Skessuhorn


Skessuhorn - 30.08.2020, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 30.08.2020, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 30. SEptEMBER 2020 19 Bjarni Guðmundsson á Hvann- eyri hefur sent frá sér bókina Yrkja vildi eg jörð. Í henni rekur Bjarni sögu jarðræktar á Íslandi, allt frá söguöld til loka síðustu aldar. „tit- ill bókarinnar kemur úr ljóðinu Söngur sáðmannsins eftir Mýra- manninn og búnaðarfrömuðinn Bjarna Ásgeirsson: „Ef eg mætt yrkja, yrkja vildi eg jörð. Sveit er sáðmanns kirkja, sán- ing bænagjörð. Vorsins söngvaseiður sálma- lögin hans, Blómgar akurbreiður blessun skaparans.“ Þessi texti er mörgum kunnugur sem fæddir eru fyrir eða um miðja síðustu öld og passar vel við efni bókarinnar sem er um það hvernig menn ræktuðu engjar, tún og akra í áranna rás,“ segir Bjarni í samtali við Skessuhorn. Fylgdist með vélavæðingunni Bjarni ólst upp í sveit þar sem hann var þeirrar gæfu aðnjótandi að fylgjast með breytingunum sem áttu sér stað í búskaparháttum Ís- lendinga á síðustu öld. „Þegar ég fæðist er ein heyskaparvél til á bæn- um. Það var rakstrarvél sem dreg- in var af hesti. Þegar ég svo man aðeins meira eftir mér kom fyrsta dráttarvélin sem þýddi að faðir minn og móðurbróðir, sem voru bændurnir heima á þeim tíma, þurftu ekki lengur að ganga fram um allan dal til að snapa slægjur eða land til að slá. Þeir gátu far- ið að slá túnin heima með dráttar- vél,“ segir Bjarni. Þegar hann hafði aldur til lá leiðin í Landbúnaðarhá- skólann á Hvanneyri þar sem hann lauk námi í búvísindum. Því næst fór hann í Landbúnaðarháskólann á Ási í Noregi og lauk þar dokt- orsprófi áður en hann kom aftur á Hvanneyri þar sem hann kenndi búvísindi í 40-50 ár og vann við rannsóknir á sviði fóðuröflunar og heyskapar. Korn var ræktað hér áður Aðspurður segir Bjarni störf sín á Hvanneyri í gegnum árin vera grunninn að þeim bókum sem hann hefur skrifað en áður hefur hann skrifað þrjár bækur um drátt- arhesta og dráttarvélar, hvernig þær komu og breyttu sveitum landsins. Þá hefur hann einnig skrifað tvær bækur um íslenska heyskaparhætti, auk sögu Mjólkurskólans á Hvann- eyri og Hvítárvöllum. „Mér þótti rétt að slá botninn undir þau skrif með bók um jarðrækt, hvernig við fáum fóðurjurtirnar til að vaxa og skila okkur uppskeru. En það er draumur og veruleiki ræktunar- mannsins að láta tvö strá vaxa þar sem áður óx bara eitt, að horfa á berangur og moldarflag sem ögr- un, græða það og bæta. Rækt- un jarðar er undanfari alls annars. Við ræktum fóður til að geta alið skepnur til matvælaframleiðslu og við ræktum korn til að búa til brauð og brugga vín. Með rækt- un erum við að binda orku sólar- innar og gera hana nýtilega okkur í matvælum eða hráefnum til mat- argerðar, iðnaðar og fleira. Það er eitthvað svo undursamlegt við að horfa á ávöxt erfiðis síns vaxa og dafna, eins og maður getur gert í allri ræktun,“ segir Bjarni. Mikilvægt að sagan rofni ekki „Því hefur lengi verið haldið fram að Íslendingar hafi ekki rækt- að korn að ráði, að við séum ekki kornyrkjuþjóð eins og aðrar þjóð- ir. Þetta er bara