Skessuhorn - 01.07.2020, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 1. JúLÍ 2020 11
Mikill fjöldi umsókna hefur borist
Landbúnaðarháskóla Íslands bæði
í háskólanám og starfsmenntanám
skólans. Aðsóknin í grunnám (BS)
við skólann jókst um 51,1% á milli
ára. Aukningin er hlutfallslega mest
í BS-nám í landslagsarkitektúr, eða
240% á milli ára. Fjölgun um-
sókna í garðyrkjunám á Reykjum er
45% og umsóknum í búvísindanám
fjölgaði um 40%.
Við skólann er einnig boðið upp
á framhaldsnám til meistara- og
doktorsgráðu. Á meistarastigi er
boðið einstaklingsmiðað rannsókn-
anám og starfsmiðað meistaranám
í skipulagsfræði. Í skipulagsfræði
er mikil aukning frá því í fyrra en
18 eru skráðir til náms á fyrsta ári
í haust, en til samanburðar voru sjö
nemendur árið áður. Nemendum í
doktorsnámi hefur fjölgað á undan-
förnu ári og hafa aldrei verið fleiri
en nú. Þá er gaman að nefna að
tveir nemendur vörðu doktorsrit-
gerðir sínar nú í júní mánuði.
Landbúnaðarháskóli Íslands
býr við þá sérstöðu að bjóða bæði
upp á háskólanám og starfsmennt-
anám á framhaldsskólastigi. Að-
sókn í starfsmenntanám skólans
sló öll fyrri met í vor með samtals
280 umsóknum. Má þar sérstaklega
nefna góða aðsókn í garðyrkjunám
á Reykjum þar sem 136 umsóknir
bárust og hafa þær aldrei verið jafn-
margar í sögu skólans. Flestir sækja
um í lífræna ræktun matjurta en þar
sóttu 45 nemendur um nám. Að-
sókn er einnig góð í ylrækt með 26
umsóknir og 10 í garð- og skógar-
plöntuframleiðslu.
Á Hvanneyri fer starfsmennt-
anám í búfræði fram og er mjög
góð aðsókn þar og komast færri að
en vilja. Leitað er leiða til að mæta
þessari eftirspurn, að því að fram
kemur í tilkynningu frá skólanum.
Ragnheiður I. Þórarinsdóttir,
rektor Landbúnaðarháskóla Íslands
segir það vera mikið gleðiefni að sjá
hversu mikinn áhuga ungt fólk sýn-
ir námi í Landbúnaðarháskóla Ís-
lands og hversu dreifing umsókna
er mikil. „Það er gaman að sjá auk-
inn áhuga á búvísindanámi, en þar
hefur orðið aukning um 40% milli
ára. Mikilvægt er að fjölga vísinda-
mönnum á breiðu sviði búvísinda,
en þar hefur skort á nýliðun á und-
anförnum árum. Þá er greinilegt
af umsóknum til brautar náttúru-
og umhverfisfræða að áframhald-
andi áhugi er á sjálfbærri þróun og
jafnvægi verndunar og nýtingar. Þá
gleður það mig sérstaklega að sjá
þá þessa miklu fjölgun umsókna í
starfsmenntanámið okkar, bæði á
Hvanneyri og á Reykjum. Aldrei
hafa fleiri sótt um að komast að í
garðyrkjunámi á Reykjum og færri
komast að en vilja í búfræði.“ mm
Nýverið framlengdu Mennta-
skóli Borgarfjarðar og Sjúkrasjóð-
ur Stéttarfélags Vesturlands sam-
komulag sem felur í sér stuðning
við nemendur sem stunda nám í
MB í formi endurgreiðslu á sál-
fræðiþjónustu. Samningurinn er til
næstu tveggja skólaára og er hugs-
aður sem forvörn gegn brottfalli
nemenda úr skóla.
