Skessuhorn - 21.10.2020, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 21. oKtóBER 202012
Það er í mörg horn að líta hjá bygg-
ingafyrirtækinu Eiríki J Ingólfssyni
ehf. í Borgarnesi. Verkefni fyrirtæk-
isins eru víða um héraðið en einn-
ig á Suðurlandi þar sem til stend-
ur að byggja hátæknisumarbústað
fyrir hreyfihamlaða, þar sem not-
endur hússins geta farið um það og
stýrt ýmsum búnaði með appi í sím-
unum sínum. Undanfarin ár hef-
ur stærsta verkefni EJI ehf. þó ver-
ið stækkun og breytingar á Grunn-
skóla Borgarness en nú líður að lok-
um þess verkefnis, einungis lóða-
frágangur eftir. Þá er sömuleið-
is verið að ljúka byggingu nýs leik-
skóla á Kleppjárnsreykjum og þar
er einungis lóðavinnu ólokið. En
þrátt fyrir að þessum stóru verkefn-
um sé að ljúka er næg vinna fram-
undan, að sögn Eiríks J Ingólfsson-
ar byggingameistara. Þrátt fyrir að
vera fæddur á tíma danskra yfirráða
á fyrri hluta lýðveldisársins er eng-
an bilbug á Eiríki að finna. „Ég ætla
að vinna við fyrirtækið mitt áfram
meðan mér finnst það skemmti-
legt og heilsan er góð.“ Blaðamaður
Skessuhorns hitti að máli Eirík og
aðstoðarmann hans ottó ólafsson
byggingaiðnfræðing á verkstæðinu
við Sólbakka í Borgarnesi. Spurt er
m.a. um verkefnin framundan.
Sóleyjarklettur að
fara í byggingu
„Nú erum við að mestu búin með
stóru verkefnin sem hafa verið í
gangi, það er skólana hér í Borg-
arnesi og leikskólann á Kleppjárns-
reykjum. Engu að síður er mik-
ið framundan. Verkefnastaðan er
þannig að við getum hæglega hald-
ið öllum þeim þrjátíu starfsmönn-
um sem hér eru út næsta ár án þess
að neitt bætist við,“ segir Eiríkur.
Nú er lokið hönnun á fyrsta áfanga
í nýrri íbúðabyggð sem reisa á hér í
Borgarnesi við nýju götuna Sóleyj-
arklett. „Þetta er verkefni sem al-
farið er á forræði þriggja fyrirtækja,
þ.e. okkar hjá EJI ehf, Steypu-
stöðvarinnar og Borgarverks. Í
fyrsta áfanga er gert ráð fyrir að
byggja sex fjölbýlishús með sam-
tals 30 íbúðum. Þetta verða tveggja
hæða hús með fimm íbúðum í
hverju. Fjórar íbúðirnar verða 85
fermetrar auk geymslu en ein verð-
ur minni, eða 48 fm. Framkvæmdir
við þennan fyrsta áfanga hefjast nú
í vetur og er stefnan að vera komn-
ir með sökkla að fyrsta húsinu fyrir
áramót og reising á því verði í síð-
asta lagi í mars á næsta ári. Fram-
vinda verkefnisins ræðst svo af við-
tökum á markaðinum og sölu íbúð-
anna. Í seinni áfanganum við Sól-
eyjarklett er svo gert ráð fyrir par-
húsum og einbýlishúsum, allt að
sextíu íbúðum á svæðinu. Ekki er
hins vegar búið að ljúka endanlegu
skipulagi fyrir þann áfanga og því
varhugavert að úttala sig um það.
Það byggingasvæði er ofan við höf-
uðstöðvar kaupfélagsins við Egils-
holt.“
Stórum verkefnum
að ljúka
„Þessa dagana erum við að einbeita
okkur að ljúka við lóðina við nýj-
an leikskóla á Kleppjárnsreykjum
þannig að börnin og starfsfólkið
geti flutt sem fyrst. Við erum hins
vegar aðeins háð veðri því sum efn-
in sem lögð eru krefjast þess að ekki
sé of kalt í veðri. Á Kleppjárnsreykj-
um eigum við sömuleiðis að útbúa
afgirtan sparkvöll á skólalóðinni
við íþróttahúsið. Samhliða þessu
erum við svo að ljúka við lóðina við
grunnskólann hér í Borgarnesi.“
Eiríkur segir að staðfest verk-
efni gefi fyrirheit um að þetta og
allt næsta ár verði gott hjá fyrirtæk-
inu. telur hann upp fjölda húsa sem
til stendur að byggja, meðal annars
150 fm hús, þrjú orlofshús í Svigna-
skarði og viðhald nokkurra eldri
húsa víða um héraðið og í Borgar-
nesi. „Verkefnastaðan er því góð,
eins og við viljum hafa hana,“ segir
Eiríkur.
