Skessuhorn


Skessuhorn - 16.08.2020, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 16.08.2020, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 16. SEpTEMBER 2020 15 SK ES SU H O R N 2 02 0 Bæjarstjórnarfundur 1318. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 22. september kl. 17:00. Hægt er að fylgjast með beinni útsendingum á facebooksíðu Akraneskaupstaðar og einnig hlusta á FM 95,0. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Framsókn og frjálsir á Garðavöllum, • mánudaginn 21. september kl. 20:00. Samfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18, • laugardaginn 19. september kl. 10:30. Sjálfstæðisflokkurinn á Garðavöllum, • laugardaginn 19. september kl. 10:30. SK ES SU H O R N 2 02 0 Laust starf á bæjarskrifstofu við umsjón eldhúss og létt þrif Bæjarskrifstofa Akraneskaupstaðar auglýsir lausa 50% stöðu við umsjón í eldhúsi við létta matreiðslu og þrif. Um er að ræða 50% framtíðarstarf og gert er ráð fyrir tilteknum sveigjanleika í vinnutíma eftir verkefnum. Staðan er laus nú þegar. Helstu verkefni: Umsjón með eldhúsi, m.a. lítilsháttar matseld ásamt • aðstoð við veitingar á fundum. Umsjón með innkaupum fyrir eldhús og ræstingu.• Skipuleggja matseðil og halda utan um pantanir.• Er tengiliður við ræstingu.• Nánari upplýsingar um hæfniskröfur og umsóknareyðublað má finna á heimasíðu Akranesakaupstaðar, www.akranes.is/lausstorf. Umsóknarfrestur er til og með 1. október 2020. Nýlega kom fram í viðtali við Gunnar Guðlaugsson, forstjóra Norðuráls, í Markaðnum í Frétta- blaðinu, að fyrirtækið væri reiðu- búið í um 14 milljarða fjárfestingu í nýjum steypuskála álversins á Grundartanga, með það fyrir aug- um að auka virði framleiðslunnar. Forsendu þess sagði Gunnar jafn- framt í sömu frétt að nýir samning- ar náist við Landsvirkjun um raf- orkukaup til allt að 20 ára, á sam- bærilegum kjörum og meðalverð til stóriðjunnar var á síðasta ári. Samkvæmt ársskýrslu Landsvirkj- unar var meðalverð til stóriðjunn- ar um 23 dalir á megavattsstund á síðasta ári. Núverandi raforku- samningur álversins, sem tengd- ur er raforkuverði á Nordpool - markaðnum, rennur út árið 2021. Telur Gunnar að hægt yrði að fara hratt af stað með verkefnið, jafnvel á næstu vikum. Það myndi hins vegar taka tvö til þrjú ár, en skapa á bilinu 80 til 90 störf á bygg- ingartímanum og um 40 varanleg störf í álverinu á Grundartanga. Landsvirkjun segir verðið of lágt Fréttablaðið greindi frá því daginn eftir að viðtalið við Gunnar birt- ist, að Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, teldi raforkuverð- ið sem Gunnar vildi semja um vera of lágt. Sagði Hörður verðið und- ir kostnaðarverði, hvort heldur á Íslandi eða erlendis. En jafnframt lýsti hann Landsvirkjun reiðubúna til viðræðna við Norðurál hvenær sem er og vonaði að hugmynd- ir forstjóra Norðuráls um fjárfest- ingu í virðisaukandi álframleiðslu gengju eftir. Skagamenn skora á ríkisstjórnina Á fundi sínum þriðjudaginn 8. september síðastliðinn samþykkti bæjarstjórn Akraness áskorun til ríkisstjórnarinnar vegna málsins. Þar er rakinn vilji Norðuráls til 14 milljarða fjárfestingar á Grundar- tanga til frekari fullvinnslu afurða sinna og aukinnar verðmætasköp- unar, gegn áðurnefndum