Skessuhorn


Skessuhorn - 11.11.2020, Page 23

Skessuhorn - 11.11.2020, Page 23
MIÐVIKUDAGUR 11. NóVeMBeR 2020 23 Nýverið fékk hjúkrunar- og dval- arheimilið Brákarhlíð í Borgarnesi staðfestingu á að það hljóti alþjóð- lega vottun sem eDeN heimili. Fjögur heimili hérlendis munu þá hafa hlotið vottun sem eden heim- ili; Brákarhlíð, Öldrunarheimili Ak- ureyrar, Mörk og Ás. Fleiri hjúkr- unar- og dvalarheimili eru að vinna á grunni eden hugmyndafræðinnar og munu væntanlega ná alþjóðleg- um áföngum innan tíðar. Hugmyndafræði eden fangar vel þau viðfangsefni sem við er að eiga í aðstæðum fólks þegar það eldist, hættir að vinna eða félagslegar og heilsufarslegar aðstæður breytast og búseta á hjúkrunarheimili verð- ur nauðsynleg. Á eden heimilum er markvisst unnið gegn einmana- leika, vanmáttarkennd og leiða og leitast er við að styrkja sjálfsmynd og sjálfræði og viðhalda getu íbú- anna eins og kostur er. Stuðningur, aðhlynning og hjúkrun miðar að því að viðhalda þátttöku íbúanna, enda er hjúkrunar- og dvalarheim- ilið, heimili þeirra sem þar búa. Samstarf og þátttaka íbúa, aðstand- enda og starfsfólks er sá grunntónn sem fylgja þarf í öllu starfinu. Menning og viðhorf í þjónustu við eldra fólk þarf stöðugt að end- urskoða og þróa. Þarfir notend- anna breytast samhliða kröfum samfélagsins og heilsufarslegar- og félagslegar aðstæður eru aðrar í dag en fyrir örfáum árum. Þess vegna, og í ljósi örra samfélagslegra breyt- inga, þurfa stjórnendur og starfs- fólk í þjónustu við aldraða að færa sér í nyt og þróa eða skapa nýj- ungar. Í því stöðuga verkefni þarf að horfa til hugmyndafræði jafnt sem tækni, starfshátta og áhrifa al- mennra viðhorfa. eden hugmynda- fræðin er eitt þeirra verkfæra sem virka vel í slíkri vinnu og í þjónustu við aldraða. Tilgangur þessa greinarstúfs er að vekja athygli á núverandi þjón- ustuumhverfi við aldraða inni á hjúkrunarheimilum og að vekja at- hygli á eden nálguninni. Hvernig hún getur, mögulega með ákveð- inni samþættingu, nýst í allri þjón- ustu og utanumhaldi við þá sem aldraðir eru, hvort sem þeir búa inn á sjúkrastofnun, öldrunarheim- ili, eða búa enn heima í eigin húsi eða íbúð. Veruleikinn í þjónustu við aldr- aða á Íslandi í dag er að þjónustan er mjög „hólfaskipt“ eða aðgreind eftir því hver sér um hvað varðandi þá þjónustu sem aldraðir þurfa að fá. Fleiri og fleiri búa lengur við góða heilsu og sjá um flesta þætti lífsins sjálfir. en aðrir þurfa, heilsu sinnar vegna og mögulegra vegna annarra þátta að reiða sig á þjón- ustu og umönnun og þá skiptir öllu máli að sá stuðningur byggi á heild- arsýn og samþættri þjónustu. Hólfaskipting og núverandi átök milli sveitarfélaga og ríkis og ann- arra sem annast þjónustu við eldra fólk vinnur gegn og er skaðleg lífs- gæðum fólks sem þarf að reiða sig á þjónustu og umönnun í daglegu lífi. Slík átök, sem því miður snú- ast oftar en ekki um peninga, skapa óöryggi og óvissu og vinna gegn þeirri virðingu og mannúð sem á að grundvallast í allri samfélags- legri þjónustu. Afleiðingin birtist sem einmanaleiki, vanmáttur og leiði, bæði notenda og starfsfólks og stjórnenda í þjónustu við eldra fólk. Hér getur eden hugmynda- fræðin, heildarsýn og opið samtal opinberra aðila sem og þeirra sem reka og starfrækja öldrunarþjón- ustu komið að gagni. Við þurfum að nálgast og eiga samtalið á opinn og launsarmiðaðan hátt með það að markmiði að útrýma „sílóum og gráum svæðum“ sem nú eru á milli þjónustuveitenda í málaflokknum. Með áherslum eden hugmynda- fræðina og um samstarf og þátt- töku náum við að skapa nýja sýn og nýja menningu sem leggur áherslu á betri aðbúnað fyrir líf sem vert er að lifa þegar við eldumst. Björn Bjarki Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri Brákarhlíðar og vara- formaður Samtaka fyrirtækja í vel- ferðarþjónustu. Halldór S. Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Öldrunarheimila Ak- ureyrar og dósent við Félagsráðgjafar- deild Háskóla Íslands. Í Skessuhorni fyrir þremur vikum birtist frétt þar sem sagt var frá að Veiðifélag Grímsár og Tunguár hefði verið sýknað að kröfu ábú- enda í Fossatúni um að gisti- og veitingasala væri ekki heimil utan laxveiðitímans. Þetta mál á sér langa forsögu og rétt að útskýra í stuttu máli hvernig það er til kom- ið. Við hjón keyptum lögbýli og lögðum í uppbyggingu atvinnu- reksturs í Fossatúni árið 2001 og urðum þar með aðilar í Veiðifélag Grímsár og Tunguár. Árið eftir ákvað veiðifélagið að fara út í al- mennan samkeppnisrekstur í veiði- húsi sínu utan veiðitímans. Við spurðumst fyrir um þessa ákvörð- un og var sagt að veiðifélaginu bæri skylda skv. lögum að „hámarka arð“ aðildarfélaga og þessi leið hefði verið valin. Við tókum þetta trúan- legt, vildum góða sambúð og und- irritaður tók að sér að verða endur- skoðandi fyrir veiðifélagið. eftir að hafa kynnst rekstrinum tók ég eftir að rekstur veiðihúsins var taprekst- ur á hverju ári eða samtals um 31 milljón króna samkvæmt ársreikn- ingum tímabilið 2000-2009. Þetta jafngilti að Fossatún greiddi 1,6 m.kr. (núvirt) með rekstri veiði- hússins á þessu tímabili. Ég lét af endurskoðendastörfum eftir 2009. Við fögnum eðlilegri sam- keppni, en fannst sérkennilegt að vera skylduð til að vera í félagi sem lagði í miklar fjárfestingar og ódýra leigu húsnæðis síns til að standa í almennum samkeppnisrekstri gegn okkur. efasemdir ágerðust eftir að hafa fengið staðfest að svartur at- vinnurekstur var stundaður í veiði- húsinu. Við vorum sem sagt að niðurgreiða með laxveiðitekjum rekstur sem skapaði okkur ójafna samkeppnisaðstöðu og fjárhagsleg- an skaða. Við kynntum okkur málið, lásum lögin um lax- og silungsveiði og fengum lögfræðiálit. Fannst blasa við að lögbundið hlutverk veiði- félaga takmarkaðist við hið skil- greinda markmið, sjálfbærni og fiskrækt. ekki væri hægt að víkka það út til almenns samkeppnis- reksturs með hámörkun arðsemi að markmiði. Við bárum okkur upp við stjórn en var vísað á Fiski- stofu og dómstóla. Úr varð nokk- urra ára kostnaðarsöm þrautaganga sem lauk í Hæstirétti Íslands í mars 2014. Niðurstaðan þar staðfesti að almennur samkeppnisrekstur utan veiðitíma væri ekki í nánu sam- hengi við markmið lax- og silungs- veiðilaganna og ekki heimill nema að fengnu samþykki allra félags- manna. Sem sagt, við unnum mál- ið. Gátum loks aftur hafist handa og fjárfestum á næstu misserum 100 m.kr. til uppbygginar í Fossa- túni. Réttum tveim árum eftir Hæsta- réttardóminn fréttum við að veiði- félagið hefði tekið upp þráðinn og hafið rekstur í veiðihúsinu. Lærð- um líka hvernig það kom til. Að höfðu samráði við formann veiði- félagsins átti formaður Landssam- bans veiðifélaga fund með land- búnaðarráðherra skömmu eftir niðurstöðu Hæstaréttar 2014. Í framhaldi fól ráðherrann formann- inum að vinna tillögu að lagabreyt- ingu til að gera Hæstaréttardóm- inn í máli okkar óvirkan og að veiðfélögum yrði heimilt að standa að almennum samkeppnisrekstri utan laxveiðitímans. Frumvarp- ið var lagt fram og formaðurinn varð síðan leiðbeinandi atvinnu- veganefndar í málinu. Frumvarpið var afgreitt óbreytt, án umræðu í kranaafgreiðslu á síðasta degi þings 2015. Alþingi ber að leita eftir víðtæk- um og andstæðum sjónarmiðum við undirbúning lagasetningar. Sé ákveðið að bregðast við dómsnið- urstöðu með lagasetningu er sjálf- sagt að sjónarmið beggja málsað- ila komi fram. Atvinnuveganefnd ákvað að leita hvorki eftir áliti aðil- ans sem vann í Hæstarétti, né ann- arra sem lögin kynnu að varða s.s. Samtök ferðaþjónustunnar. Heldur reiða sig gagnrýnislaust á