Skessuhorn


Skessuhorn - 16.08.2020, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 16.08.2020, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 16. SEpTEMBER 20208 Bitinn af hundi AKRANES: Maður hringdi í Neyðarlínu um sexleytið á sunnudaginn, eftir að hafa verið bitinn af hundi. Kvaðst hann hafa verið á gangi eftir Suðurgötu á Akranesi, mætt þar ungri stúlku með hund í bandi, en hundurinn hafi þá stokkið upp og glefsaði í ermi á jakka mannsins. Hlaut mað- urinn blæðandi sár á hægri framhandlegg. Leitaði hann aðstoðar læknis á sjúkrahúsinu á Akranesi og fékk sprautu. Haft var samband við eiganda hundsins sem fullyrti að hann hefði aldrei gert nokkuð þessu líkt áður. Dýraeftirlitsmanni Akraneskaupstaðar var sömu- leiðis gert viðvart. -kgk Veiðimaður sofnaði BORGARBYGGÐ: Hringt var í Neyðarlínu um kl. hálf tvö aðfararnótt mánudags frá veiðihúsi við Hítará og til- kynnt um týndan veiðimann. Seinna kom á daginn að hann hafði gengið vegslóða frá Hít- ará í átt að veiðihúsinu, en síðan stytt sér leið og sofn- að í kjarrinu. Maðurinn var í þokkalegu ástandi en orðinn örlítið kaldur og þreyttur þeg- ar hann skilaði sér. -kgk Undir áhrifum, án réttinda HVALFJSV: Laust eftir kl. hálf fimm síðdegis á mánudag var tilkynnt um útafakstur á Vesturlandsvegi við Lyngholt. Lögregla fór á vettvang. Öku- maðurinn var látinn gang- ast undir fíkniefnapróf sem gaf jákvæða svörun við neyslu amfetamíns. Var ökumaður- inn því handtekinn, fluttur á lögreglustöð og gert að veita blóðsýni. Enn fremur reynd- ist hann aka eftir að hafa ver- ið sviptur ökuréttindum vegna ítrekaðra brota á umferðarlög- um. Ekki nóg með það, heldur var bíllinn ótryggður og voru skráningarnúmerin fjarlægð af honum. -kgk Hraðakstur áberandi VESTURLAND: Mynda- vélabíll Lögreglunnar á Vest- urlandi var við eftirlit í gær- morgun, þriðjudaginn 15. september. Milli kl. 6:30 og 7:30 var hann á Akrafjallsvegi, þar sem hann mældi hraða 353 ökutækja. Þrír ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akst- ur. Seinna sama morgun var hann við Ketilsflöt á Akra- nesi, til móts við leikskólann Akrasel, þar sem hámarks- hraði er 30 km/klst. Alls voru 118 bílar hraðamældir og einn ökumaður kærður. Töluvert var um hraðakstursmál heilt yfir í umdæminu í liðinni viku og nokkuð mikið um háar töl- ur, að sögn lögreglu. Sá sem hraðast ók var stöðvaður úti á þjóðveginum á 130 km hraða á klst. Lögregla segir ríka ástæðu til að auka hraðaeftir- lit í umdæminu og undirbýr nú eftirlit á ómerktum bílum, eins og greint var frá í Skessu- horni í síðustu viku. -kgk Ungir drengir á krosshjólum BORGARNES: Síðastliðinn laugardag var tilkynnt um unga drengi á krosshjólum við Arn- arklett í Borgarnesi. Lögregla kannaði málið. Um var að ræða 14 ára pilta og var foreldrum þeirra gert viðvart um athæfið auk þess sem barnaverndaryfir- völdum var tilkynnt um málið. -kgk Hafna slysahættu HVALFJSV: Vegfarandi sem átti leið um Hvalfjarðargöng hringdi í Neyðarlínu á miðnætti kvöld eitt nú í byrjun vikunnar. Sagði hann að vegavinna í göng- unum skapaði slysahættu, búið væri að loka akgrein í göngun- um í blindbeygju þar sem erf- itt væri að sjá umferð á móti. Haft var samband við Vega- gerðina vegna þessa, sem sagði að verkið hefði verið vel auglýst og merkingar um vinnu í göng- unum væru til fyrirmyndar, auk þess sem tilheyrandi vinnuljós gæfu greinilega til kynna að vegavinna stæði yfir. -kgk Aflatölur fyrir Vesturland 5.