forsend- um. „Bæjarstjórn Akraness skor- ar á ríkisstjórn Íslands að nýta þetta einstaka tækifæri til þess að fylgja eftir yfirlýsingum sín- um um kröftuga viðspyrnu í efna- hagslífinu og vilja sínum til að ýta undir fjárfestingar fyrirtækja þeg- ar þær bjóðast með því að lýsa yfir stuðningi við uppbyggingaráform Norðuráls,“ segir í áskorun bæj- arstjórnar. kgk Sveitarstjórn Dalabyggðar lýsir yfir miklum vonbrigðum vegna afstöðu Samkaupa til mótmæla og áskor- unar sem 320 íbúar sveitarfélags- ins lögðu nafn sitt við. Eins og greint hefur verið frá í Skessuhorni söfnuðu Dalamenn undirskriftum þar sem þeir mótmæltu breytingu Kjörbúðar yfir í Krambúð, þeim verðhækkunum sem breytingunni fylgdu og kröfðust þess að Kjörbúð yrði opnuð að nýju í sveitarfélaginu. Samkaup höfnuðu sem kunnugt er þessum kröfum Dalamanna, eins og sagt var frá í blaðinu í síðustu viku. Var því borið við að rekstur versl- unar í Búðardal hefði verið erfið- ur undanfarin ár og afkoman óvið- unandi. Ekki væri hægt að una við stöðugan og vaxandi taprekstur og af þeim sökum gætu Samkaup ekki orðið við kröfum Dalamanna. Samkaup birti bókhaldið Sveitarstjórn Dalabyggðar fullyrð- ir í fundargerðinni að afkoma Sam- kaupa hafi verið jákvæð undanfar- in ár. Því skori sveitarstjórn á Sam- kaup að birta bókhaldið og sýna þar með fram á þann stöðuga og vax- andi taprekstur sem borið sé við vegna reksturs verslunarinnar í Búðardal. Sömuleiðis óskar sveitar- stjórn eftir skýringum á þeim sjálf- bæra rekstri sem Samkaup kveð- ast gera kröfu um. Fyrirtækið hafi sagst leggja áherslu á samfélagslega ábyrgð í sinni starfsemi, en á sama tíma hafi verðkönnun verðlagseft- irlits ASÍ á matvöru í sumar sýnt að Krambúðin hafi oftast verið með hæsta vöruverðið. „Því er spurning í hverju hin samfélagslega ábyrgð Samkaupa felist,“ segir í fundar- gerð sveitarstjórnar frá því síðast- liðinn fimmtudag. „Í samkeppni v ið eigin verslun“ Samkaup ákváðu í síðustu viku að bjóða viðskiptavinum sínum á nokkrum stöðum á landinu, m.a. í Dölum, að fá vörur sendar úr net- verslun Nettó í samstarfi við versl- anir Krambúðarinnar á þessum sömu stöðum. Þá ákvörðun segir sveitarstjórn Dalabyggðar undar- lega. „Með því eru Samkaup kom- in í samkeppni við eigin verslun,“ segir í fundargerð, en Samkaup reka bæði Nettó og Krambúðina. „Sveitarstjórn óskar eftir svörum um hvernig þessi útfærsla sé raun- verulega ódýrari þegar á hólminn er komið, heldur en að bjóða íbú- um Dalabyggðar upp á sama vöru- verð í Krambúðinni í Búðardal og gengur og gerist í matvöruverslun- um á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í fundargerðinni. Hagsmunamál íbúa Sveitarstjórn segir verslun í heima- byggð vera hagsmunamál íbúa og hyggst leggja til við Byggðastofn- un að gerð verði úttekt á verslunar- rekstri á landsbyggðinni. Þar verði meðal annars kannað hvort fá- keppni sé til staðar, sem valdi því að fólk á landsbyggðinni greiði hærra vöruverð en íbúar höfuðborgar- svæðisins. kgk Boðar 14 milljarða fjárfestingu fáist nýir raforkusamningar Við álver Norðuráls á Grundartanga. Ljósm. úr safni/ kgk. Vonbrigði með afstöðu Samkaupa Úr verslun Krambúðarinnar í Búðardal. Ljósm. úr safni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.