Skessuhorn


Skessuhorn - 21.10.2020, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 21.10.2020, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 43. tbl. 23. árg. 21. október 2020 - kr. 950 í lausasölu DOMINOS.IS | DOMINO’S APP 1.790 KR. AÐEINS EF ÞÚ PANTAR Á NETINU EÐA MEÐ APPINU, GREIÐIR FYRIRFRAM OG SÆKIR PIZZUR MÁNAÐARINS EIN STÓR PIZZA Tilboð gildir út október 2020 Family special 4.495 kr. Vökudagar á Akranesi 29. október - 8. nóvember Upplýsingar um dagskrána á www.skagalif.is Félagar í Björgunarfélagi Akraness fengu þeir það verkefni á sunnudaginn að bjarga kind sem hafði ratað í sjálfheldu í klettum Akrafjalls, ofan við bæinn Kjalardal. Ásgeir Kristinsson, sem fékk í sinn hlut að síga um 60 metra eftir kindinni, sést hér með kindina að lokinni björgun. Sjá frétt bls. 20. Ljósm. Daníel Þór Ágústsson. Nokkrar röggsamar dömur í Grundarfirði hafa tekið sig sam- an og stofnað fjórhjólahóp. Ekki er komið eiginlegt nafn á hópinn en nafninu Lísurnar hefur ver- ið fleygt fram og er það væntan- lega til heiðurs eins af stofnend- um hópsins, en Lísa Ásgeirsdóttir á stóran þátt í þessu. Alls fóru sjö konur á sex fjórhjólum um torfæra vegslóða í nágrenni Grundarfjarð- ar síðasta laugardag og skemmtu þær sér vel. Hópurinn er eingöngu skipaður kvenfólki og er stefnan að það verði áfram svoleiðis. Von- ir standa til að það fjölgi í hópnum enda er þetta einstaklega skemmti- legt sport og gaman að skoða ná- grennið á þennan hátt. tfk F.v. Rut Rúnarsdóttir, Lísa Ásgeirs- dóttir, Anna Rafnsdóttir, Dagný Kjart- ansdóttir og Rósa Guðmundsdóttir. Fjórhjólahópurinn Lísurnar Undir kvöld á sunnudag kom upp eldur í íbúðarhúsinu á bænum Auga- stöðum í Hálsasveit í Borgarfirði. Strax við komu nágranna, og síðar slökkviliðs og lögreglu á vettvang, var íbúðarhúsið alelda. Húsmóðirin, Jó- hanna Guðrún Björnsdóttir, var ein í húsinu þegar eldurinn kom upp og lést hún í brunanum. Jóhanna Guð- rún var sjötug að aldri, fædd 5. des- ember 1949. Hún lætur eftir sig eig- inmann, fjögur uppkomin börn og fjölskyldur þeirra. Aðstæður til slökkvistarfs voru erfiðar á sunnudagskvöldið, en fjöl- mennt slökkvilið náði tökum á eld- inum um þremur tímum eftir komu þess á vettvang. Slökkvistarfi lauk svo um klukkan 23 um kvöldið, en að því kom mannskapur frá öllum starfs- stöðvum Slökkviliðs Borgarbyggðar auk þess sem aðstoð barst frá Slökkvi- liði Akraness og Hvalfjarðarsveitar. Húsið á Augastöðum er gjörónýtt eftir brunann. Rannsóknadeild lög- reglunnar á Vesturlandi rannsakar upptök eldsins og nýtur hún aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuð- borgarsvæðinu. mm Lést í húsbruna Með því að bóka tíma losnar þú við biðina í útibúinu, hvort sem erindið snýst um ráðgjöf eða aðra þjónustu. Þú byrjar á að fara á arionbanki.is/bokafund og panta símtal. Við hringjum svo í þig og �innum tíma sem hentar. Markmiðið er alltaf að bankaþjónustan sé eins þægileg og hægt er. arionbanki.is Bókaðu þægilegri bankaþjónustu

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.