-11. september Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu Akranes: 5 bátar. Heildarlöndun: 31.017 kg. Mestur afli: Ebbi AK-37: 20.891 kg í þremur löndunum. Arnarstapi: 5 bátar. Heildarlöndun: 5.948 kg. Mestur afli: Bárður SH-811: 2.973 kg í þremur róðrum. Grundarfjörður: 10 bátar. Heildarlöndun: 447.736 kg. Mestur afli: Akurey AK-10: 91.902 kg í einni löndun. Ólafsvík: 12 bátar. Heildarlöndun: 154.520 kg. Mestur afli: Gunnar Bjarna- son SH-122: 28.477 kg í fjórum róðrum. Rif: 7 bátar. Heildarlöndun: 113.378 kg. Mestur afli: Magnús SH-205: 38.469 kg í fjórum löndunum. Stykkishólmur: 2 bátar. Heildarlöndun: 8.520 kg. Mestur afli: Sjöfn SH-707: 6.460 kg í fimm róðrum. Topp fimm landanir á tímabilinu: 1. Akurey AK-10 - GRU: 91.902 kg. 6. september. 2. Farsæll SH-30 - GRU: 78.444 kg. 8. september. 3. Sigurborg SH-12 - GRU: 64.502 kg. 7. september. 4. Hringur SH-153 - GRU: 64.236 kg. 9. september. 5. Runólfur SH-135 - GRU: 62.699 kg. 7. september. -kgk Hvalfjarðarsveit hefur hlotið heim- ild Jafnréttisstofu til nota jafn- launamerkið. Er það staðfesting á því að innan stofnana sveitarfélags- ins séu laun starfsfólks sem vinnur sömu störf eða jafn verðmæt störf sambærileg alveg óháð kyni. „Mik- ilvægum áfanga er náð og þakk- ar sveitarstjórn öllum þeim sem að vinnunni komu og óskar starfsfólki sveitarfélagsins til hamingju með niðurstöðuna,“ segir í fundagerð sveitarstjórnar. arg Síðastliðinn fimmtudag var skrifað undir verksamning milli Vegagerð- arinnar og Ístaks hf. um lagningu fyrsta áfanga í breikkun Hringvegar um Kjalarnes, milli Kollafjarðar og Hvalfjarðar. Í þessum fyrsta áfanga verksins verður 4,1 km vegarins breikkaður frá Varmhólum að Vallá. Núverandi vegur verður 2+1 vegur með aðskildum akbrautum. Í verk- inu felst gerð hringtorgs við Móa, tvenn undirgöng úr stálplötum við Varmhóla og Saltvík, áningarstaður, hliðarvegir og stígar. Fergja á veg- stæði og framtíðarstæði stíga með- fram hliðarvegum. Verkið er samstarfsverkefni Vega- gerðarinnar, Reykjavíkurborgar, Veitna og Gagnaveitu Reykjavíkur. Verkinu tilheyra ræsi, regnvatns- lagnir, veglýsing, lagnir fyrir upp- lýsingakerfi Vegagerðarinnar og breytingar á lögnum veitufyrirtækja. Áætluð verklok eru 2023. mm Lögmennirnir Sverrir Sigurjóns- son og Sigurður Jónsson hafa tek- ið yfir rekstur lögmannsstofu Inga Tryggvasonar, LIT, í Borgarnesi. Munu þeir reka þar lögmanns- stofu undir merkinu Land lög- menn. Tóku þeir yfir húsnæði Inga að Borgarbraut 61 í Borgarnesi og mun því skrifstofa þeirra verða á sama stað og skrifstofa Inga var áður. Jafnframt munu þeir sjá um rekstur fasteignasölu á sama stað undir merkjum Domusnova fast- eignasölu. Sverrir og Sigurður reka einn- ig lögmannsstofu og fasteignasölu á Selfossi undir sömu merkjum. „Sverrir og Sigurður bjóða gamla viðskiptavini Inga sem og nýja hjartanlega velkomna,“ segir í til- kynningu frá þeim félögum. mm Maður slasaðist alvarlega í mótor- hjólaslysi á Útnesvegi við Saxhól síðastliðinn sunnudag. Talið er að hjólið hafi lent í lausamöl í vegkanti með þeim afleiðingum að ökumað- urinn féll af hjólinu og endaði utan vegar. Maðurinn var með fullri meðvit- und eftir slysið og þegar hann fékk aðhlynningu á vettvangi, en tal- ið er að hann hafi hlotið innvort- is áverka, að sögn Lögreglunnar á Vesturlandi. Var kallað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar, sem sótti manninn á slysstað og flutti á Landspítalann í Fossvogi. Sjónarvottar urðu að slysinu og telja þeir manninn ekki hafa ver- ið á mikilli ferð þegar slysið varð. Hann reyndist hins vegar ekki hafa réttindi til að aka bifhjóli, að sögn lögreglu. Málið er til rannsóknar. kgk Svipmynd frá vettvangi. Ljósm. af. Slasaðist alvarlega í bifhjólaslysi Land lögmenn opna lögmannsstofu í Borgarnesi Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks, og Óskar Örn Jónsson forstöðumaður framkvæmdadeildar Vegagerðarinnar skrifuðu undir samninginn. Ístak breikkar fyrsta áfanga Vesturlandsvegar á Kjalarnesi Hvalfjarðarsveit fær jafnlaunavottun

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.