Skessuhorn


Skessuhorn - 01.07.2020, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 01.07.2020, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 1. JúLÍ 2020 25 Sumartónleikar Menningarsjóðs- ins undir Jökli fara fram næstkom- andi laugardag í Búðakirkju og er hún öllum opin af því tilefni. Það er þríeykið Hljómórar sem flyt- ur tónlistardagskrá við allra hæfi, í heldri stofu stíl. Rúna Esradóttir, Dagný Arnalds og Jón Gunnar B. Margeirsson mynda dægurorgan- ismann í Hljómórum en þríradda söngur og „stofuhljóðfæri“ bera dagskrána uppi. Það eru nýjar útsetningar eldri laga af trúarlegum toga, amerísk og íslensk sem og alþýðutónlist sem fangar tíðaranda kirkjunnar á Búðum. Einnig verða flutt ný lög Jóns Gunnars við nokkra eldri sál- ma. Andinn í þessari fallegu og vin- sælu kirkju hefur laðað ferðalan- ga, íslenska og erlenda, að þessum magnaða stað um árabil, en ekki er hægt að hafa kirkjuna opna al- mennt fyrir gesti sökum þess. Í su- mar var aftur á móti tekið upp á því að hafa kirkjuna opna fyrir gesti alla fimmtudaga frá kl. 13-16 svo fleiri hefðu tök á að skoða þessa gersemi sem endurgerð var í upprunalegri mynd sinni fyrir rúmum 30 árum síðan. Kirkjan var reist árið 1847 og á sér sérstaka og merkilega sögu. Tónleikar Hljómóra, Alþýðumú- sík við allra skap - fyrir þrjár raddir og stofuhljóðfæri fara fram í Búða- kirkju í Staðarsveit á Snæfellsne- si laugardaginn 4. júlí kl. 17:00 og er aðgangur ókeypis en vissulega er frjálst að styðja starfsemi sjóðsins. Kirkjan er lítil og rúmar aðeins um 60 manns en það má hafa samband við sóknarprestinn til að taka frá sæti fyrir eldri borgara. -fréttatilkynning Handverksfólkið í Gallerí Jökli í Snæfellsbæ opnaði galleríið sitt á þjóðhátíðardaginn 17. júní. Var opnað í raun bara til að hafa opið og átti hópurinn ekki von á því að mikið yrði að gera. Þessa fyrstu opnunardaga hefur hins vegar ver- ið miklu meira að gera en nokk- ur þorði að vona og er hópurinn mjög ánægður með viðtökurnar. Ætlunin er að hafa opið alla daga frá klukkan 13 til 17 og hand- verksfókið tekur vel á móti þeim sem koma við. Galleríið er stað- sett að Norðurtanga 3 í Ólafsvík. Á myndinni er hluti handverks- hópsins sem klæddi sig að sjálf- sögðu í glæsilegar lopapeysur sem eru til sölu í galleríinu ásamt fleiri fallegum vörum svo sem vett- lingum, húfum, sokkum, kort- um, hekluðum fígúrum og ýmsu fleiru. þa Ný örsýning var opnuð í Safna- húsinu í Borgarnesi 27. júní síð- astliðinn og hefur hún hlotið heit- ið „Saga úr samfélagi“. Þar segir frá framtaki Eyglóar Lind Egilsdótt- ur í Borgarnesi, sjö barna móður og ömmu í Borgarnesi, sem gladdi marga á erfiðum Covid-tímum í vor með því að búa sig upp í mis- munandi búninga og guða á glugga hjá barnabörnum sínum sem voru í sóttkví. Sonja dóttir hennar náði myndum af þessu og hefur góð- fúslega samþykkt að afhenda þær á Héraðsskjalasafnið til varðveislu. Á sýningunni er varpað frekara ljósi á konuna að baki þessu vinsæla framtaki. Sýningin var opnuð á 70 ára afmælisdegi Eyglóar og er ein fimm sýninga sem sjá má í Safna- húsi í sumar. Sjá má meira um starf- semi hússins á heimsíðu Safnahúss, www.safnahus.is. -fréttatilkynning. Kaffihúsið Kaldilækur var opnað- ur aftur á dögunum en Kaldilæk- ur hefur verið rekinn yfir sumar- tímann síðan 2017 og er staðsett- ur í Sjómannagarðinum í Ólafsvík. Nýir rekstraraðilar hafa nú tekið við og opnuðu 25. júní. Það eru þau Jón Páll Pálmason þjálfari Víkings og eiginkona hans Kerry Palmason sem hafa tekið við rekstrinum. þa Reynir Hauksson gítarleikari verð- ur með tónleika í Einkunnum við Borgarnes fimmtudaginn 2. júlí klukkan 17 og svo aðra tónleika á Hvanneyri Pub föstudaginn 17. júlí klukkan 21. Tónleikar þessir marka upphaf og endi ellefu tónleika ferð- ar sem Reynir fer um landið í þess- ari ferð sinni. Á tónleikunum spil- ar hann lög af nýútkominni plötu sinni og þekkt íslensk dægur- og þjóðlög á Flamenco hátt. Reynir er búsettur á Spáni og vinnur þar fyrir sér sem Flamenco gítarleikari. Síðustu ár hefur hann þó komið reglulega hingað til lands og kynnt Flamenco tónlist fyrir landsmönnum og þá með hljóm- sveit sinni og dönsurum frá Spáni. „Það var fyrirhugað tónleikaferða- lag að þessu sinni með hljómsveit og dönsurum til að kynna sóló plöt- una mína, en öllu var frestað útaf Covid. Spánn fór einmitt illa útúr þessu og það er vægast sagt erfitt að búa þar á þessum tíma. En ég er að fara að halda í hringferð um landið spilandi Flamenco. Það verða ellefu staðir í það heila, Selfoss næst fyrst í röðinni,“ segir Reynir. Reynir Hauksson er fæddur og uppalinn á Hvanneyri en hefur um árabil búið í Granada á Spáni þar sem hann vinnur sem Flamenco listamaður. Hann er þekktur fyr- ir orkumikinn og tilfinningarík- an flutning í bland við skemmti- legar sögur og spjall á milli laga um líf hans í Andalúsíu. Reynir del Norte gaf út sína fyrstu sólóplötu, El Reino de Granada, í desemb- er 2019 sem jafnframt er fyrsta ís- lenska Flamenco hljómplatan. Plat- an inniheldur átta tónsmíðar Reynis sem fluttar voru af honum sjálfum í samstarfi við nokkra af færustu Fla- menco listamönnum Granada. Lög af plötunni verða flutt á tónleik- unum sem og nokkur þekkt íslensk dægur- og þjóðlög útsett af Reyni fyrir Flamenco gítar. Þema tónleika verður því íslenskt Flamenco. Forsala : https://tix.is/is/ event/10279/reynir-del-norte-fla- menco-hringinn-um-landi-/ mm Spilar í Einkunnum og á Hvanneyri í tónleikaferð sinni Gallerí Jökull opið Nýir rekstraraðilar að Kaldalæk í Ólafsvík Myndin var tekin við opnun sýningarinnar. Þar má sjá Eygló ásamt þremur dætra sinna; Guðveigu Lind, Sigríði Lind og Kristínu Lilju. Ný sýning í Safnahúsi Alþýðutónlist í Búðakirkju á laugardaginn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.