Skessuhorn


Skessuhorn - 11.11.2020, Page 19

Skessuhorn - 11.11.2020, Page 19
MIÐVIKUDAGUR 11. NóVeMBeR 2020 19 Sylvaine Scharapenko hefur ekki látið kórónuveirufaraldur stoppa sig í að elta draumana og stefn- ir hún á að opna nýjan veitinga- stað á Hellissandi á næstu dögum. Veitingastaðurinn, sem hefur feng- ið nafnið RAM, mun vera til húsa þar sem Kaffi Sif var áður. Sylvaine er 52 ára kona, uppalin nærri Lut- herstadt Wittenberg, sem er mitt á milli Berlínar og Leipzig í Þýska- landi. Hún flutti ásamt börnun- um sínum til Hellissands 1. sept- ember síðastliðinn og þótti það til- valinn staður til að opna veitinga- stað. „Mig langaði að opna stað þar sem ég gæti bæði búið til list og mat,“ segir Sylvaine og bætir við að á RAM verði ekki bara boðið upp á veitingar heldur mun listin skipa þar stórt hlutverk. RAM hennar framlag til samfélagsins Í Þýskalandi hefur Sylvaine mik- ið unnið með geitaafurðir, búið til osta úr mjólkinni og listaverk úr ullinni. „Það var svona mín leið,“ segir hún. „Mér þykir gott að vinna og ég vil líka alltaf vinna að því að uppfylla drauma mína,“ segir Syl- vaine og bætir við að RAM sé ein- mitt einn af þeim draumum. „Í Þýskalandi upplifði ég hversu fljótt dreifbýlið verður fátækt þegar veit- ingastöðunum er lokað. Ég upplifði hvernig fólk villist í atvinnuleysi og upplifir sig einskis virði. Með því að opna RAM vil ég leggja mitt að mörkum fyrir samfélagið svo ég geti sjálf einfaldlega tekið þátt í samfélaginu líka,“ segir Sylvaine. „Ég reyni alltaf að vera hugrökk í því sem ég geri,“ bætir hún við. Enginn ætti að þurfa að vera einn Aðspurð segir hún að á boðstólnum verði einfaldir þýskir réttir dags- ins, brauð og pretzels og heima- lagaða linsubaunasúpur. Í desemb- er bætist svo við þýskir jólaréttir auk þess sem Sylvaine ætlar að til- einka sér íslenska matargerð líka. „Því miður er tungumálakunnáttan mín ekki nógu góð svo ég hef þurft að seinka opnuninni því ég á erfitt með að finna út öll þau skilyrði sem ég þarf að uppfylla,“ segir hún en ætlar samt ekki að láta það stoppa sig. en hefur heimsfaraldurinn ekki haft nein áhrif á áform hennar? „Þetta er sannarlega erfiður tími til að opna svona stað, ég geri mér grein fyrir því. Takmarkanirnar eru líka erfiðar, að það geta bara verið tíu á staðnum í einu og við þurf- um að loka klukkan níu. Þetta leyfir okkur bara að byrja mjög rólega,“ svarar hún. „en ég hlakka til að búa til stað þar sem fólki getur liðið vel, setið, hitt annað fólk, talað saman og hlegið smá. enginn ætti að þurfa að vera einn,“ segir Sylvaine. arg Soffía Guðrún Guðmundsdóttir hefur verið ráðin nýr félagsmála- stjóri Félagsþjónustu Stranda- og Reykhólahrepps. Á vef Reykhóla- hrepps kemur fram að hún taki við starfinu af Guðrúnu elínu Benón- ýsdóttur. Soffía Guðrún lauk stúd- entsprófi frá Verslunarskóla Ís- lands vorið 1986 og hefur lokið B.A gráðu og M.A. gráðu í félags- ráðgjöf frá Háskóla Íslands, M.A gráðu í kynjafræði frá Háskóla Ís- lands og B.A gráðu í félags- og þjóðfélagsfræði frá Háskóla Ís- lands. Hún hefur áður starfað við félagsráðgjöf í Rygge í Noregi, sem verkefnastjóri við félagsmiðstöðina Bólstaðarhlíð 43 í Reykjavík, sem móttökuritari hjá landlæknisemb- ættinu, skrifstofustjóri/ læknarit- ari á lyflækningadeild LHS, ritari sóttvarnarlæknis við landlækna- embættið auk þess sem hún hefur starfað á sambýlum, í athvarfi fyr- ir geðfatlaða og á frístundaheimili. Hefur hún því víðtæka menntun og reynslu fyrir starf félagsmála- stjóra. arg Opnar veitingastað á Hellissandi RAM er til húsa þar sem Kaffi Sif var áður. Á RAM veður boðið upp á einfalda þýska rétti dagsins, brauð og pretzels og heimalagaða linsubaunasúpu. Soffía Guðrún Guðmundsdóttir er nýr félagsmálastjóri Félagsþjónustu Stranda- og Reykhólahrepps. Ljósm. Reykhólahreppur. Soffía Guðrún er nýr félagsmálastjóri á Reykhólum Hettupeysur fáð� verðtilboð fyrir þin� hóp www.smaprent.is • smaprent@smaprent.is • sími 666-5110 Ef verslað er fyrir 10.000 kr eða meira er enginn sendingarkostnaður! www.smaprent.is 900 kr/stk Verð áður 1.290 kr/stk 1.290 kr/stk 1.500 kr/stk Verð áður 2.990 kr/stk 990 kr/stk 400 kr/stk Verð áður 1.990 kr/stk 1.990 kr/stk 1.490 kr/stk Elís� w w w .s m ap re n t. is TI LB O Ð SH O R N Við sendum út um alLt LAND!

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.