Skessuhorn - 30.08.2020, Blaðsíða 26
MIÐVIKUDAGUR 30. SEptEMBER 202026
Vísnahorn
Einhvern tímann var
sagt að allir væru jafnir en
sumir væru að vísu jafnari
en aðrir. Oft er talað um
að menn hafi jöfn tæki-
færi en flest fæðumst við
nú berrössuð í heiminn og förum lítið klædd
úr honum. Samt er einhvern veginn eins og
þessi blessuð jafnaðarstefna gangi stundum
eitthvað á misvíxl. Á þeim tímum sem niður-
skurðurinn var hvað örastur í landbúnaðinum
orti Stefán Jóhannesson upp ræðustúf sem
hann taldi að einn forystumaður bænda hefði
gleymt að flytja:
„Jafnlaunastefnan hjá okkur hún er flott
og hún á að framkvæmast þannig – skal ég
þér segja.
Við hyglum þeim sem hafa það nokkuð gott
en hinir sem eiga lítið verða að deyja.“
Á fundi heyrði Stefán þrjá frammámenn
landbúnaðarins flytja ræður og lagði eftirfar-
andi dóm á:
Þingeyingar ærið oft
í sér láta heyra.
Það er alltaf í þeim loft
-en ósköp lítið meira.
Það er nú samt þannig að öll erum við svo-
lítið frábrugðin hvert öðru og vafalaust eitt-
hvað misvel framleidd af náttúrunni og skap-
aranum enda svolítið mismikið loft í okkur.
(Hvað skyldi annars vera ráðlagður loftþrýst-
ingur í segjum til dæmis meðal stjórnmála-
manni?) En Þórbjörg Eiríksdóttir frá Ásgeirs-
stöðum lýsti sjálfri sér svo:
Er ég fyrir ást og vín
enda blóðheit kona.
Skyldi drottinn skammast sín?
- Hann skapaði mig svona!
Önnur gæðakona, Anna Eggertsdóttir frá
Steðja, orti um sjálfa sig:
Er ég skoða útganginn
ofbýður mér stórum.
Ég er orðin ástfangin
af áttatíu og fjórum.
Þorsteinn Guðmundsson á Skálpastöðum
sagði hins vegar þegar hann fór að finna til
í skrokknum:
Drottinn skapti mig til manns
úr mold og leir og ryki.
Var það ekki á ábyrgð hans
að ekki smíðin sviki?
Verð nú eiginlega að segja það að mér finnst
hálfleiðinlegt að fara um sveitir þar sem gæti
verið blómleg byggð og horfa á hvert býlið af
öðru annaðhvort alveg í eyði eða aðeins nýtt
til helgaríveru jafnvel fáar helgar á ári. Hjálm-
ar Jónsson frá Bólu fór um hjá rústum af húsi
vinar síns og kvað:
Hér er sætið harmi smurt,
höldar kæti tepptir,
rekkur mætur rýmdi burt,
-rústin grætur eftir.
Og sá góði páll Kolka sagði um eyðikot í
nágrenni Blönduósbæjar:
Hér stóð í fyrndinni Klifakot,
kýrfóðurstúnskiki sunnan við Blöndu.
Umhverfið: Melar og mýri vot.
Menjar þess: Vallgróið tóftarbrot.
Og saga þess: Slóð yfir sandorpna ströndu.
Í því gullfallega kvæði Krókárgerði eftir
Ólínu Jónasdóttur eru þessar vísur:
Orðin smá er þessi þúst
þar á lágum bala
töðustrá við stekkjarrúst
og steinar gráir tala.
Inni í þröngu klettakró
Króká söng í næði,
leiddust öngum er hér bjó
öll þau löngu kvæði.
trúlega yrði eitthvað einkennilegt upp-
litið á sumum unglingunum yrði þeim kippt
snöggvast svona 150 til 200 ár aftur í tímann
og ættu að fara að lifa því lífi og við þær að-
stæður sem þá voru öllum eðlilegar. Hreinlæti
var þá með töluvert öðrum hætti og önnur
viðmið í mörgu. En Kristján Ólason á Húsa-
vík orti um hreinlætið:
Sápuþvotti hættir hold,
hljóðir liggjum saman
undir þriggja álna mold
óhreinir í framan.
