Skessuhorn


Skessuhorn - 11.11.2020, Qupperneq 16

Skessuhorn - 11.11.2020, Qupperneq 16
MIÐVIKUDAGUR 11. NóVeMBeR 202016 Nú þegar jólin nálgast og marg- ir eru í gjafahugleiðingum hafði Skessuhorn samband við nokkra kaupmenn á Vesturlandi og ræddi við þá um mikilvægi þess að versla í heimabyggð. Sumir hafa opnað vef- verslanir og bjóða upp á heimsend- ingu, en allir eru sammála um að mikilvægast sé að vera samkeppn- ishæfur. Vefverslunin aukist hjá Kram í Stykkishólmi Heiðrún Höskuldsdóttir, eigandi verslunarinnar Krams í Stykkis- hólmi, segir verslanir á landsbyggð- inni treysta á viðskipti heimamanna, sérstaklega fyrir jólin. „Við lifum á því yfir þennan árstíma. ef fólk verslar ekki hjá okkur er ekki mögu- leiki að halda verslun gangandi,“ segir hún og bætir við að Hólmarar séu mjög duglegir að styðja verslun í heimabyggð. „Mér hefur líka fund- ist verslun í heimabyggð hafa auk- ist og að almennt sé meira af fólki af öllu Snæfellsnesi að koma til okk- ar, sem er mjög jákætt,“ segir Heið- rún. Kram verslun er einnig hægt að finna á netinu, kram.is, og segir Heiðrún mikla aukningu hafa ver- ið á sölu þar í kórónuveirufaraldr- inum. „Það hefur gengið mjög vel í vefversluninni og viðskiptin þar aukist mikið, af öllu landinu. Vef- verslanir eru þannig að það skiptir í raun engu hvar maður er staddur á landinu; Ísland verður bara einn markaður. Það koma sérstaklega margar pantanir af þeim vörum sem við erum sjálf að flytja inn. Það eru vörur sem kannski fást hvergi ann- ars staðar,“ segir Heiðrún. en eru Hólmarar einnig að velja vefverslunina frekar en að koma í búðina? „Nei, þeir koma frekar til okkar en sumir panta á netinu líka. Í þessum takmörkunum sem hafa verið í gildi höfum við bara þurft að stökkva á lásinn og telja höfuð- in sem eru inni og það hefur geng- ið mjög vel. Fólk bíður bara ró- legt fyrir utan og kemur inn þegar einhver fer út. en vonandi verður þetta ekki svona þegar nær dregur jólum,“ segir Heiðrún og bætir við að á meðan Covid hefur gengið yfir er boðið upp á heimsendingar sam- dægurs innanbæjar. „Við afgreið- um þá bara í gegnum síma og svo hengjum við vörurnar á hurðar- húninn. en almennt finnum við að fólk er meira að versla heima núna en áður,“ segir hún. Mikið að gera í net- verslun Krums.is í Grundarfirði Á vinnustofu Krums í Grundarfirði er hægt að kaupa ýmsar gjafavör- ur; plaköt, jólaskraut og fleira sem Hrafnhildur Jóna, eigandi versl- unarinnar, gerir sjálf. Hrafnhild- ur segir það mjög mikilvægt fyr- ir svona lítil fyrirtæki að fólk versli í heimabyggð. „Það er bara for- senda þess að svona gangi upp. Það að fólk versli í heimabyggð ger- ir okkur kleift að hafa lífsviður- væri af því sem við erum að gera,“ segir Hrafnhildur. einnig er hægt að versla hjá versluninni Krums í gegnum netverslunina krums.is og segir hún mikla aukningu hafa ver- ið í sölu þar. „Ég myndi segja að svona 70-80% af því sem ég sel sé í gegnum netverslunina og það er líka fólk hér af svæðinu sem versl- ar hjá mér í gegnum netið,“ segir hún. Aðspurð segir hún fólk vera byrjað að versla fyrir jólin og seg- ist hún bjartsýn fyrir komandi vik- um. „Ég get ekki kvartað yfir Covid í minni verslun þar sem ég er með netverslun og þar hefur orðið mik- il aukning. Fólk duglegt að versla í heimabyggð í Snæfellsbæ „Fólk í Snæfellsbæ er mjög dug- legt að versla í heimabyggð,“ seg- ir Rut Ragnarsdóttir í Útgerðinni í ólafsvík í samtali við Skessuhorn. „Ég held að fólk hérna átti sig al- veg á því að það er ekki sjálfgefið að geta gengið að góðri þjónustu í smærri samfélögum á landsbyggð- inni og ef þú getur sótt verslun og þjónustu í nærsamfélaginu er mik- ilvægt að gera það til að viðhalda henni á svæðinu. Það er hagur allra að halda uppi góðu