Skessuhorn


Skessuhorn - 11.11.2020, Blaðsíða 17

Skessuhorn - 11.11.2020, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 11. NóVeMBeR 2020 17 Bergþór Kristleifsson á Húsafelli undirbýr nú af krafti að næsta vor geti hafist framkvæmdir við bygg- ingu nýs hverfis heilsárshúsa á stað sem nefnist Litlutunguskóg- ur. Deiliskipulag fyrir svæðið hef- ur verið til frá 2007 og gerir ráð fyrir byggingu 54 húsa. Nú er sótt um stækkun þess þannig að hverfið rúmi 75 vel búin hús sem hæglega geta verið til heilsársbúsetu með öllum þeim þægindum sem farið er fram á. Hverfið er gróið og skjól- sælt og þaðan er víðsýnt, ofan til í Húsafellsskógi, ekki langt frá far- vegi Hvítár. Að sögn Bergþórs er gert ráð fyrir þremur húsgerðum á svæðinu, en að minnstu húsin verði 108 fermetrar að grunnfleti. Auk þess verður á svæðinu byggt sér- stakt þjónustuhús sem nýtast mun íbúum sem þar dvelja í lengri eða skemmri tíma. Bergþór og hans fólk ætlar sjálft að byggja húsin. „Við gerum ráð fyrir að öll húsin verði á steyptum sökkli og grunni en hyggjumst forsmíða timburein- ingar inni á verkstæði hjá okk- ur og reisa á byggingarstað. Hús- in verða svo með öllum þægindum til heilsársbúsetu. Þannig er mark- hópur að kaupum á þessum hús- um fólk sem gjarnan vill vera sem mest úti á landi og starfa þar. Fyrir- brigðið „sumarhús“ á í okkar huga ekki lengur við, heldur byggjum við heilsárshús með öllum þeim þægindum sem markaðurinn kallar eftir; heitu vatni, ljósleiðara og svo framvegis. Rúsínan í pylsuendan- um hjá okkur er að þetta nýja hverfi býður upp á mjög gott útsýni nið- ur héraðið og upp til jökla, þar sem landið er í meiri halla en núverandi byggð í skóginum,“ segir Bergþór í samtali við Skessuhorn. Sala hefst í vetur Bergþór segir að hafist verði handa við byggingu fyrstu húsanna næsta vor. Verið er að leggja lokahönd á þrívíddarteikningar þar sem vænt- anlegir kaupendur munu geta valið sér húsgerð og staðsetningu. „Lík- lega í byrjun næsta árs getum við farið að bjóða húsin til sölu. Þá mun kostnaðaráætlun liggja fyrir og allar teikningar sömuleiðis. ómar Pét- ursson hjá Nýhönnun hefur verið að teikna húsin. Við munum bjóða þrjár húsgerðir; 108 og 130 fer- metra hús og svo tveggja hæða hús einnig sem verða eitthvað stærri. Markhópur okkar í þessu verkefni er fólk sem vill dvelja langdvöl- um í fallegri náttúru og skapa sér aðstöðu þar til vinnu eða náms. Í hverfinu verður auk þess þjónustu- hús þar sem verður hægt að leigja vinnuaðstöðu, fundasal og einhver afþreying verður í boði. Auk þessa verður nokkru austar, eða við af- leggjarann upp á Kaldadal, byggt hús þar sem fólk getur leigt aðstöðu fyrir fjórhjól, snjósleða eða önnur tæki sem gjarnan fylgja afþreyingu fólks í dag, eins konar dótakassa,“ segir Bergþór. Samkvæmt núgildandi skipulagi er gert ráð fyrir 54 lóðum á svæð- inu en Bergþór er með það í farvegi að stækka svæðið um tuttugu lóðir til viðbótar þannig að alls verði 75 hús reist í Litlutunguskógi. „Þetta verður alveg sjálfstætt hverfi frá öðrum hér í skóginum, en teng- ist því með stígum og gönguleið- um. Göngufæri er því í afþreyingu sem hér er í boði svo sem