Skessuhorn - 01.07.2020, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 1. JúLÍ 202014
Brákarhátíð var haldin hátíðlega
í Borgarnesi um helgina og náði
hátíðin hámarki á laugardeginum
með fjölbreyttum viðburðum á víð
og dreif um bæinn.
Byrjað var að skreyta götur í
hverfislitunum í upphafi vikunn-
ar. Froðugamanið var að vanda
í Kveldúlfsgötunni á fimmudag-
inn þegar Slökkvilið Borgarfjarð-
ar mætti á staðinn og bleytti vel í
mannskapnum sem lék sér í froð-
unni í blíðskaparveðri. Á föstudag
fóru fram götugrill þar sem íbúar
voru duglegir að hópa sig saman
og grilla góðan mat. Gula hverfið
sló í partí og tónleika við Kvíaholt.
Dagurinn endaði svo með tónleik-
um hjá KK í Borgarneskirkju sem
voru vel sóttir.
Laugardagurinn er svo aðaldag-
ur hátíðarinnar og var eitthvað fyr-
ir alla á boðstólnum. Sjósund við
Brákarey og bátaferðir úr Englend-
ingavík fór fram fyrri part laugar-
dags og bauðst öllum gestum að
fá kleinur og heitt kakó í kjölfarið.
Skömmu eftir hádegi fengu krakkar
þær Sollu Stirðu og Höllu Hrekkju-
svín úr Latabæ í heimsókn á Skalla-
grímsvöll og var sungið saman og
teknar góðar æfingar.
Stuttmyndir frá fólki úr héraðinu
voru sýndar í Félagsmiðstöðinni
Óðali yfir daginn og jóga og hug-
leiðsla bauðst gestum hátíðarinnar
á grasbletti við Kaffi Kyrrð svo fátt
eitt sé nefnt. Markaðstorg barna
var í Félagsbæ og einhverjir kepptu
í Bubblebolta á gervigrasvellinum
við Grunnskólann í Borgarnesi.
Fór hátíðin vel fram og voru við-
burðir almennt vel sóttir.
„Nefnd Hollvinasamtaka Borg-
arness, vill þakka fyrir Brákarhátíð.
Við viljum koma á framfæri þakk-
læti til Sigursteins Sigurðssonar,
Imbu Hargrave og Erlu Kristjáns-
dóttur fyrir sína þátttöku í hátíðar-
höldunum. Einnig viljum við þakka
þeim sjálfboðaliðum sem hjálpuðu
til og komu að hátíðinni með ein-
um eða öðrum hætti. Að lokum
viljum við þakka þeim frábæru fyr-
irtækjum sem styrktu hátíðina í ár,“
sagði í tilkynningu frá nefndinni að
hátíð lokinni.
glh
Blíða á Brákarhátíð
Mikið stuð var á krökkunum þegar íbúar Latabæjar, Solla Stirða og Halla Hrekkjusvík, mættu á Skallagrímsvöll.
Froðugamanið í Kveldúlfsgötunni er einn vinsælasti dagskráliðurinn á Brákarhá-
tíðinni. Ljósm. Helena Guttormsdóttir.
Góð stemning myndast á froðugamaninu. Ljósm. Brákarhátíð.
Hlynur Mikael tók í æfingunum frá
Sollu Stirðu og Höllu Hrekkjusvíni.
Kata á Kaffi Kyrrð tók sér pásu frá
störfum og nýtti sér jóga og hugleiðslu
í garðinum hjá Blómasetrinu – Kaffi
Kyrrð. Ljósm. Brákarhátíð.
Einhverjir spreyttu sig í Bubbleboltunum á gervigrasvellinum.
Ljósm. Brákarhátíð.
Ýmsar skemmtilegar hefðir tengdar Brákarhátíðinni hafa sprottið upp á síðustu
árum. Má þar nefna Mini-barinn á Böddanum sem hefur verið í umsjón Gunna
Jóns og Guðmundar Eyþórs undanfarin ár. Gummi hafði að vísu látið af störfum
en Jón Ingi bróðursonur Gunna kom í hans stað og bauðst gangandi vegfarendum
fríir drykkir, áfengir og óáfengir, á föstudeginum sem áttu þar leið hjá.
Nokkrir sjósundsgarpar byrjuðu daginn á sjósundi í Brákarey. Ljósm. Brákarhátíð.
Englendingavík
var í sparibúningi á
laugardaginn. Ljósm.
Brákarhátíð.
Björgunarsveitin Brák bauð gestum upp á bátasiglingar í kringum Brákarey.
Ljósm. Brákarhátíð.