þjónustustigi,“ heldur Rut áfram. Í Útgerðinni var brugðist fljótt við ástandinu vegna kórónuveir- unnar með því að setja á fót vef- verslunina utgerdin.shop strax í apríl síðastliðnum. Aðspurð segir Rut vefverslunina fara vel af stað hjá þeim og að alltaf sé salan þar að aukast. „Það er líka mikið um að íbúar skoði fyrst vefverslunina en komi svo hingað þegar það er búið að ákveða hvað það ætli að kaupa. Við sendum líka frítt um allt land og komum vörunum samdægurs til kaupenda í Snæfellsbæ,“ segir Rut. Þá er hægt að kaupa jólagjaf- ir hjá Útgerðinni og láta senda þær beint til þess sem á að fá gjöfina. „Þá pantar fólk bara eins og venju- lega í vefversluninni og skrifar þar kveðju til þess sem á að fá gjöfina og við sjáum um að pakka inn og senda gjöfina með kveðjunni á við- takanda. Þetta býður upp á alveg rafræn og snertilaus viðskipti og fólk getur klárað allt tengt gjöfun- um áhyggjulaust í rólegheitunum heima í sófa,“ segir Rut. „Það er svo mikilvægt fyrir svona lítil fyrirtæki eins og okkar, og ég gæti nefnt nokkra aðra þjónustu- aðila hérna líka, að finna stuðning íbúa, sérstaklega á þessum furðu- legu tímum. Við í Snæfellsbæ búum við frábæra þjónustu og það er að stórum hluta bæjarbúum að þakka,“ bætir Rut við. Meiri vitundavakning í Borgarfirði „Það er alltaf mikilvægt fyrir minni samfélög að heimamenn versli í heimabyggð sé það hægt,“ seg- ir ómar Örn Ragnarsson, eig- andi verslunarinnar Tækniborg- ar í Borgarnesi. „Það er fyrst og fremst mikilvægt til að halda störf- um í samfélaginu. ef við verslum ekki í heimabyggð getum við ekki búist við því að þjónusta sé fyrir hendi í samfélaginu,“ segir ómar. Aðspurður segir hann Borgfirðinga almennt duglega að versla í heima- byggð en að þó hafi orðið tölu- verð aukning undanfarið. „Ég held það hafi orðið meiri vitundarvakn- ing um mikilvægi þess að versla í heimabyggð bara á þessu ári. Mér fannst fólk líka aðeins meira pæla í þessu fyrir síðustu jól,“ segir ómar og bætir við að verslanir í hans sam- félagi gæti þess að vera samkeppn- ishæfar við verslanir á höfuðborg- arsvæðinu. „Það er kannski meira úrval í Reykjavík en fólk gerir samt ekki endilega betri kaup þar. ef við verslum ekki í heimabyggð gæti það farið svo að verslunin sé ekki leng- ur á svæðinu næst þegar fólk þarf á henni að halda,“ segir ómar. Samkeppni á Akranesi nær til Reykjavíkur Aðspurður segir Guðni Tryggva- son, eigandi verslunarinnar Mod- el á Akranesi, það fyrst og fremst mikilvægt að vera samkeppnishæf- ur vilji kaupmaðurinn fá viðskipta- vini til sín. „Auðvitað höfum við hag af því að fólk versli í heima- byggð en fyrir mér snýst þetta fyrst og fremst um að vera samkeppnis- hæfur. ef ég stend mig ekki þá bara fer fólk annað, það er eðlilegt,“ seg- ir Guðni. Akranes er nálægt höfuð- borgarsvæðinu og samkeppnin nær því þangað en Guðni segir það ekki hafa áhrif á sína verslun. „Göng- in eru opin í báðar áttir. Ég fagna öllum sem versla í heimabyggð en fyrst og fremst verð ég að standa mig,“ segir hann. Aðspurður seg- ir hann að í kórónuveirufaraldr- inum sé nú boðið upp á það að fá keyrt frítt heim að dyrum á Akra- nesi. „Við erum líka dugleg að setja inn myndir af vörum á Facebook og Instagram og erum núna að vinna í að opna vefverslun,“ segir hann og bætir við að það verði vonandi í þessari viku sem hún verður opnuð. arg Hægt er að skoða vöruúrval hjá Model á samfélagsmiðlum. Fólk er hvatt til að beina verslun sinni í heimabyggð Hjá Kram í Stykkishólmi hefur verið mikið að gera í vefversluninni. Á Vinnustofu Krums í Grundarfirði eru fallegar jólavörur sem Hrafnhildur Jóna gerir. Jólavörurnar eru komnar í Útgerðina. Heimamenn eru duglegir að versla í Tækniborg.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.