Skessuhorn - 11.11.2020, Side 18
MIÐVIKUDAGUR 11. NóVeMBeR 202018
Ásmundur einar Daðason, félags-
og barnamálaráðherra, hefur und-
irritað reglugerð um hlutdeildarl-
án, sem ætlað er að hjálpa fyrstu
kaupendum og þeim sem ekki hafa
átt fasteign síðastliðinn fimm ár og
eru undir ákveðnum tekjumörkum
að brúa bilið við fasteignakaup.
Lög um hlutdeildarlán tóku gildi
1. nóvember og fjallar reglugerðin
um útfærslu þeirra.
Í reglugerðinni er meðal ann-
ars kveðið á um meðferð umsókna
og úthlutun hlutdeildarlána. Þá er
ákvæði um skilyrði hlutdeildarl-
ána, til dæmis hvaða íbúðir verða
keyptar með hlutdeildarlánum,
hagkvæmni, gæði og ástand íbúða,
hámarksverð og stærðir íbúða, sem
og undanþágur frá almennum skil-
yrðum hlutdeildarlána. Jafnframt
er kveðið á um endurgreiðslu
hlutdeildarlána og samstarf Hús-
næðis- og mannvirkjastofnun-
ar við byggingaraðila. einnig eru
tilgreindar tímabundnar heim-
ildir lántaka til útleigu íbúðar og
gjaldfellingarheimild Húsnæðis-
og mannvirkjastofnunar á hlut-
deildarláni. Að lokum er kveðið á
um tímabundnar undanþágur frá
hámarksverðum íbúða sem gilda
munu út árið 2021. Þannig verð-
ur fyrir hendi undanþága vegna
tilvika á höfuðborgarsvæðinu þar
sem aðstæður á byggingarstað eða
skilmálar á byggingarreit valda því
að byggingarkostnaður er hærri
en almennt gerist. einnig er gert
ráð fyrir undanþágu frá hámarks-
verði vegna íbúða sem þegar hafa
verið byggðar, eru í byggingu eða
sem fyrir liggja samþykkt bygg-
ingaráform um sem eru þess eðl-
is eða svo langt á veg komnar að
óhagkvæmt er að breyta þeim
til samræmis við stærðarviðmið
reglugerðarinnar. er þannig gert
ráð fyrir ákveðnum sveigjanleika
fyrsta árið á meðan byggingarað-
ilar eru að laga sig að nýjum við-
miðum um hagkvæmni.
Opnað var fyrir umsóknir um
hlutdeildarlán í byrjun vikunnar
og sér Húsnæðis- og mannvirkja-
stofnun um afgreiðslu umsókna.
Nánari upplýsingar má finna á
upplýsingavef um hlutdeildarlán,
hlutdeildarlan.is.
mm
Parhús úr timbureiningum í byggingu við Hjallatanga í Stykkishólmi.
Ljósm. úr safni tengist fréttinni ekki með beinum hætti.
Reglugerð um
hlutdeildarlán tekur gildi
Starfshópur, sem falið var að greina
þróun tollverndar og stöðu íslensks
landbúnaðar gagnvart breytingum í
alþjóðlegu viðskiptaumhverfi, hef-
ur skilað skýrslu til sjávarútvegs-
og landbúnaðarráðherra. Ráð-
herra gerði grein fyrir skýrslunni á
fundi ríkisstjórnarinnar í morgun. Í
skýrslunni er fjallað um markaðs-
aðgang og tollaívilnanir í gegnum
fríverslunar- og viðskiptasamninga
sem Ísland hefur gert, ítarlega er
farið yfir þróun á innflutningi land-
búnaðarafurða og innlendrar fram-
leiðslu síðasta áratuginn og fjallað
er um þróun tollverndar og stuðn-
ing við landbúnað í alþjóðlegu sam-
hengi.
Skýrslan er liður í aðgerðaáætlun
í 17 liðum um að efla matvælaör-
yggi, tryggja vernd búfjárstofna og
bæta samkeppnisstöðu innlendrar
matvælaframleiðslu. Hún verður
tekin til athugunar í verkefnistjórn
um mótun landbúnaðarstefnu.
