Skessuhorn


Skessuhorn - 21.10.2020, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 21.10.2020, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 21. oKtóBER 2020 31 Framherjinn Gonzalo Zamor- ano hefur kvatt lið Víkings ó., en hann samdi við liðið öðru sinni fyr- ir yfirstandandi leiktíð. Fótbolti. net greinir frá. Gonzalo hefur spil- að vel með ólafsvíkingum á árinu, skorað 14 mörk í 22 leikjum í deild og bikar. Útséð er að Víkingur mun leika áfram í næstefstu deild á næsta ári, en liðið situr í 9. sæti 1. deildar með 19 stig eftir 20 leiki. Þá ríkir óvissa um það hvort mótið verður klárað vegna Covid-19 faraldursins. Fótbolti.net greinir frá því að Gonzalo vilji leika áfram á Íslandi, en hefur hug á að spila í efstu deild. Hann lék með ÍA í Pepsi Max deild- inni síðastliðið sumar en fann ekki fjölina sína og skoraði ekkert mark í 20 leikjum en í flestum þeirra kom hann inn á sem varamaður. Í kjöl- farið samdi hann aftur við ólafsvík- inga og er þeirrar skoðunar að hann hafi leikið sinn besta leik hérlendis á liðnu sumri. kgk Stjórn og mótanefnd Körfuknatt- leikssambands Íslands hafa ákveð- ið að fresta öllum leikjum til og með 3. nóvember næstkomandi. Er það gert í ljósi þess að sóttvarnar- aðgerðir yfirvalda hafa verið fram- lengdar. Enn fremur eru aðgerðir á höfuðborgarsvæðinu harðari en utan þess. Enn fremur hefur verið mælst til þess að ekki sé ferðast til og frá borginni nema brýna nauð- syn beri til. „Áfram verður fylgst með þróun mála, en vonir standa til að hægt verði að aflétta æfingatak- mörkunum á höfuðborgarsvæðinu fljótlega,“ segir í tilkynningu KKÍ. Alls hefur 298 deildar- og bikar- leikjum verið frestað í körfunni frá 7. október til og með 3. nóvember. Stóra verkefni mótanefndar verður að koma þeim leikjum fyrir svo vel sé. „Leikir í Domino’s og 1. deildum hafa forgang við endurskipulagnin- gu mótahalds, en sömuleiðis á eft- ir að skoða frekar hvað gert verður með deildarleiki í neðri deildum og yngri flokkum. Gert er ráð fyrir því að leikið verði upp að jólahátíðin- ni, allt til 23. desember, og að leikið verður í Domino’s deildunum milli jóla- og nýárs,“ segir í tilkynningu KKÍ. Þá á jafnframt eftir að ákveða hvað gert verður með þá um það bil 400 leiki í fjölliða- og fjölval- lamótum sem frestað hefur verið. talsvert verk er því fyrir hendi við endurskipulagningu mótahalds, en enn er ekki ljóst hvenær það getur hafist að nýju eða með hvaða hætti. kgk/ Ljósm. úr safni/ kgk. Lokahóf yngri flokka Knattspyrnu- félags ÍA var haldið með óhefð- bundnu sniði þetta árið. Þeim iðk- endum sem hlutu viðurkenningu var boðið að koma í hátíðarsal ÍA og taka við þeim, en að öðrum kosti voru engin hátíðarhöld eins og venja hefur verið. Leikmenn ársins í 5. flokki karla eru þeir Birkir Samúelsson, Bjarki Berg Reynisson og Hlynur Jóns Heide Sigfússon og þær Elín Anna Viktorsdóttir, Elín Birna Ármanns- dóttir og Sunna Rún Sigurðardótt- ir eru leikmenn ársins í 5. flokki kvenna. Í 4. flokki karla fékk Daníel Ingi Jóhannesson viðurkenningu sem besti leikmaðurinn, tómas týr tómasson sem efnilegasti leikmað- urinn og Sveinn Mikael ottósson fyrir mestar framfarir. Í 4. flokki kvenna var Birna Rún Þórólfsdóttir valin besti leikmaðurinn, Kolfinna Eir Jónsdóttir efnilegust og Andr- ea ósk Pétursdóttir þótti hafa sýnt mestar framfarir. Gabríel Þór Þórðarson var val- in besti leikmaður 3. flokks karla, Logi Már Hjaltested sá efnileg- asti og Ellert Már Hannesson fékk virðurenningu fyrir mestar framfar- ir. Lilja Björk Unnarsdóttir var val- in besti leikmaður 3. flokks kvenna, Marey Edda Helgadóttir efnileg- asti leikmaðurinn og Friðmey Ás- grímsdóttir þótti hafa sýnt mestar framfarir. Donnabikarinn kom að þessu sinni í hlut ólafs Hauks Arilíusson- ar og Stínubikarinn hlaut Dagbjört Líf Guðmundsdóttir. kgk Körfunni frestað áfram Ólafur Haukur Arilíusson og Dagbjört Líf Guðmundsdóttir með Donnabikarinn og Stínubikarinn. Ljósm. KFÍA. Viðurkenningar veittar í yngri flokkum ÍA Gonzalo Zamorano fagnar marki í leik með Víkingi Ó. á liðnu sumri. Ljósm. úr safni/ af. Gonzalo farinn frá Víkingi Stjórn KSÍ fundaði á mánudaginn og í gær um stöðu Íslandsmóta í knattspyrnu og bikarkeppni karla og kvenna vegna takmarkana og banns við æfingum og keppni sam- kvæmt bráða- birgðaákvæði r e g l u g e r ð - ar heilbrigð- isráðuneyt- is. Á fundin- um síðdeg- is í gær var svo ákveð- ið að mót- um meist- a r a f l o k k a verði haldið áfram í öllum deildum að því tilskyldu að takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síð- ar en 3. nóvember. Þá var ákveðið að keppni skuli hætt í öllum yngri flokkum og í eldri flokkum (40+ og 50+). Niðurröðun leikja með nýjum leikdögum verður gefin út á morgun. „Stjórn KSÍ hefur áður ályktað um að lei- ta verði all- ra leiða til að ljúka mótum í meistaraflok- ki samkvæmt m ó t a s k r á auk þess sem stjórn ÍtF hefur ályktað á sama veg. Þó er ljóst að þau áform eru háð óvis- su og í þeirri von að úr því ástandi rætist sem nú blasir við. Með hliðsjón af því og þróun mála næstu daga mun stjórn KSÍ taka ákvörðun um Mjólkurbikarkepp- ni karla og kvenna. Standi reglur yfirvalda ekki í vegi fyrir því að unnt verði að hefja keppni að nýju í byrjun nóvember munu KSÍ og aðildarfélögin vinna samkvæmt öllum reglum sem settar verða af heilbrigðisyfirvöldum og kapp- kosta um að fylgja áfram ítrustu sóttvarnarúrræðum,“ segir í til- kynningu. mm Keppni verður haldið áfram í deildakeppni meistaraflokka

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.