rangt. Við ræktuð- um korn hér áður fyrr, sennilega í töluvert meira mæli en við ger- um okkur grein fyrir,“ segir Bjarni. „Því er alltaf borið við að loftslag hér sé óhentugt korni, sem er al- veg hárrétt, en þegar við skoðum ræktun annarra þjóða eru allir að berjast við loftslag eða erfið nátt- úruskilyrði. Það er eðli ræktun- armannsins að prófa hversu langt hann kemst, hvað virkar og hvað ekki. Þetta vissu kornræktarmenn fyrri alda, þeir kunnu aðferðir til að aðlagast þeim raunveruleika sem ís- lensk veðrátta er. En svo fórum við að geta nálgast korn mun ódýrara að utan og þá datt kornrækt nið- ur á Íslandi,“ segir Bjarni. „Síðustu árin hafa orðið þvílíkar breytingar í ræktun hér á landi og við sjáum fram á enn hraðari þróun í fram- tíðinni. Ég skal viðurkenna að mér þykir það skylda okkar sem eigum rætur aftur í þann tíma sem hlut- irnir gerðust ekki svona hratt að sjá til þess að sagan fylgi, að hún rofni ekki alveg og eftir standi þjóðfélag sem veit ekki hvaðan það kom. Þá nefnilega veit það enn síður hvert það er að fara,“ segir Bjarni og brosir. Hasarleikur með náttúrunni Aðspurður segir hann kunnáttuna um kornrækt hafa hnignað stórlega á Íslandi á síðustu öldum. „Kunnátt- an um kornrækt var orðin lítil þeg- ar menn fóru að reyna fyrir sér aftur í ræktuninni á seinni hluta síðustu aldar. Það hefur náðst góður árang- ur og í dag eru tvö til þrjú hundruð bændur á Íslandi sem kunna korn- rækt og hafa lagað hana aðstæðum. Við verðum að gæta þess að halda utan um þessa kunnáttu og sem bet- ur fer höfum við nú góðar aðferð- ir til þess. Við skrifum bækur, búum til myndbönd og þannig berst kunn- áttan frá einum til annars. Þetta var ekki möguleiki í fortíðinni,“ seg- ir Bjarni og bætir við að Íslending- ar ættu að leggja enn meiri áherslu á að rækta korn. „Ef við skoðum þetta í heimssamhengi, hvað er það sem heiminn vantar? Jú, það vantar að standa vörð um ræktaða jörð og jörð sem hægt er að rækta, það þarf að framleiða nóg af mat fyrir heim- inn og á þann hátt að það samræmist umhverfiskröfum. Þetta er eitthvað sem við getum vel gert hér á Íslandi. Við búum yfir landi með þessa möguleika og við eigum að nota þá þekkingu sem við höfum til að nota landið okkar betur,“ segir Bjarni. „Við megum samt ekki gleyma því hvar við erum stödd á hnettinum og að sveiflur í uppskeru eru óhjá- kvæmilegar, en það er bara alveg eins og hjá nágrannaþjóðum okkar. Þetta er hluti af því að yrkja jörðina, maður er að vinna með náttúrunni og þú færð því ekki alltaf allt sem þú vilt. Það má segja að þetta sé allt- af smá hasarleikur sem maður er að spila með náttúrunni,“ segir Bjarni og hlær. arg Yrkja vildi eg jörð er ný bók eftir Bjarna Guðmundsson „Það er eðli ræktunarmannsins að prófa hversu langt hann kemst“ Í bókinni rekur Bjarni sögu jarðræktar á Íslandi, allt frá söguöld til loka síðustu aldar. „En það er draumur og veruleiki ræktunarmannsins að láta tvö strá vaxa þar sem áður óx bara eitt,“ segir Bjarni Guðmunds- son. Bjarni hefur nú sent frá sér bókina Yrkja vildi eg jörð.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.