Skessuhorn - 01.07.2020, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 1. JúLÍ 20204
Garðabraut 2a - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá-
auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 3.590 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 3.100. Rafræn áskrift kostar 2.815 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.595 kr.
Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 950 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is
Gunnhildur Lind Hansdóttir glh@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Ómar Örn Sigurðsson umbrot@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Að leyfa rödd sinni
að hljóma
Er ekki lífið yndislegt? Þjóðin búin að endurnýja umboð Guðna Th til áfram-
haldandi búsforráða á Bessastöðum, lýðræðið hefur talað með sinni fegurstu
rödd, lúpínan á þessa einu fallegu viku sem hún á árlega, veðrið leikur við hvurn
sinn fingur og Óli apótekari græðir á tá og fingri á því að selja efni til að slá
á lúsmýskláðann. Kýrnar eru komnar út, laxveiðimenn búnir að sleppa sama
laxinum nokkrum sinnum en í strandveiðinni sleppa menn engu. Landsmenn
þeytast nú um koppagrundir og hamast við að ákveða hvernig þeir munu skipta
fimmþúsund króna ferðatékkanum sem kominn er í símann hjá þeim sem eiga
svoleiðis síma. Já, lífið er yndislegt.
Við litla fjölskyldan við Langasand tókum daginn frekar snemma á laugar-
daginn. Eftir að hefðbundnum morgunverkum lauk, var farið á kjörstað. Há-
tíðlegri stund en oft áður því átján ára dóttirin fékk nú í fyrsta skipti að kjósa
í almennum kosningum. Þá er maður nefnilega orðinn fullorðinn og þarf að
afla sér upplýsinga um hvernig atkvæðisréttinum verður varið. Hún var heppin
blessunin. Það var frekar fljótlegt að kjósa núna í samanburði við kosningar til
Alþingis eða hreppsnefnda. Nú voru valkostirnir einungis tveir og það tók ekki
mjög langan tíma að setja sig inn í málið til að geta tekið upplýsta ákvörðun.
Málið mun hins vegar vandast mjög á næsta ári þegar við þurfum að endurnýja
umboð alþingismanna. Þá verða valkostirnir miklu fleiri og ógegnsærri, fólk
þarf t.d. að kynna sér stefnumál og mannkosti frambjóðenda til að taka ákvörð-
un sem fellur næst hagsmunum viðkomandi. Ég mun t.d. bera saman loforð og
efndir áður en ég vel.
Þar sem ár er í kosningar má fara að búast við því að stjórnmálin breytist
töluvert mikið. Við förum að sjá ýmis álitleg boð sem fela í sér aukna hagsæld,
betri tíma, blóm í haga og jafnvel verða einhverjir sem munu lofa meðvindi á
hjólastígunum. Við munum upplifa gylliboð sem ekki verður innistæða fyrir,
við munum einnig upplifa að pólitískir andstæðingar verða nýddir niður. Okkar
er svo að hafa skynsemi til að velja úr þessum upplýsingum og hafna því sem
ekki byggir á rót sannleikans. Mestar áhyggjur hef ég af því að gæði frétta og
miðlunar efnis verði ekki nægjanlega mikil. Þótt að nýafstaðin kosningabarátta
um forseta hafi verið tiltölulega einfaldur hlutur, fannst mér vera of mikið um
rangar upplýsingar í umferð. Nefni af handahófi skoðanakannanir sem voru út
úr kortinu. Af þeirri ástæðu að þær voru vísvitandi illa unnar. Gáfu því kolranga
mynd af raunverulegu fylgi þessara tveggja karla sem buðu fram krafta sína. En
það voru ekki einungis skoðanakannir sem voru slæmar. Verst þótti mér hversu
margir voru tilbúnir til að rægja gagnaðilann í stað þess að verja kröftum sínum
í að benda á kosti þess sem þeir studdu. Þessi galopna umræða sem fer fram á
opnum samfélagsmiðlum sýndi sannarlega sitt rétta andlit og þess vegna ber ég
ákveðinn kvíðboga fyrir því ári sem nú fer í hönd þar sem allflestir fjölmiðlar
landsins eru í boði hagsmunaafla af ýmsu tagi og samfélagsmiðlar eru svona eins
og kerfillinn, troða sér víðar en æskilegt væri.