Sá merki maður Sigurður frá Brún fór ekki
alltaf mjúkum höndum um eigin skrokk (enda
tók lífið ekki heldur mjúklega á honum) og
lenti í ýmsum harðræðum á ferðalögum sín-
um um landið. Ekki veit ég um hvern hann
orti eftirfarandi en gæti sem best verið um
hann sjálfan eftir einhverjar skrokkskjóður:
Eftir kaldsamt krummaslark
og kjaftasögur ölvunar
er nú komið merarmark
á manngarminn til bölvunar.
Bólu Hjálmar átti einnig við ýmislegt að
stríða í sinni lífsbaráttu og þó maðurinn hafi
vafalaust verið í betra lagi greindur og orð-
hagur töluvert fram yfir það sem algengast
er var hann jafnframt mótaður af sárri fátækt
og beiskju enda skeytin eftir því beitt svo sem
margir muna. Ekki veit ég þó um hvaða sál-
nahirði og söfnuð þetta var kveðið:
Þótt vér eigum þennan prest
sem þjóð til dyggða hvetur,
í hans hjörð er andleg pest
sem enginn læknað getur.
Skarða Gísli var einnig þekktur maður á
sinni tíð. Ágætlega hagmæltur og jafnvel tal-
inn skáld á þeirra tíma mælikvarða en ekki
óhóflega blíðmáll í kveðskap sínum jafnað-
arlega. Einhverjum gæðamanni lýsti hann á
þennan veg:
Því er athöfn þessa manns
í þjónkun satans barna
svo eldsmatur andskotans
ekki glatist þarna.
En fjarri var þó að hann ætti ekki til aðra
tóna. Venjan er bara sú að ljótu vísurnar
geymast betur og segir það kannske meira um
hugarfar þjóðarinnar en endilega höfundar-
ins. Allavega mun þessi eftir hann:
Þegar ég smáu fræi í fold
fer að sá og hlúa,
hugsa ég þá um þetta hold
er þar skal dáið búa.
Haustið er nú að nálgast okkur óðfluga og
höfum við vissulega fengið smjörþefinn af því
undanfarið og rétt að rifja upp haustvísu Jóns
Ingvars:
Haustið rænir okkur yl,
öllu fúst að granda.
Úti maður berst í byl,
bleytu og skúrafjanda.
Sumarið er svifið til
sólar- fokking landa.
Og kannske rétt að enda þetta á umfjöllun
Einars Baldvins pálssonar um það sem er að-
almálið núna:
-rónaveiran kræf er kó-
-kar sig víða um heiminn spó-
-tel á fór á Tene hó-
-ti það andskotinn er ljó-
Með þökk fyrir lesturinn,
Dagbjartur Dagbjartsson
Hrísum, 320 Reykholt
S 435 1189 og 849 2715
dd@simnet.is
„Skyldi drottinn skammast sín? - Hann skapaði mig svona!“
Síðastliðið laugardagskvöld fór ár-
leg Söngkeppni framhaldsskól-
anna fram. Keppnin var án áhorf-
enda en sýnd í beinni útsendingu í
Ríkissjónvarpinu. Upphaflega átti
keppnin að fara fram í vor en var
slegið á frest til haustsins vegna
Covid-19. Flutt voru 23 atriði frá
skólum landsins. Sigurvegarar urðu
nemendur Menntaskólans á trölla-
skaga. Þeir fluttu lagið I’m Gonna
Find Another You, eftir John Ma-
yer. Í öðru sæti varð framlag Fram-
haldsskólans í Austur-Skaftafells-
sýslu og í þriðja sæti Menntaskól-
inn í Reykjavík.
