Skessuhorn - 11.11.2020, Qupperneq 2
MIÐVIKUDAGUR 11. NóVeMBeR 20202
Skammdegið færist hratt yfir þessa
dagana. Munum eftir endurskinsmerkj-
um þegar við erum úti í myrkrinu og
þá þurfa ökumenn að gæta þess að
hafa opin augun fyrir gangandi veg-
farendum.
Á morgun, fimmtudag, gengur í aust-
an og norðaustan 8-10 m/s með rign-
ingu eða slyddu sunnan- og austantil á
landinun, en lengst af þurrt fyrir norð-
an og vestan. Hiti 0-5 stig, en um frost-
mark fyrir norðan. Á föstudag er út-
lit fyrir norðlæga átt 8-15 m/s. Dálítil él
verða norðanlands, rigning eða slydda
austan- og suðaustanlands, en ann-
ars þurrt að kalla. Hiti um og yfir frost-
marki. Á laugardag er útlit fyrir fremur
hæga austlæga eða breytilega átt og
skýjað með köflum eða bjartviðri. Dálít-
il él á stöku stað. Hiti um og undir frost-
marki, en heldur hlýrra syðst á landinu.
Á sunnudag er útlit fyrir norðaustlæga
átt og víða slyddu eða snjókomu, en
úrkomulítið vestantil á landinu. Hiti um
og yfir frostmarki. Á mánudag er spáð
austlægri átt með skúrum eða éljum
og hiti breytist lítið.
Í síðustu viku var spurt á vef Skessu-
horns hvort heimsfaraldurinn hafi
haft áhrif á kauphegðun lesenda. 43%
sögðu faraldurinn hafa haft lítilsháttar
áhrif, en 31% sögðu hann ekki hafa haft
nein áhrif. 26% sögðu hins vegar far-
aldurinn hafa haft verulega mikil áhrif
á kauphegðun sína.
Í næstu viku er spurt:
Notar þú skóhorn?
Í Skessuhorni í dag er rætt við Jónínu
Eiríksdóttur starfsmann Varaeintaka-
safns Landsbókasafnins í Reykholti.
Innan veggja gamla héraðsskólahúss-
ins fer fram mikilvægt starf þar sem
prentgripum fyrri tíma og samtímans
er komið í örugga geymslu. Jónína er
Vestlendingur vikunnar.
Spurning
vikunnar
Til minnis
Vestlendingur
vikunnar
Veðurhorfur
Viðbrögð hjá Akraneskaupstað
í tengslum við Covid-19 og
samkomubann
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
02
0
Akraneskaupstaður heldur úti upplýsingasíðu um viðbrögð stofnanna
bæjarins hvað varðar Covid-19 og samkomubann.
Upplýsingar er að finna á www.akranes.is/covid-19
Við erum öll almannavarnir!
Dregur úr
fjölda smita
LANDIÐ: ellefu greindust
með kórónuveiruna innan-
lands á mánudag, samkvæmt
uppfærðum tölum á covid.
is. Alls voru 70 inniliggj-
andi á sjúkrahúsi í gær með
veiruna og þar af þrír á gjör-
gæslu. einn lést á Landsspít-
alanum á mánudag vegna
Covid-19 og hafa nú alls 24
látist hér á landi vegna veir-
unnar frá upphafi faraldurs-
ins. 569 manns voru í gær í
einangrun vegna Covid-19
og 1.076 í sóttkví. Nýgengi
innanlandssmita var 129
sem er töluverð lækkun frá
því á mánudag þegar það
var 142,1. Fjórir losnuðu
úr einangrun á Vesturlandi
í gær eftir Covid-19 og eru
nú 14 veikir; tólf á Akranesi
og tveir í Borgarnesi. Fimm
höfðu í gær losnað úr sóttkví
í landshlutanum frá deginum
áður og eru nú 54 í sóttkví á
Akranesi, 55 í Borgarnesi og
einn í Búðardal, eða 110 á
Vesturlandi. -arg
Valkvæðar að-
gerðir heimil-
aðar á ný
LANDIÐ: Heilbrigðisráð-
herra hefur staðfest fyrir-
mæli landlæknis um að fella
úr gildi auglýsingu um frest-
un valkvæðra skurðaðgerða
og annarra ífarandi aðgerða.
Ákvörðunin tekur gildi í dag.