Fyrir og eftir kosningarnar á laugardaginn voru býsna margir sem lýstu
andúð sinni vegna þess kostnaðar sem felst í að halda kosningar. Nefndu 400
milljónir. Hvaða skoðun sem menn hafa á frambjóðendum, var það hins vegar
lýðræðið sem talaði. Guðmundur Franklín Jónsson hafði ótvíræðan rétt til að
bjóða sig fram. Niðurstaðan varð hins vegar mjög afgerandi og nú mun Guðni
Th Jóhannesson sitja annað kjörtímabil með glæsilegan stuðning þjóðarinnar
á bakvið sig. 400 milljónir eru smáaurar í öllu samhengi þegar lýðræðið fær að
tala. Það sem ég gagnrýni mest við þessar kosningar er hinsvegar sú staðreynd
að réttur þriðjungur þjóðarinnar kaus ekki. Ákvað að sitja heima og láta aðra sjá
um valið fyrir sig. Það fannst mér slappt. Kjördagur þjóðar er nefnilega hátíðis-
dagur hverju sinni og þann rétt sem okkur er færður eiga allir að nýta sér. Það
gerir lífið nefnilega svo miklu yndislegra að vera virkur þegn í samfélaginu og
leyfa rödd sinni að hljóma þegar óskað er eftir því.
Magnús Magnússon
Skráningum í sumarnám háskól-
anna fjölgar mikið og höfðu um
miðja síðustu viku 5.100 nemend-
ur skráð sig í slíkt nám og rúm-
lega 330 í sumarnám framhalds-
skólanna. Aðgerðum stjórnvalda er
ætlað að sporna gegn atvinnuleysi
og efla virkni og menntun með-
al ungs fólks og atvinnuleitenda.
Alls er 800 milljónum kr. varið til
að efla sumarnám og 2,2 milljörð-
um kr. í átaksverkefni til að fjölga
tímabundnum störfum fyrir náms-
menn.
Upplýsingar um framboð og
námskosti í sumarnámi má finna á
vefnum næstaskref.is/sumarnam.
Bæði er hægt að taka einingarbæra
áfanga sem og fjölbreytt námskeið
en sérstök áhersla er á nám sem
nýtist sem undirbúningur fyrir há-
skólanám, námskeið á sviði iðn- og
verknáms, valkosti á sviði símennt-
unar og færnibrýr fyrir atvinnuleit-
endur sem vilja skipta um starfs-
vettvang. mm
Í síðustu viku var undirritað-
ur endurnýjaður samningur milli
Menntaskóla Borgarfjarðar (MB)
og Landbúnaðarháskóla Íslands
(LbhÍ). Eldri samningurinn byggði
á samstarfi um sameiginlega nátt-
úrufræðibraut með búfræðisviði til
stúdentsprófs þar sem nemendur
taka fyrstu tvö árin í Menntaskóla
Borgarfjarðar og síðari tvö árin á
Hvanneyri til búfræðiprófs. Nem-
endur útskrifast þá eftir fjögurra
ára nám með sameiginlega gráðu
sem stúdent og búfræðingur.
Nú hefur samningurinn ver-
ið útvíkkaður og tekur einnig til
náms í garðyrkjubrautum LbhÍ
á Reykjum. Nemendur geta þá
stundað nám til stúdentsprófs og
búfræðings eða garðyrkjufræð-
ings. Þá hefja þeir fyrri tvö árin í
MB og síðari tvö á Reykjum eða
Hvanneyri. Á Reykjum er hægt
að velja á milli sex brauta; ylrækt-
ar, lífrænnar ræktunar matjurta,
garð- & skógarplöntuframleiðslu,
skrúðgarðyrkju, blómaskreytinga
og skóg & náttúrubraut (skóg-
tækni). Búfræðin er svo kennd á
Hvanneyri.