Bragi Þór Svavarsson skóla-
meistari segir að gegn tilvísun frá
námsráðgjafa skólans geti hver
nemandi fengið endurgreiðslu eða
styrk fyrir allt að fjórum sálfræði-
tímum á skólaári. Skólinn greið-
ir fyrsta tímann en Sjúkrasjóður
Stéttarfélags Vesturlands næstu
þrjá tíma að hámarki. Sjúkrasjóð-
ur Stéttarfélags Vesturlands hefur
styrkt nemendur MB með þessum
hætti síðustu ár og að þessu sinni
var gerður samningur til tveggja
ára.
„Stjórnendur Menntaskóla
Borgarfjarðar eru afar þakklátir
aðilum Sjúkrasjóðs Stéttarfélags
Vesturlands og vilja koma því á
framfæri að styrkur sem þessi er
ómetanlegur fyrir skólann og nem-
endur hans,“ segir Bragi Þór Svav-
arsson. mm
Metaðsókn í Landbúnaðarháskóla Íslands
Samið um styrk til sálfræðiráðgjafar
Reykholtskirkja
Verið velkomin í Reykholtskirkju
4. sd. e. Festum Trinitatis
Messa í Reykholtskirkju kl. 14
Sunnudaginn 5. júlí
Ferming:
Dagbjört Rós Jónasdóttir,
Kjalvararstöðum
Sóknarprestur
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
02
0
/ L
jó
sm
. G
uð
la
ug
ur
Ó
sk
ar
ss
on
velkomin í Stykkishólm
4. júlí 2020
SKOTTHÚFAN
Í FÓTSPOR FJALLKONU
Gamla Stykkishólmskirkja kl. 10:30
KOMIN MEÐ BÚNING, HVAÐ SVO?
Dagbjört Dúna Rúnarsdóttir
Eldfjallasafnið kl. 13:00
HELGIGRIPUR EÐA VEISLUKLÆÐI?
Anna Karen Unnsteinsdóttir
Eldfjallasafnið kl. 13:30
DANSINN OG BÚNINGARNIR
Atli Freyr Hjaltason
Eldfjallasafnið kl. 14:00
BÚNINGASKART
Júlía Þrastardóttir gullsmíðameistari
Norska húsið kl. 11:00 - 17: 00
MYNDATAKA
Myndataka við Norska húsið kl. 15:00
KAFFIBOÐ Í BETRI STOFUNNI
Gestum í þjóðbúningum er boðið upp á kaffi og rjóma-
pönnukökur að hætti kvenfélagskvenna í Stykkishólmi.
Norska húsið kl. 15:15
DANSVINNUSTOFA
Sporin kennd, æfð og stigin fyrir kvöldið.
Eldfjallasafnið kl. 17:00
DANSINN STIGINN
Atli Freyr, Eydís Gauja, Elizabeth Katrín og
Hrefna stýra balli í Eldfjallasafninu kl. 21:00
SÓKNARÁÆTLUN
VESTURLANDS
Lista- og menningarsjóður
Stykkishólmsbæjar
norskahusid.is f norskahusid f skotthufan
Bókamarkaðurinn á Snæfells-
nesi var opnaður í Grundarfirði á
sunnudaginn en það eru meðlimir
í leshópnum Köttur út í mýri sem
standa að markaðnum og er þetta
annað sumarið í röð sem hann er
settur upp. Þar er að finna ýmsar
bækur, bæði nýjar og gamlar. Mark-
aðurinn er staðsettur við Borgar-
braut 2 og verður hann opinn all-
ar helgar fram í ágúst. Í tilefni opn-
unarinnar var boðið upp á veitingar
og kom Karl Jóhann Jóhannsson og
las fyrir börnin og höfðu þau gam-
an af.
arg/ Ljósm. aðsendar
Kalli las
fyrir börnin
af mikilli
innlifun.
Bókamarkaðurinn á
Snæfellsnesi opnaður
Jenný, Lilja og Herdís eru allar í leshópnum Köttur út í mýri. Hér eru þær að njóta
góða veðursins á opnunardegi.