Skessuhorn


Skessuhorn - 30.08.2020, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 30.08.2020, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 40. tbl. 23. árg. 30. september 2020 - kr. 950 í lausasölu Fæst m.a. í Apóteki Vesturlands Með því að bóka tíma losnar þú við biðina í útibúinu, hvort sem erindið snýst um ráðgjöf eða aðra þjónustu. Þú byrjar á að fara á arionbanki.is/bokafund og panta símtal. Við hringjum svo í þig og �innum tíma sem hentar. Markmiðið er alltaf að bankaþjónustan sé eins þægileg og hægt er. arionbanki.is Bókaðu þægilegri bankaþjónustu Fyrr í sumar var Antoni Krist- jánssyni starfsmanni Krónunnar á Akranesi sagt upp störfum og hef- ur að undanförnu unnið uppsagn- arfrest sinn. Anton hefur starfað í Krónunni frá opnun verslunarinn- ar og sýnt mikla iðjusemi, jákvæðni og þjónustulund. Vakin var athygli á uppsögn hans á facebooksíðunni Ég er íbúi á Akranesi og voru fjöl- margir sem í kjölfarið lýstu einörð- um stuðningi við að horfið yrði frá uppsögn hans. Létu sumir jafnvel í veðri vaka að þeir myndu færa við- skipti sín annað myndi uppsögn- in ekki verða dregin til baka. Létu þess einnig getið að skilaboð yrðu send hlutaðeigandi forsvarmönn- um Krónunnar. Viðbrögð komu þaðan skömmu síðar. Anna Bjarna- dóttir, móðir Antons tilkynnti fyrir hans hönd, að Anton myndi starfa þar áfram og sem fyrr taka vel á móti viðskiptavinum Krónunnar á Akranesi. Sagði hún Anton hrærð- an yfir þeim jákvæðu viðtökum sem hann fékk. Síðastliðinn mánudag var Anton við afgreiðslu í Krónunni. Hann tjáði blaðamanni Skessuhorns að hann væri afar þakklátur og hrærð- ur yfir þeim jákvæðu straumum sem hann hefði fundið frá fólki. „Það er svo margt frábært fólk hérna á Akranesi. Ég er afskaplega þakk- látur fyrir stuðninginn og hlakka til að vinna áfram í Krónunni,“ sagði Anton Kristjánsson. mm Anton Kristjánsson starfsmaður í Krónunni á Akranesi. „Ég hlakka til að vinna áfram í Krónunni“ Akraneskirkju- garður stækkaður Séra Þráinn stýrði athöfninni þegar formlega var vígð stækkun Akraneskirkjugarðs. Síðdegis á miðvikudag í liðinni viku var við hátíðlega athöfn vígð stækkun Akraneskirkjugarðs við Garða. Fyrsta gröf í nýja garðinum var svo tekin morguninn eftir. Síð- asta stækkun garðsins er frá árinu 2000 og langt komin að fyllast, sem og önnur eldri grafarstæði. Sök- um þess að grunnt er á klapparholt undir nýja grafarstæðinu í norðan- verðum garðinum var það hækkað með því að aka í hann jarðvegi, en síðan þökulagt milli göngustíga og snyrtilega gengið frá svæðinu. Það verk var unnið af BÓB vinnuvél- um í samráði við Jón Guðmunds- son garðyrkjumann sem sinnir um- hirðu Akraneskirkjugarðs. Séra Þráinn Haraldsson sóknar- prestur stýrði athöfninni en séra Jónína Ólafsdóttir, Anna Kristjáns- dóttir og Indriði Valdimarsson lásu ritningartexta. Þráinn sagði það há- tíðlega stund þegar nýr hluti kirkju- garðs er vígður, enda kirkjugarður- inn helgur reitur sem skiptir bæj- arbúa miklu máli, þar eru ástvinir kvaddir og fólk á sínar helgu stund- ir. „Kirkjugarður á að vera staður vonar þar sem við erum minnt á þá von sem við eigum í upprisu Jesú Krists frá dauðum,“ sagði hann. Kvöldsólin var að hníga til viðar þegar athöfnin fór fram og skugg- ar langir á jafndægri að hausti. Eftir athöfn slógu klukkurnar í turninum í garðinum. mm Tilboð gildir út október 2020 Family special 4.495 kr. Vökudagar á Akranesi 29. október - 8. nóvember Upplýsingar um dagskrána á www.skagalif.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.