sundlaug, golfvöll, verslun og veitingasölu. Fimm ára verktími Bergþór reiknar með að það taki um fimm ár að byggja hverfið, gangi salan að óskum, en framkvæmdir hefjast næsta vor. Nú þegar er vega- gerð og lagnavinna vel á veg kom- in. Gerir hann ráð fyrir að a.m.k. tíu manns muni starfa við byggingar og frágang á svæðinu og væntir þess að heildarkostnaður við verkefnið verði innan við fimm milljarðar króna. „Ávinningur okkar af þessu verkefni er margþættur,“ segir Bergþór. „Við erum þarna að taka í notkun gríðar- lega fallegt svæði þaðan sem útsýni er gott. Við horfum því til að fjölga þeim sem hér dvelja að staðaldri og vonumst náttúrlega til að þeir tímar komi að fólk megi eiga lögheimili í heilsárshverfum eins og þessum sem fram til þessa hafa verið skilgreind sem frístundasvæði. Þar þarf sveit- arfélagið að koma til skjalanna og hlýtur að gera það, því ella væri það að hafna útsvarstekjum þeirra sem hér vilja eiga lögheimilið sitt. Þessi hús sem við erum að hefja byggingu á eru fullbúin einbýlishús og gætu sem slík allt eins verið byggð við íbúðagötu í Borgarnesi eða Reykja- vík. Þá horfi ég ekki síður til þess að skapa hér mikla vinnu við uppbygg- ingu og um leið erum við að styrkja stoðir þeirrar þjónustu sem þegar er til staðar á Húsafelli.“ Fjarvinna mun áfram verða „Framtíðin er að fólk velur að búa utan þéttbýlis og stunda það- an vinnu eða nám. Fjarvinna hef- ur snaraukist í kóvidfaraldrinum og það ástand mun ekki færast til baka þótt sjúkdómurinn verði upprættur. Þá setur fólk það skilyrði að aðbún- aður sé góður, nettengingar örugg- ar, samgöngur öruggar og svo fram- vegis. „Hér höfum við nægt neyslu- vatn, hitaveitu, góðar samgöngur, ljósleiðara og til viðbótar fallegri náttúru en mörg önnur svæði geta státað af. Ég er því mjög bjartsýnn á að það muni ganga vel að selja húsin í Litlutunguskógi í Húsafelli,“ sagði Bergþór að endingu. mm Hefja á næsta ári framkvæmdir við nýtt heilsárshverfi í Húsafelli Dæmi um mögulegt útsýni frá Litlutunguskógi. Hönnun húsa: Nýhönnun ehf. / Ómar Pétursson, tölvugerð mynd/ ONNO. Horft til austurs af svæðinu. Ljósm. Kristín Jónsdóttir. Guðrún Bjarnadóttir eigandi Hespuhússins í Ölfusi, sem flutti úr Andakílnum á síðasta ári, hef- ur aðlagað sig að breyttum aðstæð- um vegna fækkunar ferðamanna í kórónuveirufaraldrinum. Nú hef- ur hún bætt púsluspili við vöruúr- valið. Um er að ræða 1.000 púsla jurtalitapúsluspil þar sem púsluð er mynd af jurtalituðum hnyklum úr Hespuhúsinu. „Í Covid-19 fóru all- ir að púsla og prjóna svo púsluspilið sameinar það sem er vinsælt í dag,“ segir Guðrún í samtali við Skessu- horn. Hún segir púslið einnig vera fræðsluefni þar sem því fylgir mynd til að púsla eftir og þar er hægt að sjá úr hverju hver hnykill er litað- ur auk þess sem fræðsla um jurta- litun á Íslandi fylgir með. „Ég segi að púsluspilið sé fallegt, fræðandi og fjölskylduvænt,“ segir Guðrún. Hægt er að panta púslið í vefversl- un á hespa.is. arg Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks- ins á Akranesi lögðu það til á fundi bæjarstjórnar síðdegis í gær að ákvörðun um val á leið við uppbyggingu á