinn niður.
Hraðinn verður ekki hækkaður fyrr
en viðnámið er ásættanlegt. Svæðið
verður skiltað þannig að ekki fari á
milli mála að mögulega sé malbik
hálla en alla jafna og þá sérstaklega
í miklum hita og/eða rigningu.“ Þá
segir í tilkynningu Vegagerðarinn-
ar að vegfarendur eru hvattir til að
aka varlega og hafa í huga að næstu
daga er spáð miklum hita og skúrum
og aðstæður geta því fljótt breyst til
hins verra.“ mm
Banaslys varð á Kjalarnesi laust eft-
ir klukkan þrjú síðastliðinn sunnu-
dag. Tveir létust þegar bifhjól og
húsbíll sem komu úr gagnstæðri átt
rákust saman. Þeir sem létust voru
báðir á bifhjólinu; ökumaður og
farþegi. Ökumaður annars bifhjóls
sem kom aðvífandi missti stjórn á
hjóli sínu og féll af því. Sá var flutt-
ur á Landspítalann til aðhlynning-
ar og er líðan hans eftir atvikum,
samkvæmt upplýsingum frá Lög-
reglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
og rannsóknarnefnd samgöngu-
slysa rannsaka tildrög slyssins. Ekki
er grunur um hraðakstur, en sjón-
ir rannsakenda beinast að malbiki
sem lagt var fyrir helgina á veg-
arkafla á Kjalarnesi. Malbikið var
flughált á slysstað.
Vesturlandsvegi var lokað frá
því skömmu eftir slysið og þar til
klukkan var langt gengið í sjö um
kvöldið meðan björgunaraðilar og
rannsóknarteymi voru að störfum
á vettvangi. Mikið umferðaröng-
þveiti skapaðist þar sem straum-
ur fólks lá um svæðið og margir á
heimleið úr helgarfríi. Á tímabili
náði röð bíla allt frá Mosfellsbæ og
norður fyrir Grundartanga, þrátt
fyrir að fjöldi fólks færi hjáleið um
Kjósarskarð. Vegna umferðartepp-
unnar var þyrla Landhelgisgæsl-
unnar kölluð út til að flytja sjúkling
af Vesturlandi á sjúkrahús í Reykja-
vík.
mm
Tveir létust í umferðarslysi
Vesturlandsvegur á Kjalarnesi á svipuðum slóðum og banaslys varð á sunnudag-
inn. Ljósm. Vegagerðin.
Nýtt malbik verður lagt
yfir á Kjalarnesi
Fjölnota netpokar
Lúsmý vaxandi plága
í góða veðrinu
Haustið 1947 hófst framhaldsnám
í búfræði við nýstofnaða Fram-
haldsdeild við Bændaskólann
á Hvanneyri. Námstíminn var
tvö ár til viðbótar við hefðbund-
ið búfræðinám, með sumarlöngu
verknámi á milli námsára. Síðar
var sjálft kandídatsnámið lengt í
þrjú ár og einnig gerð krafa um
viðbótar undirbúningsnám í al-
mennum greinum. Bændaskólinn
á Hvanneyri, síðar Landbúnað-
arháskóli Íslands, hefur frá árinu
1949 reglulega útskrifað nem-
endur á háskólastigi, BSc.- bú-
fræðikandídata. Þeir hafa farið til
fjölbreyttra starfa í landbúnaði og
á öðrum vettvangi. Þá hafa all-
margir þeirra sótt framhaldsnám
við erlenda háskóla, sem hafa þar
með viðurkennt kandídatsnám-
ið á Hvanneyri sem fyrstu próf-
gráðu við háskóla.
Í júní 1970 luku níu nemend-
ur búfræðikandídatsnámi BSc. frá
Hvanneyri. Í tilefni þessara tíma-
móta var 50 ára afmælisins minnst
26. júní síðastliðinn með sam-
komu á Hvanneyri. Þar afhenti
hópurinn Hvanneyrarstað níu
sérvaldar og traustar birkiplöntur
við hátíðlega athöfn, að viðstödd-
um rektor skólans og gestum.
Hinir fyrrverandi nemendur eru;
Árni Snæbjörnsson, Guðmundur
P. Steindórsson, Jón Atli Gunn-
laugsson, Ríkharð Brynjólfsson,
Sigurður Karl Bjarnason, Sig-
urjón Bláfeld Jónsson (látinn),
Tryggvi Eiríksson, Þorsteinn H.
Gunnarsson og Þorvaldur G.
Ágústsson.
Dr. Ragnheiður I. Þórarinsdótt-
ir rektor Landbúnaðarháskólans
þakkaði fyrir góða gjöf og greindi
frá núverandi starfi skólans og
framtíðaráformum. Fram kom í
máli rektors að mikil aðsókn er
að skólanum, bæði á framhalds-
skólastigi og háskólastigi. Að at-
höfn lokinni, í fallegum lundi hjá
læknum við Gamla skólann, var
gestum boðið til kaffisamsætis í
Skemmunni á Hvanneyri.
ás
Búfræðikandídatar héldu upp á 50 ára útskriftarafmæli
Frá vinstri: Jón Atli Gunnlaugsson, Þorvaldur G. Ágústsson,
Þorsteinn H. Gunnarsson, Sigurður Karl Bjarnason, Ríkharð
Brynjólfsson, Tryggvi Eiríksson, Árni Snæbjörnsson og Guð-
mundur P. Steindórsson.
Frá vinstri; Ragnheiður I. Þórarinsdóttir, rektor LBHÍ, Guð-
mundur P. Steindórsson, Þorvaldur G. Ágústsson, Tryggvi
Eiríksson, Sigurður Karl Bjarnason, Ríkharð Brynjólfsson,
Þorsteinn H. Gunnarsson, Jón Atli Gunnlaugsson og Árni
Snæbjörnsson.