Auglýsing heilbrigðisráð-
herra þessa efnis ásamt fyrir-
mælum landlæknis var send í
gær til birtingar í Stjórnar-
tíðindum. -mm
Slökkvilið Grundarfjarðar og
ólafsvíkur voru kölluð út laust eftir
klukkan 9 síðastliðinn sunnudags-
morgun. eldur var laus í iðnaðar-
húsnæði við Nesveg 21 í Grund-
arfirði þar sem listsmiðjan Lava-
land er til húsa. enginn var í hús-
inu þegar eldurinn kom upp og
var það vegfarandi sem tilkynnti
um brunann. Þegar slökkviliðin
mættu á svæðið var ekki mikill eld-
ur í húsinu en mikill reykur og ljóst
að töluverðar skemmdir eru af sóti,
Eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði í Grundarfirði
reyk og vatni. Trésmiðjan Gráborg
er í sama húsi en eldurinn náði ekki
að komast í það rými. Slökkvistarf
gekk vel og lauk á ellefta tíman-
um um morguninn og var þá hafist
handa við að reykræsa húsið. tfk
Á miðvikudaginn í síðustu viku
fengu allir leik- og grunnskólanem-
ar á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit
afhent endurskinsmerki frá Slysa-
varnadeildinni Líf á Akranesi. Full-
trúar frá Líf gátu í ljósi aðstæðna
ekki afhent börnunum endurskins-
merkin í eigin persónu í þetta skipt-
ið, svo það kom í hlut starfsmanna
skólanna að útdeila þeim. Öll börn
á Akranesi og í Hvalfjarðarsveit
ættu því nú að vera vel sjáanleg í
skammdeginu, svo fremi sem þau
festi merkin við yfirhafnir sínar.
arg
Ingunn Ríkharðsdóttir leikskólastjóri á
Garðaseli tók við merkjunum frá Hall-
fríði Jónu Jónsdóttur formanni Lífar.
Öll börn fengu endurskinsmerki frá Lífarkonum
Á kirkjuþingi sem fram fór á laug-
ardaginn var samþykkt tillaga sr.
Agnesar M. Sigurðardóttur bisk-
ups þess efnis að sameina Hvann-
eyrar- og Reykholtsprestakall í eitt
nýtt prestakall; Reykholtspresta-
kall. Í greinargerð segir að bisk-
upafundur hafi ákveðið 10. ágúst
síðastliðinn að leggja til við kirkju-
þing að prestaköllin verði sam-
einuð og mun einn sóknarprestur
þjóna í því eftirleiðis.
Í greinargerð segir jafnframt að
í vísitasíu biskups í Hvanneyrar-
prestakalli í febrúar á þessu ári hafi
biskup kynnt þau áform að sóknar-
prestsstarfið á Hvanneyri yrði ekki
auglýst laust til umsóknar þegar
sóknarpresturinn, séra Flóki Krist-
insson, léti af störfum enda hefði
verið horft til þess þegar bætt
var við þriðja presti á Akranesi.
Árið 2018 var tillaga að samein-
ingu prestakalla í Vesturlandspró-
fastdæmi fyrst kynnt en þá sendi
biskupafundur sóknarnefndum og
sóknarprestum í Borgar-, Hvann-
eyrar-, Reykholts- og Stafholts-
prestaköllum, svo og héraðsnefnd
prófastsdæmisins, beiðni um um-
sagnir vegna fyrirhugaðra samein-
ingar prestakalla í prófastsdæminu.
Umsagnir hafa á þessu ári borist
frá aðalsafnaðarfundi Reykholts-
sóknar, aðalsafnaðarfundi Hvann-
eyrarsóknar, sóknarnefnd Lundar-
sókn og sóknarnefnd Bæjarkirkju,
og þar hafi ýmist verið bókaðar
stuðningsyfirlýsingar eða að bókað
var að fólk væri ekki mótfallið sam-
einingu.
Séra Geir Waage sóknarprestur
í Reykholti verður sjötugur í næsta
mánuði og mun láta af embætti
sóknarprests um áramót. Starfið
verður því auglýst á næstunni.
mm
Reykholtskirkja. Ljósm. úr safni/ Guðlaugur Óskarsson.
Samþykkt að sameina Hvann-
eyrar- og Reykholtsprestaköll