ráðgjöf hagsmunaaðilans sem tapaði mál- inu og skrifaði lagabreytinguna. Þá þótti óþarft að kanna hvort laga- ákvæðið samræmdist markmiðum lax- og silungsveiðilaganna og þar með stjórnarskránni. Stjórnarskránni er ætlað að vernda rétt einstaklinga og kveð- ur á um félagafrelsi þ.e. að ekki megi skylda fólk til þátttöku í fé- lögum. Komi til undantekningar þar á skal það grundvallað á skýr- um sameiginlegum hagsmunum. Í veiðifélagi er það sameiginlegt fiskisvæði sem aðildarfélögum ber að rækta og stuðla að sjálfbærni á. Bygging og rekstur veiðihúsa til þjónustu við veiðimenn var skilj- anlegt á sínum tíma enda gisti- möguleikar til sveita strjálir á síð- ustu öld. Lúxusvædd heilsárs gisti- og veitingaþjónusta á tímum nægs framboðs slíkrar þjónustu er hins vegar áhættufjárfesting og -rekst- ur, sem rýrir arð aðildarfélaga í veiðfélögum og hækkar verð til veiðimanna. Veiðifélag er í raun umönnunaraðili sameiginlegrar fasteignar og heildsali fyrir heild- arveiðirétt fiskisvæðis en leigu- takinn er smásali, sem selur stök veiðileyfi. Starfsemi veiðifélaga fellur undir lax- og silungsveiði- lögin en sölu- og markaðsstarfs- semi leigutaka gerir það ekki. Við leituðum eftir við Alþingi hvort ferli og niðurstaða lagasetn- ingarinnar fengist rædd þar innan- dyra og hugsanlega endurskoðuð. Svarið var sniðganga. Við ákváð- um að leita aftur til dómstóla. eins og í fyrri umferðinni þá var niðu- staða Héraðsdóms Vesturlands sú að almennur rekstur veitinga- og gistiþjónustu utan laxveiðitímans samræmist lögum um lax- og sil- ungsveiði og þar með skylduaðild- inni. Hæstiréttur Íslands komst að annarri niðurstöðu árið 2014 og við ábúendur í Fossatúni þá eins og nú erum ósammála Héraðs- dómi Vesturlands og höfum því aftur áfrýjað niðurstöðunni. Sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra hefur boðað endurflutn- ing á frumvarpi frá síðasta þingi um minnihlutavernd í lax- og sil- ungsveiðilögunum. Við skiluðum inn umsögn og fögnuðum um- ræðu og áherslu á aukna minni- hlutavernd í veiðifélögum. Bent- um á að Hæstiréttur dæmdi okk- ur minnihlutavernd sem Alþingi reyndi að afnema. Nú væri tækifæri til að leiðrétta það t.d. til samræmis við hæstaréttar- dóminn. Væntanlegt frumvarp um minnihlutavernd á sér upphaf í að enskur auðmaður eignaðist lax- veiðijarðir á Austurlandi. Nú ótt- ast bændur sem eru i veiðifélagi með honum að hann kunni að nota meirihlutavald sitt til þess að friða árnar og svipta þá veiðirétti. Við í Fossatúni höfum bent atvinnu- veganefnd og ráðherra á lausn. Að skylduaðild að veiðifélögum fiski- svæða sé barn síns tíma og sérstakt íslenskt fyrirbæri sem tímabært sé að endurskoða. Byrja t.d. með að gera skylduaðildina valkvæða. Að hún taki einungis til veiðiréttar- eigenda sem vilja láta veiða fyrir sínu landi en ekki þeirra sem vilja friða sitt svæði. Við ábúendur í Fossatúni leit- uðum upphaflega réttar okkar vegna óeðlilegrar samkeppni og fjárhaglegs skaða sem stefndi upp- byggingu reksturs okkar í hættu. Núna erum að leita eftir skýrum leikreglum. Að virkni laganna sé í samræmi við lagabókstafinn. Vegna skylduaðildar er veiðifélög- um ætlað að starfa innan þröngs og skýrs lagaramma. Þessi mörk hafa óskýrst og verið teygð inn á vett- vang starfsemi leigutaka. Þá hefur meirihlutaræði orðið ráðandi og minnihlutavernd allt að því horf- ið. Virknin er víða orðin eins og hjá hlutafélögum. er hægt að hafa skylduaðild að hlutafélögum? Steinar Berg í Fossatúni Eden hugmyndafræðin leggur áherslur á umbreytingu á menningu í þjónustu við eldra fólk. Áherslur sem hvetja til gleði, þroska og nýsköpunar. Pennagrein Hugmyndafræði hjúkrunar- heimila - Líf sem vert er að lifa Pennagrein Hlutafélag með skylduaðild?

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.