Meðal helstu niðurstaðna í skýrsl-
unni segir að erlend samkeppni hafi
aukist töluvert með auknum inn-
flutningi landbúnaðarvara síðasta
áratuginn. Stærstu áhrifaþættirnir
eru aukin eftirspurn vegna fjölgun-
ar ferðamanna, breytingar á neyslu-
venjum og rýmri markaðsaðgangur
fyrir innfluttar vörur til Íslands. Þar
eru helst nefndir samningar Íslands
við eSB um viðskipti með landbún-
aðarvörur sem tóku gildi árið 2018.
eftirspurn eftir tollkvótum hefur
aukist mikið undanfarin ár og opn-
ir tollkvótar hafa verið veittir tíma-
bundið á ákveðnum vörum þegar
þær skorti á innlendum markaði.
Þá kemur í skýrslunni fram að
innlend framleiðsla virðist í flestum
tilvikum ekki hafa haldið í aukna
eftirspurn og hefur henni verið
mætt í meira mæli með innflutn-
ingi. Sjá má að í ákveðnum vöru-
flokkum hefur framboð ekki náð að
anna eftirspurn og hafa ákveðnar
vörur verið fluttar inn á tiltölulega
háum tollum á síðari árum, sem var
fáheyrt fyrr á tímum. Framleiðslu-
ferill margra landbúnaðarvara er
langur og getur reynst erfitt fyrir
framleiðendur að bregðast skjótt
við breytingum á markaði. Mark-
aðshlutdeild innfluttra vara hefur
því almennt aukist nokkuð umfram
innlendar vörur.
Í skýrslunni kemur fram að dreg-
ið hafi úr tollvernd á ýmsum vöru-
tegundum í formi tollaniðurfell-
inga, tollalækkana og aukinna toll-
kvóta. Stærsti einstaki áhrifaþáttur-
inn eru samningar Íslands og eSB
um viðskipti með landbúnaðar-
vörur. Auknir tollkvótar hafa auk-
ið markaðsaðgang hingað til lands
á kjöti, ostum og unnum kjötvör-
um. Samkvæmt OeCD hefur toll-
vernd á Íslandi dregist saman yfir
lengri tíma en breytilegt eftir því
hvaða tímabil eru til skoðunar. Í
alþjóðlegum samanburði er toll-
vernd mest hjá Íslandi samanborið
við aðildarríki OeCD og eSB, en
hún er á svipuðu reki og hjá Nor-
egi og Sviss.
mm
Skýrslu um þróun tollverndar
Upptaka á íslensku hvítkáli. Ljósm. úr safni.
Lyfjum stolið
úr skipi
GRUNDARFJ: Á föstudag-
inn var brotist inn í skip sem lá
við bryggju í Grundarfirði. Við
athugun kom í ljós að lyfjum
hafði verið stolið úr lyfjaskáp.
Unnið er að rannsókn málsins
og er verið að skoða upptök-
ur úr myndavélakerfi Grundar-
fjarðarhafnar en höfnin er vel
vöktuð af myndavélum að sögn
lögreglu. -frg
Ógnandi
viðskiptavinur
bítur í harðfisk
BORGARNES: Rétt fyrir mið-
nætti að kvöldi föstudags barst
Neyðarlínu tilkynning um ógn-
andi viðskiptavin sem neitaði að
nota grímu í verslun Olís við
Brúartorg í Borgarnesi. Þegar
lögregla mætti á staðinn hitti
hún fyrir hinn meinta ógnandi
viðskiptavin sem sat í bíl sín-
um. Sá þverneitaði að hafa ver-
ið ógnandi. Sagðist hafa verið
með grímu í versluninni en hafa
tekið hana niður við útidyr til
þess að fá sér bita af harðfiski.
