Skessuhorn - 30.08.2020, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 30. SEptEMBER 202016
Sól Jónsdóttir heimasæta á bænum
Bergi, rétt utan við Grundarfjörð,
hefur alist upp stóran hluta ævi
sinnar í nánu samneyti við kindina
tótu. Sól er fædd árið 2009 og
fyrstu mánuði ævi sinnar svaf hún
í barnavagni inni í fjárhúsunum á
meðan foreldrarnir sinntu bústörf-
unum. „Stundum þegar hún vakn-
aði var hún að hjala við rollurn-
ar þegar við komum,“ segir móð-
ir Sólar í samtali við Skessuhorn.
Sól var svo þriggja ára þegar að
heimalningurinn tóta varð hluti af
hennar lífi.
Horfðu saman á
teiknimyndirnar
Lambið varð viðskila við móður
sína á sínu fyrsta ári vorið 2012.
Sól gaf henni nafnið tóta og urðu
þær bestu vinkonur upp frá því.
Anna Dóra Markúsdóttir, móðir
Sólar, segir að þær hafi verið mik-
ið saman fyrsta árið. „Lambið elti
hana út um allt og var nánast alltaf
við útidyrahurðina hjá okkur þeg-
ar Sól var inni. Ég hafði ekki und-
an að hreinsa lambaskít frá útidyra-
hurðinni,“ rifjar Anna Dóra upp og
brosir. „tóta fékk meira að segja
að koma með mér upp í stofu að
horfa á teiknimyndir í sófanum,“
segir Sól, en móðir hennar skýtur
því inní að þá hafi hún klárlega ekki
verið heima. Eitt sinn fékk tóta að
fara með í leikskólann í Grundar-
firði og vakti þá mikla lukku á með-
al krakkanna.
Góð í ræktunarstarfið
Núna er tóta orðin fullorðin kind
og hefur getið af sér marga afkom-
endur. „Lömbin hennar tótu fara
aldrei í sláturhúsið,“ segir Sól rogg-
in, en á bænum núna eru fimm ær
undan henni og tveir lambhrútar,
sem þegar hafa verið seldir norður
í Húnavatnssýslu, en tóta er ein-
staklega góð kind og góð til und-
aneldis. „Hún hefur auk þess allt-
af verið afskaplega barngóð og ljúf
og við höfum eiginlega aldrei vit-
að annað eins,“ segir Anna Dóra en
þau hafa oft haft heimalning á bæn-
um en engan þó eins og tótu.
Lifir meðan heilsan
er góð
Sól og tóta voru oft í göngutúrum
saman þegar þær voru yngri. „Við
gengum um og borðuðum hunda-
súrur saman,“ segir Sól. „Hún krafs-
ar alltaf í hliðið þegar hún heyrir í
Sól en það gerir hún aldrei þeg-
ar hún heyrir í einhverum öðrum,
enda veit hún að hún á von á ein-
hverju góðgæti eða að fá að kom-
ast úr stíunni þegar Sól mætir til
að vitja hennar,“ segir Anna Dóra.
„tóta er orðin svolítið gömul núna
og líklega eru hrútarnir sem hún
eignaðist í vor síðustu lömbin sem
hún eignast,“ segir Sól þegar hún
talar um þessa vinkonu sína. Kind-
in mjólkar einstaklega vel og eru
lambhrútarnir undan henni stórir
og stæðilegir, vel yfir meðalþyngd.
„Ég er búin að vera dugleg að gefa
henni fóðurbæti og grasköggla en
það er uppáhaldið hennar,“ segir
Sól og líklega skýrir það hversu vel
hún mjólkar enn þótt orðin sé þetta
gömul. Aðspurð út í afkvæmi tótu
þá þylur Sól upp nöfnin á þeim án
þess að hika, enda hefur hún nefnt
öll lömbin undan tótu sjálf. Frétta-
ritari greip að fyrsta lambið hét Jas-
mín eftir prinsessunni úr Aladdin
teiknimyndunum.
Kindin tóta fær að lifa á með-
an hún er heil heilsu þó að líklega
sé hún hætt að eignast afkvæmi og
ljóst er að hún á góða að á bænum
sem eiga eftir að hugsa vel um hana
í ellinni. tfk Sól er hérna vinstra megin, stolt með Tótu í leikskólanum.
Tóta heimalningur er einn af fjölskyldunni
Einstakt samband heimasætunnar og ærinnar Tótu á Bergi við Grundarfjörð
Hópknús, ekki ósvipað og hjá Stubbunum. Sól heimsækir hér Tótu sína úti í haga
og lambhrútarnir knúsa þær einnig.
Tóta í heimsókn á leikskólanum Sólvöllum haustið 2012.
Sól Jónsdóttir með fallega kind.
Sól heimsækir Tótu úti í haga þar sem hún er með lambhrútunum sínum.
Sól þriggja ára með Tótu árið 2012.