Skessuhorn - 11.11.2020, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 11. NóVeMBeR 202010
Upplýsingafundi almannavarna
síðastliðinn miðvikudag stjórnaði
Rögnvaldur ólafsson aðstoðaryf-
irlögregluþjónn. Gestir hans voru
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formað-
ur Landssambands eldri borgara,
og Anna Steinsen fyrirlesari, sem
ræddi um fjarvinnu á tímum far-
sóttar.
Eldri eiga að skipu-
leggja verslun sína vel
Þórunn Sveinbjörnsdóttir hvatti
aldraða til dáða og til þess að gef-
ast ekki upp á þessum erfiðu tímum
sem veiran væri að valda. Hún benti
á leiðir fyrir aldraða til þess að létta
sér lífið. Hvatti hún til þess að fólk
panti vörur á netinu og ef fara þyrfti
í búðir að fara þá snemma dags því
þá væri minna að gera. Mikilvægt
væri að hafa með sér innkaupamiða
til þess að stytta tímann í búðinni
hverju sinni. Hún nefndi einnig að
á heimasíðu Nettó væru mjög góð-
ar leiðbeiningar um hvernig eigi
að panta vörur á netinu. Þá ráð-
lagði hún fólki að geyma þau erindi
sem ekki væru bráðnauðsynleg til
betri tíma. Hún hvatti fólk til þess
að vera duglegt að fara út að hreyfa
sig. Stutt væri í að íþróttahús verði
opnuð og aldraðir geti haldið áfram
að ganga þar þó hált sé úti.
Þórunn minnti á að enn væri
margt fólk á lífi sem man eftir
kreppunni á Íslandi og skömmt-
unarseðlum. Þetta ástand nú tæki
enda en á meðan það varir þurfi
að hlúa að öldruðu fólki sem oft er
einmana. Þá minnti hún á að Rauða
krossinn vantar sjálfboðaliða í vina-
verkefnið Heimsóknarvinir. Slíkt
gæfi góða tilfinningu í hjartað. Hún
hvatti fólk til þess að vera duglegt
að tileinka sér tæknina; síma og
tölvur, til þess að létta sér lífið. Að
lokum lagði hún áherslu á að gæta
þurfi sérstaklega að næringu aldr-
aðra, hægt væri að fá tilbúna nær-
ingardrykki í verslunum sem gott
væri að eiga í ísskápnum.
Jákvæðni fóstrar seiglu
Anna Steinsen fyrirlesari hvatti for-
eldra til þess að vera duglegir að
tala við börnin sín og unglinga um
þeirra hugðarefni án þess að vera
sínöldrandi og leiðinlegur. Hún
ræddi um mikilvægi þess að vera já-
kvæður og gæta að því að horfa ekki
of mikið á neikvæðar fréttir held-
ur að tala meira um jákvæðni og
bjartsýni því það fóstri seiglu. Hún
hvatti fólk til þess að fara út með
börnunum til dæmis að róla saman
eða gera eitthvað annað skemmti-
legt sem allir hefðu gaman af.
enn fremur minnti Anna fólk á að
gleyma ekki að hlæja heldur dansa
eins og engin sé morgundagurinn.
Að lokum ræddi Anna um hve mik-
ilvægt er að leita sér hjálpar ef þörf
krefur hjá fagaðilum eða sjálfboða-
liðum. frg
Í liðinni viku var greint frá því að
Danir ákváðu að skera niður allan
minkastofninn á búum þar í landi
vegna kórónaveirusmits sem barst úr
minkum í fólk. Um stökkbreytt af-
brigði veirunnar er að ræða sem talið
er að hafi borist upprunalega úr fólki
í minka. Hætta er á að þau bólu-
efni sem eru í þróun gegn kóróna-
veirunni virki ekki á stökkbreytt af-
brigði veirunnar. Förgun minnk-
anna hófst sömuleiðis í vikunni.