Lögreglu tókst að róa viðstadda
og leiðbeindi að því loknu um
grímunotkun. -frg
Bakkað
glæfralega
STYKKISHÓLMUR: Lög-
reglumenn á eftirlitsferð um
Stykkishólmi rétt fyrir miðnætti
á laugardagskvöld sáu hvar bif-
reið var ekið í veg fyrir aðra bif-
reið. Í kjölfarið bakkaði öku-
maður annarrar bifreiðarinnar
á ógætilegan hátt eftir Aðalgötu
nokkurn spöl. Lögreglumenn
höfðu afskipti af ökumönnum
beggja bifreiða og áminnti fyrir
ógætilegan akstur. Vegna ungs
aldurs ökumannanna var haft
samband við foreldra þeirra auk
þess sem barnaverndarnefnd
var gert viðvart. -frg
Skemmdarverk á
gistiheimili
GRUNDARFJ: Á mánudag
barst lögreglu tilkynning um
skemmdarverk í gistiheimili í
Grundarfirði. Þar hafði verið
brotist inn og nokkrar skemmd-
ir unnar með því að sparka í
hurðir og spenna nokkrar hurðir
upp. Gistiheimilið er ekki opið
og enginn var á staðnum um
helgina. Starfsmenn sem mæta
til vinnu á mánudag sáu að farið
hafði verið inn í húsið. Talið er
líklegt að neyðardyr hafi opnast
í óveðrinu 5. nóvember og því
hafi verið auðvelt að komast inn
í húsið. ekki er vitað hver eða
hverjir voru að verki. -frg
Fíkniefnaakstur
AKRANES: Ökumaður var
stöðvaður á Akranesi um miðjan
dag á mánudag. Fíkniefnapróf
reyndist jákvætt fyrir amfeta-
míni. Ökumaður viðurkenndi
að hafa neytt amfetamíns nótt-
ina áður. Hann var handtekinn
og mál hans fór í hefðbundið
ferli. -frg
Kannabisneysla í
skógrækt
AKRANES: Að kvöldi mánu-
dags barst lögreglu tilkynning
um að ungmenni væru að reykja
kannabis á salernum við skóg-
ræktina á Akranesi. Þegar lög-
regla kom á staðinn var fólk-
ið horfið á braut og fannst ekki
þrátt fyrir leit. Nokkuð hefur
verið um skemmdarverk á kló-
settunum og er fólk því frek-
ar á tánum og tekur betur eft-
ir óvenjulegum mannaferðum.
-frg
Dópaður á
hlaupahjóli
AKRANES: Rétt eftir miðnætti
aðfararnótt þriðjudags tóku
lögreglumenn á eftirlitsferð eft-
ir aðila á ljóslausu hlaupahjóli.
Þegar hann varð var við lög-
reglu reynir hann að stinga af.
Lögreglumennirnir skiptu liði
og hljóp annar á eftir ökumanni
hlaupahjólsins. Lögreglumað-
urinn sem hljóp er afar fljótur
að hlaupa og stingur t.d. vinnu-
félaga sína auðveldlega af í fót-
bolta. Átti ökumaður hlaupa-
hjólsins því aldrei séns, að sögn
lögreglu. Þegar lögreglumaður-
inn er alveg að ná honum verð-
ur honum svo um að hann fell-
ur af hjólinu og til jarðar. Í kjöl-
farið var ökumaður öryggis-
leitaður, handtekinn og fluttur
á lögreglustöð. Á ökumannin-
um, sem reyndist vera á fimm-
tugsaldri, fundust ætluð kanna-
bisefni og verður hann sóttur til
saka fyrir brotin. -frg
Aflatölur fyrir
Vesturland
31. október - 6. nóvember.
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu
Akranes: 3 bátar.
Heildarlöndun: 4.736 kg.
Mestur afli: ebbi AK-37: 2.131
í einni löndun.
Arnarstapi: engar landanir á
tímabilinu.
Grundarfjörður: 8 bátar.
Heildarlöndun: 304.780 kg.
Mestur afli: Hringur SH-153:
38.318 kg í einni löndun.
Ólafsvík: 13 bátar.
Heildarlöndun: 95.725
Mestur afli: Brynja SH-236:
14.604 kg í þremur löndunum.
Rif: 8 bátar.
Heildarlöndun: 58.407 kg.
Mestur afli: Hamar SH-224:
31.265 kg í einni löndun.
Stykkishólmur: 1 bátur.
Heildarlöndun: 8.090 kg.
Mestur afli: Fjóla SH-7: 8.090
kg í fjörum löndunum.
Topp fimm landanir
á tímabilinu:
1. Hringur SH-153: 68.318
kg. 4. nóvember.
2. Runólfur SH-135: 64.653
kg. 2. nóvember.
3. Akurey AK-10: 58.945 kg.
5. nóvember.
4. Farsæll SH-30: 56.284 kg.
3. nóvember.
5. Sigurborg SH-12: 54.335
kg. 2. nóvember.
-frg