Skessuhorn - 01.07.2020, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 1. JúLÍ 2020 29
Akranes – miðvikudagur 1. júlí
Kyrrðar- og slökunarflot í Guð-
laugu með Hildi Karen flotþerap-
ista. Skráning er nauðsynleg vegna
takmarkaðs pláss. Skráning fer fram
með tölvupóstsendingu á hild-
urka@gmail.com. Verð kr. 2.500.
Dalabyggð – miðvikudagur 1.
júlí
Byggðasafn Dalamanna og Sauð-
fjársetur á Ströndum halda áfram
samstarfi sínu um sögurölt. Fyrsta
rölt sumarsins kl. 19:30 og hefst á
hlaðinu á Skarði. Stella kollubóndi
á Skarði og Valdís safnvörður munu
vappa um hlaðið og nágrenni og
segja sögur af alls konar konum
á Skarði. Húsfreyjum, húskonum,
vinnukonum, stúlkum, reifabörn-
um og draugum. Rétt er þó að taka
fram að karlmenn geta komið við
sögu í einstaka tilfellum. Í boði eru
örstutt rölt á hlaðinu, stutt rölt með
smá hækkun og örlítið lengra rölt
þar sem fara þarf yfir eitt vatnsfall.
Allir áhugasamir eru velkomnir á
meðan einstaklingsbundnar sótt-
varnir og samkomutakmarkanir
eru virtar.
Stykkishólmur –
miðvikudagur 1. júlí
Úr drunga og doða sóttkvía og
-kvíða rís söngur og gleði eins og
fuglinn Fönix úr öskunni. Kristjana
Stefáns og Svavar knútur munu
geysast um landið í júlí næstkom-
andi á sinni árlegu sumartónleika-
ferð undir yfirskriftinni: „Með Faðm-
lög í farteskinu“. Ferðalagið hefst í
gömlu kirkjunni í Stykkishólmi 1.
júlí. Tónleikarnir hefjast kl. 20. Miða-
verð er kr. 4.000 og frítt fyrir börn 14
ára og yngri.
Akranes – fimmtudagur 2. júlí
Bæjarhátíðin Írskir dagar hefjast
á Akranesi. Fjölbreytt dagskrá alla
helgina og nóg í boði fyrir alla. Nán-
ari dagskrá má sjá í auglýsingu hér
í blaðinu.
Akranes – fimmtudagur 2. júlí
Álmaðurinn 2020 fer fram á Akra-
nesi. Keppandafundur byrjar kl
18:00, keppnin sjálf kl 18:30. Öðru-
vísi þríþrautarkeppni, hjólað er frá
Jaðarsbökkum upp að Akrafjalli (5,5
km), gengið/hlaupið upp á Háahnjúk
og aftur niður (550m hækkun), hjól-
að niður á langasand og synt 400m
meðfram ströndinni. Keppt er í karla,
kvenna og boðflokki (óháð kyni).
Akranes – fimmtudagur 2. júlí
FC Ísland mætir Úrvalsliði Akraness
á æfingasvæðinu við Jaðarsbakka
kl. 18:30. Tökur á nýrri þáttaröð sem
sýnd verður á Stöð 2 og ber heitið
FC Ísland hefur hafið göngu sína. Í
þáttunum FC Ísland ferðast marg-
ir af þekktustu fyrrverandi knatt-
spyrnumönnum Íslands um landið
og skora á knattspyrnulið á lands-
byggðinni í góðgerðarleik til styrkt-
ar málefnum í hverju sveitarfélagi.
Leikurinn á Akranes verður til styrkt-
ar Minningarsjóði Lovísu Hrundar.
Akranes – fimmtudagur 2. júlí
Hreimur ásamt sjö manna hljóm-
sveit spilar öll vinsælustu lög Hreims
frá 1997-2020 á Gamla kaupfélaginu
kl. 20. miðar til sölu á tix.is.
Grundarfjörður –
fimmtudagur 2. júlí
Helga Fríða Tómasdóttir verður
spjallari vikunnar. Hún býður gest-
um og gangandi á sólpallinn heima
hjá sér, að Hamrahlíð 9 kl. 21. Boð-
ið verður upp á búferlaflutninga-
grobbsögur og kannski einhverj-
ar Halliwood-sögur fylgi með. Veit-
ingar í anda ´70-áratugarins. Gest-
ir mega gjarnan hafa með sér létta
stóla.
Búðardalur – föstudagur 3. júlí
Bæjarhátíðin Heim í Búðardal hefst
með kjötsúpurölti föstudagskvöld-
ið og verður nóg af viðburðum um
allan bæ og í sveitunum í kring alla
helgin. Nánari upplýsingar er að
finna í umfjöllun hér í blaðinu.
Hvalfjarðarsveit –
föstudagur 3. júlí
Pub quiz á Laxárbakka kl. 18. Njótum
grillmatar, tónlistar og reynum okk-
ur við spurningar í PUB QUIZ, flottir
vinningar. Víðir Jónasson og Erling-
ur Viðarsson halda uppi stuði.
Stykkishólmur –
laugardagur 4. júlí
Þjóðbúningahátíðin Skotthúfan
verður haldin í Norska húsinu. Nán-
ari upplýsingar má finna í auglýs-
ingu hér í blaðinu.
Stykkishólmur –
laugardagur 4. júlí
Hljómsveitin ÞRÍR spilar á pallinum við
Sjávarpakkhúsið milli kl. 15 og 17. Kokk-
arnir bjóða smakk af bláskel og barinn
veðrur færður út á pall. Frítti inn.
