Skessuhorn - 30.08.2020, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 30. SEptEMBER 2020 15
Rekstrarfélag orlofsbúða í Munaðarnesi (ROM) óskar eftir að ráða
starfsmann í umsjón með orlofshúsasvæðinu í Munaðarnesi.
Starfið felst m.a. í umsjón með svæðinu og framkvæmdum, viðhaldi eigna
ROM félaga á svæðinu og þjónustu við félagsmenn.
Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt, vera handlaginn og hafa góða
þjónustulund og búa í nágrenni við Munaðarnes.
Æskilegt að starfsmaður hefji störf sem fyrst.
Kjör samkvæmt kjarasamningi og í takt við starfslýsingu.
Áhugasamir sendi umsókn á Gunnar Örn Gunnarsson Sjúkraliðafélagi Íslands
Grensásvegi 16, 108 Reykjavík eða á gunnaro@slfi.is fyrir 20. október 2020.
Umsjónarmaður með orlofshúsasvæði
BSRB félaga í Munaðarnesi/
Rekstrarfélags orlofsbúða í Munaðarnesi (ROM)
EB Flutningar
Sækjum vörur í allar verslanir á höfuðborgarsvæðinu
og komum heim að dyrum sama kvöld á Akranesi.
Einnig er ferð kl. 10 úr Reykjavík.
Tökum einnig að okkur búslóðaflutninga.
Hafið samband í síma 788-8865
Gróðrarstöðin Grenigerði
við Borgarnes
Við eigum mikið af fallegu birki
í limgerði og einnig stök tré.
Ríta og Páll
437-1664 849-4836
Síðastliðinn föstudag gafst fólki
sem hafði verið sjö daga í sóttkví
vegna Covid-19 kostur á að mæta í
sýnatöku á Akranesi. Skimunin fór
fram á sjúkrabílastöðinni við Þjóð-
braut. Þar stóðu vaktina þau Rósa
Marinósdóttr, sviðsstjóri hjúkrun-
ar á heilsugæslusviði Heilbrigð-
isstofnunar Vesturlands, Gísli S.
Björnsson yfirmaður sjúkraflutn-
inga og Fannar Sólbjartsson sjúkra-
flutningamaður. Þar gátu þeir sem
höfðu verið boðaðir í skimun eftir
sjö daga í sóttkví, og fengið strika-
merki sent í símann, gefið sýni milli
klukkan 13:00 og 14:00. Biðröð
hafði myndast fyrir utan áður en
hafist var handa við sýnatökuna en
þeim Rósu, Fannari og Gísla vannst
verkið hratt og áður en langt um
leið var biðröðin að engu orðin. Á
þeim tæpa klukkutíma sem Skessu-
horn fylgdist með voru tekin milli
15 og 20 sýni.
Sýnatakan á Akranesi síðastlið-
inn föstudag var skipulögð í ljósi
þess að nokkrum dögum fyrr þurfti
stór hópur fólks að fara til Reykja-
víkur í skimun eftir að hafa verið
í sóttkví. „Aðgerðastjórn almanna-
varna á Vesturlandi vonast til þess
að ekki þurfi að senda stóra hópa
fólks, sem kunna að vera útsett-
ir fyrir Covid-19 smiti, um lang-
an veg til sýnatöku eins og raun-
in varð um sýnatöku vegna tilviks
tengdu íþróttamiðstöðinni á Jað-
arsbökkum á Akranesi.“ Þetta kom
fram í tilkynningu frá lögreglu-
stjóranum á Vesturlandi í kjölfar
þess að stór hluti þeirra sem tald-
ir voru útsettir fyrir smiti þurftu
að fara til Reykjavíkur í sýnatöku
þriðjudaginn 22. september síðast-
liðinn. „Vonast aðgerðastjórn til
að slíkt endurtaki sig ekki,“ sagði
í tilkynningunni.
kgk/ Ljósm. kgk.
Sóttkvíarskimun á Akranesi
Rósa Marinósdóttir einbeitt við sýnatökuna.
Stroksýnum úr hálsi og nefi komið fyrir í merktu glasi.
Stund milli stríða.
Rósa og Fannar ræða málin.