Skessuhorn


Skessuhorn - 30.08.2020, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 30.08.2020, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 30. SEptEMBER 202022 „Við erum bara spenntir fyrir vetr- inum,“ segir Jón Þór Þórðarson, formaður Körfuknattleiksfélags ÍA, í samtali við Skessuhorn. „Við erum í fyrsta lagi ánægðir að geta verið að spila og munum halda áfram í því sem við erum búnir að gera, að byggja upp allt starf körfu- knattleiksfélagsins,“ segir formað- urinn. Skagamenn leika fyrsta leik vetrarins á sunnudaginn, 4. októ- ber, þegar þeir mæta Val B á Akra- nesi. Þeir leika í 2. deildinni eins og síðasta vetur, en það er ekki síður yngri flokka starfið sem hefur verið lögð rík áhersla á hjá ÍA undanfarin ár, með það einmitt fyrir augum að festa körfuna í sessi að nýju og geta byggt upp meistaraflokk til fram- tíðar. „Fókusinn hefur legið í upp- byggingarstarfinu undanfarin ár og það er farið að skila sér upp í meist- araflokk. Við erum með unga stráka sem verða árinu eldri og geta allt- af lagt meira og meira af mörkum,“ segir Jón Þór. „Þetta lítur alltaf bet- ur og betur út,“ bætir hann við. Vilja taka upp þráðinn Chaz Franklin er kominn aftur á Skagann, en hann var spilandi þjálf- ari ÍA síðastliðinn vetur við góðan orðstír. Will thompson, sem lék með liðinu undir lok síðasta tíma- bils, áður en keppni var hætt vegna Covid-19, verður einnig með lið- inu í vetur. „Við viljum taka upp þráðinn þaðan sem frá var horf- ið og rennum af stað með svo til sama lið og við enduðum með síð- asta vetur, nema hvað að yngri leik- menn fá vonandi bara enn meira vægi núna,“ segir Jón Þór, sem á von á því að 2. deildin verði sterk í vetur. „Þarna er mikið af B lið- um úrvaldeildarliðanna, sem eru oft sterk lið, í bland við önnur öfl- ug lið. Þetta er nokkuð erfið deild en ég held að hún henti okkur mjög vel,“ segir hann. Skagamenn spiluðu hratt og skoruðu mikið í 2. deildinni síðasta vetur. Þeir fengu hins vegar á sig mörg stig líka og þegar mótið var blásið af höfðu þeir sigrað sex leiki og sátu í 10. sæti deildarinnar. Jón Þór segir að búast megi við því að ÍA-liðið spili hraðan og skemmti- legan bolta í vetur líka. „Við erum svona að fikra okkur áfram í að móta okkar leikstíl, eitthvað sem einkennir félagið. Þetta er kannski bara partur af því. Þetta er skem- megilegur leikstíll og ef við getum haft hlutina bæði skemmtilega og árangursríka þá erum við komnir með góða blöndu,“ segir hann. Byggja upp til framtíðar Þar sem ÍA er í uppbyggingarstarfi segir Jón Þór að liðið hafi ekki markmið um að ná ákveðnum ár- angri í deildinni. Þeirra markmið snúi frekar að vexti leikmanna liðs- ins. „Við gætum örugglega farið upp um deild strax í dag, með því að senda póst á KKÍ og segjast vilja taka sæti Snæfells í 1. deildinni,“ segir Jón en bætir því við að sá póstur verði ekki sendur. „Við vilj- um fara upp á okkar forsendum og gera það þegar við erum tilbúnir til þess. Ég held að það sé rétta leið- in og þá getum við líka haldið lið- inu uppi þegar þar að kemur,“ seg- ir hann og bætir því við að þar spili yngri flokka starfið lykilhlutverk. „Núna erum við með yngri flokka frá 1. og upp í 10. bekk, sem er eitt- hvað sem við höfum ekki náð að gera lengi. Það er þolinmæðisverk að byggja upp starfið til framtíðar, en ég myndi segja að karfan á Akra- nesi sé í jöfnum og góðum vexti þessi misserin,“ bætir hann við. Vilja fleiri stelpur í körfuna Ótengt karlaboltanum segir Jón Þór að kominn sé vísir að kvenna- starfi innan körfuknattleiksfélags ÍA á nýjan leik. Það segir hann mjög ánægjulegt. „Okkur langar virki- lega að geta haldið út öflugu starfi í kvennaflokki,“ segir hann. „Núna erum við komin með allavega tvo hópa í minnibolta, stelpur ellefu ára og yngri og viljum gjarnan fá fleiri,“ segir hann og bætir því við að að- stanendur körfuknattleiksfélagsins hafi reynt eftir fremsta megni að raða æfingum þannig að stelpurn- ar geti æft körfu með öðrum íþrótt- um. „Vonandi náum við með tíð og tíma að gera það sama stelpu megin og okkur hefur tekist að gera núna hjá strákunum og við getum kom- ið á fót meistaraflokki kvenna eftir einhver ár,“ segir Jón Þór að end- ingu. kgk/ Ljósm. úr safni/ jho. Skallagrímur hefur leik í 1. deild karla í körfuknattleik á föstudags- kvöld, 2. október, þegar liðið mætir Fjölni á útivelli. Ungt og efnilegt lið Borgnesinga spilaði prýðilega síð- asta vetur. Ef til vill var reynslusleysi helsti