Stöðug vinna í glugga-
og hurðasmíði
Samhliða byggingu húsa rekur EJI
glugga- og hurðasmiðju og stýrir
Ingólfur sonur Eiríks þeirri vinnu á
verkstæðinu og hefur tvo með sér.
„Við höfum mikið verið að taka að
okkur sérsmíði og komumst upp
með að fá sérsmíðaverkefni án út-
boðs. oft er fólk að biðja um ákveð-
in efni og þá er útilokað að gefa
föst verðtilboð. Við tökum hins
vegar ekki þátt í stórum útboðum
um smíði glugga og hurða. okkar
byggingaverkefnum fylgir oft mik-
il glugga- og hurðasmíði þann-
ig að verkefnastaðan á verkstæðinu
er stöðug og góð. Við höfum ver-
ið að bæta tækjakostinn og smíðum
nú mikið af timburgluggum með ál-
listum sem markaðurinn hefur kall-
að eftir.“
Fjölskyldan kemur öll
að fyrirtækinu
trésmiðja EJI ehf. er í rauninni
hreinræktað fjölskyldufyrirtæki og
taka börn Eiríks virkan þátt í starf-
seminni. „Eins og fyrr stýrir Ing-
ólfur sonur minn gluggaframleiðsl-
unni, Anna Margrét dóttir mín og
Haffi tengdasonur þrífa nýju hús-
in og afhenda kaupendum, Hjalti
Ragnar sonur minn er endurskoð-
andi og sér um fjármálin og sjálfur
er ég mikið í samskiptum við verk-
kaupa og gerð útboða. Mín hægri
hönd á skrifstofunni er svo ottó
ólafsson byggingaiðnfræðingur og
húsasmiður sem sér um ýmis tækni-
mál og skrifstofustörf. Sjálfum
finnst mér þetta ennþá skemmtilegt
og sé ekki ástæðu til að hætta meðan
þetta er gaman og vel gengur. Við
erum hins vegar búnir að gantast
með það, ég og tveir góðir sem hafa
verið lengi hjá mér; Davíð, Siggi og
óskar, að þegar þeir komast á eft-
irlaun þá fyrst megi ég hætta. En
grínlaust þá er styrkur okkar fyrir-
tækis að hafa afburða góða starfs-
menn sem geta sýnt sveigjanleika,
eru til dæmis ekki endilega alltaf að
líta á klukkuna. Hjá mér hafa marg-
ir verið að störfum í fjöldamörg ár
og ætli ég sé ekki búinn að skrifa
upp á 24-26 sveinspróf frá því ég
kom í Borgarnes 1969.“
Úr húsgögnum
í húsbyggingar
Sjálfur menntaði Eiríkur sig ungur
maður í húsgagnasmíði og gerðist
verkstjóri hjá Neshúsgögnum við
Borgarbraut 57 í Borgarnesi. „Svo
var ég hjá Jóhanni Waage og læri
þar húsasmíði, rak ásamt fimm öðr-
um eftir það Byggingafélagið Borg
en vorum þrír undir það síðasta. Ég
stofnaði svo EJI ehf. fyrir tuttugu
árum og hef komið að fjölmörgum
byggingum í gegnum tíðina. okkur
hefur gengið vel að afla verkefna og
eru til dæmis stéttarfélögin stór við-
skiptavinur hjá okkur. Þau eru orð-
in býsna mörg orlofshúsin sem við
höfum afhent. Þrátt fyrir þetta ár-
ferði í þjóðfélaginu er verkefnastað-
an samt mjög góð. Strákarnir hjá
mér eru að gantast með að nú þurfi
ég að fara í langt sumarfrí þannig að
ná megi verkefnastöðunni niður um
nokkra mánuði,“ segir Eiríkur að
endingu.
mmFramhlið væntanlegs húss við Sóleyjarklett.
Verkefnastaðan sjaldan verið betri hjá Eiríki J Ingólfssyni ehf.
Framundan er bygging fyrsta
áfanga Sóleyjarkletts í Borgarnesi
Eiríur J Ingólfsson og Ottó Ólafsson hjá EJI ehf. Ingólfur Eiríksson og Eiríkur Ágúst Brynjarsson starfa í gluggasmiðjunni. Á
myndina vantar Stefán Haraldsson sem er þriðji maður í smiðjunni.
Þó komnir séu á áttræðisaldur eru þeir báðir á fullu í atvinnurekstri. Júlíus
Jónsson bifreiðastjóri, sem kom við þegar blaðamaður var á ferðinni, og Eiríkur J
Ingólfsson húsasmíðameistari.
Teikning sem sýnir fyrsta áfanga væntanlegra framkvæmda við Sóleyjarklett í
Borgarnesi.
Bakhlið húss sem reisa á við Sóleyjarklett.