Á Íslandi eru starfrækt níu min-
kabú og eru þau öll á Norðurlandi
vestra og Suðurlandi. Hér á landi eru
alls 15.000 eldislæður. Í ljósi smita af
stökkbreyttu afbrigði kórónaveiru
úr minkum í fólk í Danmörku ætlar
Matvælastofnun að hefja skimun fyr-
ir kórónaveiru á minkabúum lands-
ins. ekki er grunur um að kóróna-
veirusmit hafi komið upp á minka-
búum hérlendis. „Þegar fregnir bár-
ust af kórónaveirusmiti úr fólki í
minka í sumar sendi Matvælastofn-
un tilmæli til íslenskra minkabænda
um hertar sóttvarnir á búunum og
að einstaklingar með sjúkdómsein-
kenni haldi sig fjarri þeim. Tilkynna
skal grun um veikindi í minkum til
Matvælastofnunar. Reglulega hefur
verið minnt á þessi tilmæli en eng-
ar tilkynningar hafa borist. ef smit
greinist á búunum verða frekari að-
gerðir skoðaðar í samráði við heil-
brigðisyfirvöld,“ segir í tilkynningu
frá MAST.
mm / Ljósm. Dyrenes Beskyttelse
Umsvif í hagkerfinu eru mun meiri
nú en í fyrstu bylgju heimsfarald-
ursins. Neysla Íslendinga innan-
lands er nú svipuð og á sama tíma í
fyrra en í fyrstu bylgju faraldursins
dróst hún saman um 20%. Um-
ferð á höfuðborgarsvæðinu hefur
minnkað töluvert sem líklega end-
urspeglar aukna fjarvinnu. Þetta
kemur fram í samantekt frá fjár-
mála- og efnahagsráðuneytinu fyr-
ir helgi.
Neysla Íslendinga
sterkari
Gögn um kortaveltu sýna mjög
ólíka neysluhegðun Íslendinga í
fyrstu og þriðju bylgju faraldurs-
ins. Í fyrstu bylgjunni dróst neysla
Íslendinga innanlands saman um
20% um tíma. Talið er að lands-
framleiðsla hafi dregist saman um
9-14 milljarða króna vegna minni
einkaneyslu í samkomubanninu í
mars-maí. Að sama skapi óx hún
milli ára um nærri sömu fjárhæð
vikurnar eftir að slakað var á sam-
komutakmörkunum í sumar.
Heldur dró úr kortaveltu þeg-
ar leið á október og seint í mán-
uðinum dróst hún lítillega saman
miðað við sama tíma í fyrra. Sam-
drátturinn er þó engan veginn af
sömu stærðargráðu og hann var í
fyrstu bylgjunni í vor. Tölur um
kortaveltu í þriðju bylgjunni á
meðfylgjandi grafi ná til 24. októ-
ber en í vikunni þar á undan dróst
kortavelta Íslendinga innanlands
saman um 1% á nafnvirði miðað
við sama tíma í fyrra. Þegar jafn
langt var liðið af fyrstu bylgjunni
mældist samdrátturinn þá 21% á
nafnvirði.
Færri neysluflokkar
Í fyrstu bylgju faraldursins dróg-
ust kaup saman í flestum neyslu-
flokkum en jukust í fáeinum flokk-
um verslunar, þ.m.t. dagvöru og
raftækjum. Í september urðu mun
færri neysluflokkar fyrir mikl-
um neikvæðum áhrifum af fjölg-
un smita eins og sést á myndinni
hér að neðan. Kaup á þjónustu, svo
sem veitingum og afþreyingu, hafa
vissulega orðið fyrir áhrifum af
fjölgun smita og sóttvarnaaðgerð-
um upp á síðkastið en samdrátt-
urinn í september var mun minni
en í fyrstu bylgjunni. Á sama tíma
hefur vöxtur orðið í m.a. raftækja-
og fataverslun.
Umferð á höfuðborgar-
svæðinu 20% minni
Frá því faraldurinn hófst hafa tíð-
indi af fjölda smita og sóttvarnar-
aðgerðum haft mikil áhrif á um-
ferð. Þetta skýrist ekki síst af auk-
inni fjarvinnu, minni hreyfanleika
vegna sóttvarnaaðgerða og minni
efnahagsumsvifum. Í fyrstu bylgju
faraldursins dróst umferð á höf-
uðborgarsvæðinu þegar mest lét
um 40% saman miðað við fyrra ár.
