Skessuhorn


Skessuhorn - 11.11.2020, Side 13

Skessuhorn - 11.11.2020, Side 13
MIÐVIKUDAGUR 11. NóVeMBeR 2020 13 Lögreglan á Vesturlandi birt- ir reglulega á Facebook síðu sinni nýjustu tölur yfir stöðu mála varð- andi Covid-19 í umdæmi henn- ar. Þar eru birtar tölur um fjölda þeirra sem eru í sóttkví annars veg- ar og einangrun hins vegar og hver fjöldinn er skipt upp í heilsugæslu- umdæmi. Tölurnar eru fengnar úr opinberum smitrakningargrunni frá heilsugæslustöðvum. Fólki hefur til þessa verið frjálst að gera athugasemdir við upplýs- ingarnar og mest hefur borið á at- hugasemdum þar sem kveðjum og þakklæti til lögreglunnar er kom- ið á framfæri. eitthvað hefur þó borið á óviðeigandi athugasemd- um þar sem jafnvel eru settar fram persónugreinanlegar upplýsing- ar um einstaklinga. Lögreglan vill koma því á framfæri að slíkt getur varðað við lög um persónuvernd og því haft alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir þá sem setja slíkt fram á opinberri síðu eins og Facebook síða lögreglunnar er. Að sögn lögreglunnar er nú svo komið að lögreglan hefur ákveðið að loka fyrir athugasemdir til þess að koma í veg fyrir að slíkar upp- lýsingar séu birtar á þessum vett- vangi. frg Bæjarstjórn Snæfellsbæjar hefur samþykkt lýsingu vegna fyrirhug- aðrar breytingar á aðalskipulagi er snertir jörðina Gíslabæ á Helln- um. Gíslabær var nýverið seld- ur og er skráður eigandi nú sam- kvæmt Fasteignaskrá ríkisins S356 ehf. til heimilis að Suðurlands- braut 4 í Reykjavík. Hyggjast nýir eigendur fá aðalskipulagi breytt og auka byggingarmagn á svæðinu sem nemur átta sumarhúsum ofan vegar. Fiskhúsi á sjávarbakkanum neðan vegar verði breytt í gisti- hús en til þess þarf að breyta notk- un skv. skipulagi. Í lýsingu á vænt- anlegri skipulagsbreytingu er því lögð til sú breyting að í Gíslabæ verði landnotkun á svæði ofan veg- ar breytt þannig að þar verði versl- un og þjónusta og svæði fyrir íbúð- arbyggð minnkað. Í gildandi aðal- skipulagi er verslun og þjónusta eingöngu neðan vegar. Landnotk- un á lóð Melabúðar 1 verði breytt úr frístundabyggð í íbúðarbyggð, en sú lóð er neðan vegar. Mánudaginn 2. nóvember fór fram kynningarfundur með hagaði- lum málsins á netinu. Þar voru til umræðu fyrirhugaðar breytingar á umræddu aðalskipulagi, farið yfir aðdraganda málsins, skipulagslög, fyrirhugaðar breytingar aðalskipu- lags og spurningum svarað. 41 tók þátt í fundinum. Samkvæmt lögum skal lýsing ásamt matslýsingu vera gerð vegna fyrirhugðarar vinnu áður en ráðist verður í gerð nýs aðalskipulags eða breytingar gerðar á gildandi aðalskipulagi. Tilgangur með lýsingu er einmitt sá að gefa hagsmunaaðilum kost á að geta sem fyrst komið með athugasemdir við gerð aðalskipulags. Nú hafa því hagsmunaaðilar á Hellnum fengið tækifæri til að koma spurningum á framfæri og fengið svör við þeim samkvæmt fundargerð frá 2. nó- vember síðastliðnum. Lýsir andstöðu við hugmyndirnar ólína Gunnlaugsdóttir á Ökrum á Hellnum kveðst andsnúin fyrirhug- uðum breytingum og vekur máls á mótmælum sínum undir yfirskrift- inni „Verjum Hellna“ á Facebook. „Mig langar til að vekja athygli ykk- ar á hugsanlegri breytingu á aðal- skipulagi á Hellnum í þeim tilgangi að reisa megi hótel frammi á sjávar- brún við friðlýsta strönd og byggja átta ferðaþjónustuhús í landi Gísla- bæjar. Við sem búum á Hellnum, eða eigum þar annarra hagsmuna að gæta, erum afar ósátt við þess- ar hugmyndir og ferlið allt,“ skrifar ólína. Nefnir hún nokkur rök máli sínum til stuðnings. „Svæðið sem um ræðir verður 3,5 ha um miðbik Hellna þar sem áður var gert ráð fyrir íbúðarbyggð og einni þjón- ustulóð við sjóinn fyrir veitinga- rekstur en verður ætlað fyrir stór- fellda ferðaþjónustu. Ásýnd og yf- irbragð Hellna mun breytast veru- lega því gert er ráð fyrir hóteli þar sem nú er gamalt fiskhús neðan vegar og allt að átta ferðaþjónustu- húsum (40 fm) ofan vegar ásamt bílastæðum.