Stykkishólmur –
laugardagur 4. júlí
Hot wings kappát verður í Skúrn-
um frá kl. 16-17. Keppt verður í áti
á Skúrsvængjum sem verða sterkari
og sterkari með hverjum vænt. Tak-
markað sætaframboð og þátttöku-
gjald er 1000 krónur.
Stykkishólmur –
laugardagur 4. júlí
80‘s og 90‘s partý með DJ Dodda á
Skippernum frá kl. 20:30-23.
Borgarbyggð – l
augardagur 4. júlí
Úr drunga og doða sóttkvía og
-kvíða rís söngur og gleði eins og
fuglinn Fönix úr öskunni. Kristjana
Stefáns og Svavar knútur munu
geysast um landið í júlí næstkom-
andi á sinni árlegu sumartónleika-
ferð undir yfirskriftinni: „Með Faðm-
lög í farteskinu“. Tónleikarnir í Brúar-
ási í Borgarfirði hefjast kl. 21. Miða-
verð er kr. 4.000 og frítt fyrir börn 14
ára og yngri.
Búðardalur – sunnudagur 5. júlí
Vínlandssetur í Búðardal verður
formlega opnað kl. 15.
Stykkishólmur –
sunnudagur 5. júlí
Lokagreinar Vestfjarðarvíkingsins,
keppni sterkustu manna landsins.
Keppt verður í kasti yfir vegg kl. 17 á
túninu fyrir framan gömlu kirkjuna
og svo í blandaðri grein á planinu
við hafnarvogina. Að því loknu fer
fram verðlaunaafhending.
Hvalfjarðarsveit –
sunnudagur 5. júlí
Kvæðamannafélagið Snorri verður
á Laxárbakka. Súputilboð verður frá
kl. 18 og hefst kveðskapur kl. 20.
Stykkishólmur –
mánudagur 6. júlí
Snæfell og Kormákur/Hvöt mætast í
4. deild karla í knattspyrnu á Stykkis-
hólmsvelli kl. 20.
Akranes – þriðjudagur 7. júlí
ÍA og Völsungur mætast í 1. deild
kvenna í knattspyrnu á Akranesvelli
kl. 18.
Ólafsvík – þriðjudagur 7. júlí
Víkingur Ó tekur á móti Fram í 1.
deild karla í knattspyrnu. Leikið
verður á Ólafsvíkurvelli kl. 19:15.
Akranes – þriðjudagur 7. júlí
Kári og Kórdrengirnir mætast 2.
deild karla í knattspyrnu í Akranes-
höllinni kl. 20.
Óska eftir leiguíbúð
Leita að fjögurra eða fimm herbergja
leiguhúsnæði fyrir mig, manninn
minn börnin okkar þrjú á Akranesi.
Við erum reglusöm, reykjum ekki og
erum ekki með gæludýr. Við getum
borgað allt að þriggja mánaða trygg-
ingu. Greiðslugeta á mánuði er max
220 000. Upplýsingar í tölvupósti á
rakel.eythors@hotmail.com.
Óska eftir íbúð á Hvanneyri
Óska eftir lítilli íbúð/stúdió íbúð á
Hvanneyri, þar sem tveir krúttlegu
geldir og kassavanir kettir væru vel-
komnir, þegar ég byrja í LbhÍ um miðj-
an ágúst. Það væri frábært að finna
íbúð sem er laus fyrir 1. ágúst. Upp-
lýsingar hjá Tebea Elisabeth í síma:
842-6198
Raðhús til skammtímaleigu
Þriggja svefnherbergja raðhús við
Heiðarskóla í Hvalfjarðarsveit til leigu
frá 1.september til 15. janúar 2021
(eða styttri sé þess óskað). Leigist með
húsgögnum. Upplýsingar á netfangið
Hus.i.hvalfjardarsveit@gmail.com.
Herbergi óskast
Óska eftir að taka á leigu herbergi eða
litla íbúð á Akranesi eða í nágrenni.
Upplýsingar í síma 786-2799.
Á döfinni
Markaðstorg
Vesturlands
Getir þú barn þá
birtist það hér,
þ.e.a.s . barnið!
www.skessuhorn.is
LEIGUMARKAÐUR
Nýfæddir Vestlendingar
3. júní. Drengur. Þyngd: 3.168
gr. Lengd: 48 cm. Foreldrar. Una
Bjarnadóttir og Hafþór Elíasson,
Kópavogi. Ljósmóðir: Hafdís Rún-
arsdóttir.
20. júní. Drengur. Þyngd: 4.694 gr.
Lengd: 54 cm. Foreldrar. Hanna
Valdís Jóhannsdóttir og Broddi
Hilmarsson, Kópavogi. Ljósmóðir:
Jenný Inga Eiðsdóttir.
24. júní. Stúlka. Þyngd: 3.564 gr.
Lengd: 51 cm. Foreldrar: Svein-
björg Zophaníasdóttir og Jón Ás-
grímsson, Borgarfirði. Ljósmóðir:
Hrafnhildur Ólafsdóttir.
25. júní. Stúlka. Þyngd: 3.698 gr.
Lengd: 53 cm. Foreldrar: Rebekka
Unnarsdóttir og Patrick Roloff,
Hellissandi. Ljósmóðir: Hafdís
Rúnarsdóttir.
27. júní. Drengur. Þyngd: 3.250 gr.
Lengd: 49 cm. Foreldrar: Magn-
ea Dröfn Hlynsdóttir og Jón Örn
Haraldsson, Hólmavík. Ljósmóðir.
Elín Sigurbjörnsdóttir.