Vestlensku skólarnir þrír sendu
allir sína keppendur sem voru sér
og sínum skóla til sóma. Frá Fjöl-
brautaskóla Vesturlands á Akranesi
keppti Björgvin Þór Þórarinsson
sem flutti lagið Bright Lights Big-
ger City, Bjarni Freyr Gunnarsson
frá Menntaskóla Borgarfjarðar söng
lagið Valerie og frá Fjölbrautaskóla
Snæfellinga söng Jakob Þorsteins-
son lagið I am Above.
mm
„Samfylkingin í Norðvesturkjör-
dæmi telur algjört forgangsatriði
að tryggja samfélagslegan arð af
auðlindum þjóðarinnar þar sem
fullt gjald komi fyrir afnotin,“ seg-
ir í ályktun frá aðalfundi kjördæm-
isráðs Samfylkingarinnar í Norð-
vesturkjördæmi sem haldinn var
í Borgarnesi 13. september sl.
„Heppilegasta leiðin til að ákvarða
gjald fyrir ótímabundin sérleyfi til
nýtingar á takmarkaðri auðlind er
að nýta markaðslögmálin og hverfa
hið fyrsta frá núverandi kerfi í við-
ráðanlegum skrefum og útfæra
nýtt kerfi með því að setja regl-
ur sem taka tillit til byggðasjónar-
miða, koma í veg fyrir samþjöppun
og virða sérstöðu minni útgerða.
Lögð er áhersla á áframhaldandi
uppbyggingu laxeldis á Vestfjörð-
um og stjórnvöld eru hvött til þess
að stuðla að skynsamlegri nýtingu
á lífríkinu í fjörðunum þar sem það
stuðlar að auknum atvinnumögu-
leikum á svæðinu.“
Þá leggur Samfylkingin í Norð-
vesturkjördæmi þunga áherslu á
tafarlausar umbætur í samgöngu-
málum. „Kjördæmið hefur set-
ið eftir árum saman að þessu leyti
og umferðaþungir vegakaflar eru
orðnir lífshættulegir eins og dæm-
in sanna. Hefja þarf framkvæmdir
eins og við endurgerð vegarkaflans
um Kjalarnes að Borgarfjarðarbrú.
Vatnsnesveg, Skagastrandarveg,
Dynjandisheiði og í Arnarfirði. Þá
er fyllilega tímabært að jarðgang-
aframkvæmdir undir Mikladal og
Hálfdán og við Súðavík verði strax
settar í nýja jarðgangaáætlun.“
Þá segir í ályktun frá fundinum
að stuðla þurfi að sjálfbæru land-
búnaðarkerfi sem eykur hagkvæmni
í framleiðslu landbúnaðarafurða og
tryggi þannig aukna verðmæta-
sköpun. „til þess þarf að minnka
miðstýringu tengda framleiðslu-
kvótum og niðurgreiðslum fram-
leiðenda. Þess í stað þarf að gera
bændum kleift að sækja fram og
gera hverjum og einum fært að ein-
beita sér að enn grænni búskap sem
með hæfni þeirra og kostum jarð-
næðis á hverjum stað skapar þeim
best kjör.“
Loks segir að krafan um lýðræð-
isumbætur og auðlindir í þjóðar-
eigu með nýrri stjórnarskrá sé enn
í fullu gildi. „Virða skal lýðræðis-
legar niðurstöður þjóðaratkvæða-
greiðslu um stjórnarskrá sem var
gerð fyrir fólkið í landinu af hópi
fólks sem var ekki bundinn af eig-
in hagsmunum,“ segir í ályktun frá
aðalfundinum. mm
Sigurvegarar í keppninni voru nemendur frá Menntaskólanum á Tröllaskaga.
Menntaskólinn á
Tröllaskaga sigurvegari
Söngkeppni framhalds-
skólanna
Ályktanir frá Samfylkingunni
í Norðvesturkjördæmi