Þegar núverandi bylgja faraldursins
hófst í september dróst umferð ekki
jafn mikið saman til að byrja með
en snögg umskipti urðu í byrjun
október þegar hertar aðgerðir tóku
gildi á höfuðborgarsvæðinu. Þetta
sést á mynd hér að ofan, en upp-
hafspunktur fyrstu og þriðju bylgju
faraldursins er þar valinn á þeim
tímapunkti sem nýgengi smita á
landsvísu fór yfir 50 í hvorri bylgju
fyrir sig. mm
Heimili og fyrirtæki í landinu hafa til
þessa fengið rúma 38 milljarða króna
í beinan stuðning vegna heimsfarald-
urs kórónuveiru. Þetta kemur fram
í skýrslu fjármála- og efnahagsráðu-
neytisins um nýtingu efnahagsúrræða
vegna faraldursins. Þá hafa 19,5 millj-
arðar farið í frestun skattgreiðslna, 20
milljarðar í frestun aðflutningsgjalda
auk þess sem 6,6 milljarðar hafa ver-
ið lánaðir með ríkisábyrgð. Heimil-
in munu auk þess hafa fengið fyrir-
framgreiddan um 21 milljarð úr sér-
eignarsparnaði fyrir árslok. Af þessu
má sjá að faraldurinn mun hafa mik-
il áhrif á afkomu ríkissjóðs og mun
áhrifanna gæta í mörg ár.
Stjórnvöld hafa kynnt til sögunnar
fjölda efnahagsúrræða vegna heims-
faraldursins sem nýtast heimilum
og fyrirtækjum með beinum hætti.
Úrræðunum er annars vegar ætlað
að styðja við eftirspurn til skemmri
tíma og hins vegar að minnka óaft-
urkræfan skaða á getu hagkerfisins til
að ná vopnum sínum að nýju þegar
tímabundnum áhrifum faraldursins
sleppir.
Þessar aðgerðir eiga þátt í því
að ríkissjóður verður rekinn með
260-270 milljarða króna halla árin
2020 og 2021 í stað þess að vera
nærri í jafnvægi líkt og stefnt var
að fyrir faraldurinn. Hallinn er þó
að stærstum hluta til kominn vegna
sjálfvirks viðbragðs skattkerfis og at-
vinnuleysisbóta við minni efnahags-
umsvifum. Að auki hafa útgjöld verið
aukin beint vegna faraldursins, ekki
síst á sviði heilbrigðis-, félags- og
menntamála. Þessu til viðbótar hef-
ur verið ákveðið að ráðast í viðamik-
ið fjárfestingarátak. eftir því sem far-
aldurinn hefur dregist á langinn og
sóttvarnaraðgerðir verið hertar hafa
úrræði tekið breytingum, sum verið
framlengd og ný kynnt til sögunn-
ar. Alþingi samþykkti í síðustu viku
frumvarp um tekjufallstyrki og fram-
lengingu lokunarstyrkja og í vikunni
þar á undan var greint frá fyrirhug-
uðum viðspyrnustyrkjum sem nú eru
í mótun.
3.000 fyrirtæki
nýtt úrræðin
Fram kemur í skýrslu ráðuneytisins
að úrræði stjórnvalda hafa verið nýtt
af um 3.000 fyrirtækjum. Um 65%
fjárhæðarinnar hefur farið til fyrir-
tækja í ferðaþjónustu eða skyldum
greinum. Ferðaþjónustan hefur ver-
ið fyrirferðarmest í öllum stærstu úr-
ræðunum að lokunarstyrkjum frá-
töldum, en þar hefur mest verið
greitt til fyrirtækja í ýmissi persónu-
legri þjónustu og heilbrigðisþjón-
ustu. Þessu til viðbótar var veitt rík-
isábyrgð á lánalínur til handa Ice-
landair auk þess sem sérstök ríkis-
ábyrgð var veitt vegna vanda ferða-
skrifstofa.
Hlutabætur umfang-
mesta aðgerðin
Sé litið til greiðslu hlutabóta,
barnabótaauka, nýtingu ferðagjaf-
ar og útgreiðslu séreignarsparnaðar
hafa heimilin fengið greidda sam-
tals 43,8 milljarða króna. Hlutabæt-
ur eru umfangsmesta aðgerðin til
handa einstaklingum en um 36 þús-
und einstaklingar hafa fengið hluta-
bætur sem nema 19,8 milljörðum kr.
Greiddir hafa verið 35 milljarðar í al-
mennar atvinnuleysisbætur fram til
október.
mm
Neysla Íslendinga svipuð
þrátt fyrir Covid
Viðspyrna stjórnvalda talin kosta
ríkissjóð 270 milljarða á ári
Kórónaveirusmit milli
minka og manna
Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara. Ljósm. er skjá-
skot af vef almannavarna frá fundinum.
Eldra fólk þarf að skipuleggja
verslun vel og huga að næringu