“ Þá segir ólína að því sé haldið fram sem forsendum fyrir þörf á þessari uppbyggingu að það vanti gistiþjónustu á svæðinu. „Það er rangt eins og fólk veit hér í sveit. Því er haldið fram að uppbyggingin skapi störf og auki íbúafjölda en slíkt er hæpið miðað við hugmynd- ina. Allnokkur ferðaþjónusta er nú þegar á Hellnum og í allri sveitinni fjöldi hótela og annarrar gistingar sem nú berst í bökkum vegna Co- vid, þegar á að leyfa enn einn rekst- urinn í beinni samkeppni við ann- að hér. Um 100 manns standa að íbúa- og sumarhúsabyggð á Helln- um og við teljum að þarna sé verið að ganga á náttúru og byggð sem nú er í ágætri sátt við umhverfið, kyrrð og ró staðarins verði ógnað með auknum fjölda ferðamanna og hann missi aðdráttarafl sem dvalar- staður.“ Frestur til að skila inn skrifle- gum athugasemdum vegna skipu- lagslýsingarinnar er til og með 15. nóvember nk. mm Guðrún Sigurjónsdóttir kúabóndi á Glitstöðum í Norðurárdal sendi 2. nóvember síðastliðinn erindi til Kristjáns Þórs Júlíussonar land- búnaðarráðherra. Þar varpar hún fram fyrirspurnum í nokkrum lið- um um þá stöðu sem upp er kom- in með viðskipti með greiðslumark mjólkur. Guðrún er afar ósátt við að búið sé að festa verð fyrir greiðslu- mark í þreföldu afurðastöðvaverði mjólkur, þ.e. 294 krónum á lítr- ann, næstu þrjú árin. Bendir hún á ýmis rök í þá veru að of hátt verð fyrir greiðslumark geri rekstur búa óhagkvæman og stuðli ekki að hag- ræðingu. Fjallað var síðast um mál- ið í Skessuhorni 28. október síðast- liðinn. Guðrún bendir í bréfi sínu til ráðherra á að þessi ákvörðun hans sé þvert á það sem haldið hafi verið fram að fulltrúar bænda í Landssam- bandi kúabænda og Bændasamtök- um Íslands hafi barist fyrir. Höfðu þeir lagt til að greiðslumarksverð yrði ekki sett hærra en tvöfalt það sem afurðastöðvar greiða fyrir mjólkina. „Nú liggur fyrir í svari LK og BÍ að þetta var gert til að varna því að verð á greiðslumarkaði yrði gefið frjálst og að það hafi ver- ið vilji ríkisins að svo væri. Með því gengur ríkið þvert á vilja bænda og samþykktir aðalfundar Landssam- bands kúabænda 2019 en þar var samþykkt að hámarksverð yrði tvö- falt afurðastöðvaverð. Verslun með greiðslumark á háu verði stuðl- ar ekki að hagkvæmum rekstri og stórskaðar samkeppnishæfni grein- arinnar, t.a.m. við þann innflutning sem þegar er farinn að hafa áhrif á sölu okkar mjólkurafurða,“ bendir Guðrún á. Að því sögðu spyr Guðrún lands- búnaðarráðherra hvort það sé vilji hans að verð á greiðslumarki mjólkur sé frjálst? Í öðru lagi hvaða hag ríkið hafi af því að fara gegn vilja bænda og verðleggja greiðslu- mark langt umfram það sem eðli- legt er að greinin standi undir mið- að við það samkeppnisumhverfi sem hún er í? Þá spyr hún hver rök ráðherrans séu fyrir því að hafa verðið svo miklum mun hærra en bændur hafa lagt til og bendir á að hátt verð skerði samkeppnishæfni greinarinnar. Í fjórða lagi spyr hún hvaða hagsmuni ráðherrann sé að verja og hver stefna hans varðandi verð á greiðslumarki sé, hvar hún hafi komið fram, hvort gerð hafi verið einhver greining á áhrifum greiðslumarksverðs á samkeppnis- hæfni greinarinnar og hversu háu verði á greiðslumarki ráðherrann telji að greinin rísi undir? mm Gamla höfnin á Hellnum en upp til hægri á bakkanum er jörðin Gíslabær. Ljósm. Snæfellsbær. Lögð til breyting á aðalskipulag Hellna Óskar að landbúnaðarráð- herra svari spurningum um verð á greiðslumarki Löngum hefur verið svo að grasið sé jafnan grænna hinum megin við lækinn. Hér eru mjólkurkýrnar á Glitstöðum að vaða Norðurána til að komast í beitina. Ljósm. gs. Lögreglan lokar fyrir at- hugasemdir á Facebook

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.