galli liðsins, sem átti oft erf- itt með að sækja sigur í leikjum sem voru jafnir fram á lokamínúturnar. Þegar keppni var hætt vegna kór- ónuveirunnar í mars síðastliðnum höfðu Borgnesingar aðeins krækt í þrjá sigra og sátu í 7. sæti deildar- innar. Atli Aðalsteinsson er að hefja sitt fyrsta heila tímabil sem þjálf- ari liðsins og Hafþór Ingi Gunn- arsson verður honum til aðstoðar. „Ég er nokkuð bjartsýnn,“ sagði Atli á föstudagsmorgun þegar Skessu- horn spurði hvernig komandi tíma- bil legðist í hann. „Við spiluðum fyrsta æfingaleikinn í gær, með nán- ast fullt lið og við lítum ágætlega út. Einn erlendi leikmaðurinn kom seint til liðs við okkur og liðið er ný- lega byrjað að æfa saman. Þannig að við erum ekkert komnir neitt mjög langt en við erum bara sáttir við hvar við stöndum á þessum tíma- punkti. Strákarnir eru búnir að vera duglegir í sumar og það hjálpar klár- lega til,“ segir hann. Í toppmálum með hópinn Leikmannahópurinn er í meginat- riðum sá sami og lék með Skalla- grími síðastliðinn vetur, að sögn Atla. Samningar hafa verið endurnýjaðir við kjarna heimamanna, bæði unga og efnilega leikmenn og aðra sem hafa spilað fasta rullu í liðinu undan- farin ár. Nýr Kani leikur með liðinu í vetur, fram- og miðherjinn Mus- tapha traore en líklega eru stærstu tíðindin af leikmannamálum þau að reynsluboltinn Nebosja Kneze- vic samdi við Borgnesinga síðastlið- ið vor. Nebo hefur leikið með Vestra undanfarin sex ár við góðan orðstír og verið einn allra besti leikmaður 1. deildarinnar. „Það var mjög gott að fá hann,“ segir Atli. „Við töp- uðum rosa mörgum leikjum í fyrra með innan við fimm stiga mun. Þá hefði verið gott að hafa mann eins og Nebo, sem hefur gert þetta allt áður, þekkir 1. deildina vel og pass- ar mjög vel inn í liðið okkar,“ seg- ir Atli. Þá var einnig samið við tvo unga og efnilega leikmenn sem áður höfðu verið á mála hjá KR, án þess þó að hafa fengið mikil tækifæri með ógnarsterku liði Vesturbæinga und- anfarin ár. Það eru þeir Ólafur Þorri Sigurjónsson og Benedikt Lárus- son. Atli segir þá mjög góða viðbót við hópinn. „Þeir hafa verið í kring- um meistaraflokk KR síðustu fimm ár. Þetta eru strákar sem hafa þurft að berjast fyrir öllu. Þeir gefa okkur aukinn kraft á æfingum og svona,“ segir þjálfarinn og bætir því við að það sé mikilvægt að fá inn ný and- lit endrum og sinnum. „Við erum búnir að vera mikið sömu strákarnir hjá Skallagrími. Þetta er sami kjarni og ég spilaði með áður en ég varð þjálfari. Hættan við það að hafa allt- af nákvæmlega sama kjarnann er að menn festist í þægindarammanum með tímanum og ýti ekki nóg hver á annan,“ segir Atli. „Þannig að við erum í toppmálum með hópinn,“ segir þjálfarinn. Liðið geti farið upp og haldið sér þar Allt saman segir þjálfarinn miða að því að byggja upp öflugan kjarna heimamanna, sem geti farið upp í úrvalsdeild á næstu árum og hald- ið sér uppi. „Ég samdi til þriggja ára og hvort sem það verður núna í vetur, næsta vetur eða þarnæsta þá mun það gerast, við förum upp þegar við verðum tilbúnir að fara upp. En ég fer með þetta lið í úr- valsdeild, það eru alveg hreinar lín- ur,“ segir Atli. „Við erum með fullt af ungum strákum og ef við höldum því starfi áfram þá fer liðið upp þeg- ar við erum tilbúnir. Þá verður það gert án þess að þurfa að kaupa heilt lið til að komast þangað og þá þurf- um við heldur ekki að kaupa fjóra leikmenn bara til að halda okkur uppi þegar þangað er komið,“ seg- ir hann. „Við erum núna að byggja upp kjarna og leggja grunn að því að geta haldið liðinu uppi þegar þar að kemur. Annað er ekki sjálfbært,“ segir þjálfarinn. „Það hafa verið að koma öflugir strákar upp í meistara- flokk síðustu ár. Aldursdreifingin í liðinu er nokkuð jöfn og það eru efnilegir leikmenn í yngri flokkun- um sem munu koma upp næstu ár. Það er komin meiri framtíðarhugs- un í þetta hjá okkur, sem er mjög já- kvætt,“ segir Atli Aðalsteinsson að endingu. kgk/ Ljósm. Skallagrímur. Svipmynd úr leik í Borgarnesi síðastliðinn vetur. Kristján Örn Ómarsson sækir að körfunni. „Ég fer með þetta lið í úrvalsdeild“ - segir Atli Aðalsteinsson, þjálfari Skallagríms Atli Aðalsteinsson fer yfir málin með sínum mönnum í leikhléi. „Karfan á Akranesi í jöfnum og góðum vexti“ - segir formaður Körfuknattleiksfélags ÍA Chaz Franklin snýr aftur sem spilandi þjálfari liðs Skagamanna. Jón Þór Þórðarson er formaður Körfuknattleiksfélags ÍA.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.