Bragi Þór Svavarsson skóla-
meistari MB segir það mik-
ið ánægjuefni fyrir Menntaskóla
Borgarfjarðar að geta útvíkkað
samstarfið við Landbúnaðarhá-
skólann á Hvanneyri enn frekar.
„Nú bjóðum við nemendum okk-
ar ekki einungis að útskrifast sam-
hliða sem búfræðingur og stúdent
heldur núna sem garðyrkjufræð-
ingur og stúdent. Við í MB höf-
um fundið fyrir auknum áhuga á
þessari námsleið og greinilegt að
margir sjá hana sem gott tækifæri“
segir Bragi um samstarfið.
Allt að fimm nemendur sem
innritast árlega á brautina hjá MB
eiga vísa skólavist í búfræði ann-
arsvegar og garðyrkju hinsvegar
hjá LbhÍ eftir að hafa lokið þeim
hluta námsins sem fram fer í MB.
Nemendur sem velja að stunda
nám á garðyrkjubrautum útskrif-
ast sem garðyrkjufræðingar eftir
að hafa lokið 60 vikna verknámi
undir handleiðslu meistara eða
garðrykjufræðings ásamt bók- og
verklegu námi við LbhÍ á Reykj-
um.
„Landbúnaðarháskóli Íslands og
Menntaskóli Borgarfjarðar hafa í
nokkur ár átt farsælt samstarf um
sameiginlega braut til stúdents-
prófs og búfræðings. Það er mikið
gleðiefni að sá samningur hafi ver-
ið endurnýjaður og taki nú einn-
ig til garðyrkjunámsins þannig að
nemendur okkar geti tekið stúd-
entspróf samhliða námi til garð-
yrkjufræðings” segir Ragnheiður
I. Þórarinsdóttir rektor LbhÍ við
undirskrift samnings. mm
Fyrr í sumar var skrifað undir verk-
samning við Borgarverk ehf. um
endurgerð á Faxabraut á Akranesi
og grjótvörn meðfram henni. Eins
og fram hefur komið í Skessuhorni
bárust fjögur tilboð í verkið og voru
Borgarverksmenn hlutskarpastir en
tilboð þeirra var upp á 467 millj-
ónir króna, eða 87,9% af áætluð-
um verktakakostnaði. Verkefnið er
samstarfsverkefni Vegagerðarinn-
ar, Akraneskaupsstaðar auk Veitna
og Mílu og var boðið út á evrópska
efnahagssvæðinu. Verkefnið sem
um ræðir er sömuleiðis stór þáttur
til að uppbygging á Sementsreitn-
um geti hafist, en hækka þarf yfir-
borð götunnar umtalsvert og laga
sjóvarnargarð áður til að tryggja ör-
yggi fyrir uppbyggingu svæðisins.
Stefnt er að því að Borgarverk
hefjist handa með haustinu og að
verkinu verði að fullu lokið eigi síð-
ar en 1. september 2021.
mm
Nám til stúdentsprófs
og garðyrkjufræði
Bragi Þór Svavarsson skólameistari MB
og Ragnheiður Þórarinsdóttir rektor
LbhÍ með endurnýjaðan og útvíkkaðan
samning. Ljósm. LbhÍ.
Metaðsókn er í sumarnám
Frá undirritun verktakasamnings. Frá vinstri: Sæmundur Víglundsson og Óskar
Sigvaldason frá Borgarverki, Alfreð Þór Alfreðsson, Jón Ólafsson, Sævar Freyr
Þráinsson og Sigurður Páll Harðarson frá Akraneskaupstað, Pálmi Þór Sævarsson
frá Vegagerðinni, Sverrir Reynisson frá Mílu og Helgi Helgason frá Veitum. Ljósm.
Vegagerðin.
Skrifað undir verktakasamning
um Faxabraut á Akranesi