Fjöliðjunni, vernduðum vinnu- og hæfing- arstað á Akranesi, verði frestað. Frá þessu var greint á facebook- síðu flokksins síðdegis í gær, en fundurinn var ekki hafinn þeg- ar Skessuhorn var sent í prent- un. Segja Sjálfstæðismenn að fresturinn gæfi bæjaryfirvöldum tækifæri til ítarlegrar skoðunar á uppbyggingaráformum með hliðsjón af breyttu skipulagi á að- liggjandi lóðum og fari fram sam- hliða fjárhagsáætlanagerð fyrir árið 2021, eins og segir í tillögunni. Í greinargerð með henni er lagt til að núverandi hús Fjöliðjunnar við Dalbraut verði rifið og farið í hönn- un og byggingu nýs húss sem henti betur starfseminni í dag. Vísað er til þess að mygla hafði greinst í hús- inu við Dalbraut áður en bruni varð í því vorið 2019. „Að hafa þessa vá yfirvofandi er óþarfa áhætta og að stefna viðkvæmum einstaklingum inn í mögulega ótryggt húsnæði er umhugsunarvert,“ segir í greinar- gerð með tillögu Sjálfstæðismanna. Í greinargerðinni segir m.a. að bruninn í Fjöliðjunni á Akranesi í maí á síðasta ári hafi verið íbúum bæjarins mikið áfall ekki síst þeim er þangað sóttu sína vinnu. „Þar sem skemmdir af völdum brunans urðu miklar varð strax ljóst að grípa yrði skjótt til bráðabirgðaráðstaf- ana svo tryggja mætti hið gefandi starf er þar fer fram. Það tókst og þá um leið skapaði bæjarstjórn sér nauðsynlegt andrými til þess að ákveða hvernig haga skyldi upp- byggingu á aðstöðu Fjöliðjunnar til framtíðar.“ Þá segir í greinargerð- inni að fyrir bruna Fjöliðjuhússins hafi verið búinn að koma í ljós al- varlegur mygluvandi í húsnæðinu sem ekki hafði verið komist fyr- ir. „Umfjöllun fjölmiðla á síðustu dögum um myglu í húsum, ásamt þeim alvarlegu áhrifum sem hún getur haft á heilsu fólks og hversu erfitt hefur reynst að uppræta hana með viðgerðum, kallar á endurskoðun á því mati sem meirihluti bæjarráðs lagði til grundvallar sinni ákvörðun. Fjölmörg dæmi eru um ein- staklinga á Akranesi, sem glímt hafa við veikindi vegna myglu, tala einnig sínu máli.“ Þá segir að dæmin hafi sannað að fyrir- tæki og sveitarfélög hafa reynt að koma í veg fyrir að þessi vá- gestur, þ.e. myglan, lifi í húsa- kynnum þeirra en niðurstaðan leiðir oftar en ekki til niðurrifs húsa. „Þá hefur jafnvel verið kost- að miklu til sem reynist glatað fé. Heilsa fólks er dýrmæt og verður ekki metin til fjár. Að hafa þessa vá yfirvofandi er óþarfa áhætta og að stefna viðkvæmum einstaklingum inn í mögulega ótryggt húsnæði er umhugsunarvert. Horfum saman til framtíðar,“ segir í greinargerðinni: „Látum hanna og byggja nýtt hús- næði fyrir starfsemi Fjöliðjunnar. Húsnæði sem mætir öllum nútíma- kröfum sem gerðar eru til starfsem- innar, mætir þörfum starfsmanna og væntingum skjólstæðinga nú og til lengri framtíðar. Horfum á ný tækifæri á stækkaðri lóð. Tækifærið er svo sannarlega til staðar, vilji er allt sem þarf,“ segir í greinargerð Sjálfstæðismanna. mm Bruni varð í Fjöliðjuhúsinu við Dalbraut að kvöldi 8. maí 2019. Starfsemin er nú í bráðabirgðahús- næði við Smiðjuvelli. Leggja til að Fjöliðjuhúsið verði rifið og nýtt hús byggt Hespuhúsið setur púsluspil á markað

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.