Skessuhorn


Skessuhorn - 11.11.2020, Síða 26

Skessuhorn - 11.11.2020, Síða 26
MIÐVIKUDAGUR 11. NóVeMBeR 202026 Pstiill - Geir Konráð Theódórsson Á bókasafnsdeginum á Bókasafni Akraness í september á síðasta ári var slagorð dagsins „Lestur er best- ur.“ Það er til að undirstrika mikl- vægi lesturs og læsis. Þar kom einn- ig fram að bókasöfnin eru einn af hornsteinum lestrarmenning- ar landsmanna og þar gegna þau mikilvægu hlutverki sem miðstöð fræðslu og þekkingar. „Bókasöfn- in stuðla vissulega að að eflingu íslenskunnar og viðhalda lestr- arkunáttu barna og unglinga og auka lestraráhuga hjá almenningi. Nú þegar Covid-19 herjar á okk- ur munum við í Bókasafni Akra- ness leitast við að veita bæjarbúum eins góða þjónustu og mögulegt er við þessar aðstæður sem nú ríkja,“ sagði Halldóra Jónsdóttir, for- stöðumaður bókasafnsins í samtali við Skessuhorn. Frá og með laugardeginum 31. október síðastliðins var boðað til hertra aðgerða í samfélaginu vegna útbreiðslu Covid-19, og standa aðgerðirnar a.m.k. til 17. nóvem- ber. „Þá var aðeins heimilt að tíu manns mættu koma saman og það einfaldlega gekk ekki upp hjá okk- ur. Ákváðum við því að loka safn- inu en hafa afgreiðslu í anddyr- inu við suðurinnganginn. Nú er því hægt að panta bækur til útláns hjá okkur. Annað hvort í gegnum Facebook síðu bókasafnsins, á net- fangið bokaverdir@akranessofn. is, hringja í safnið í síma 433 1200 en einnig er hægt að fara í gegnum leitir.is. Við tökum bækurnar til og viðskiptavinurinn getur nálgast þær í anddyrinu og á sama stað er einn- ig hægt að skila bókum á skilavagn og þá er einnig skilakassi í verslun Krónunnar hér í sama húsi.“ Halldóra segir að áður en bæk- urnar fari aftur í útleigu væru bókakápurnar þrifnar vel og látn- ar í einskonar sóttkví í tvo daga svo fyllsta öryggis sé gætt. „Við reyn- um að fara eins vel eftir sóttvarnar- reglum og mögulegt er.” Hún segir að þrátt fyrir þetta ástand væri útlán á bókum svipað og þau voru á síð- asta ári og væri það afar ánægjulegt. en aðrir þættir hefðu því miður fallið niður, en á safninu voru fast- ir liðir eins og foreldramorgnar þar sem meðal annars var boðið upp á fræðsluerindi nokkrum sinnum yfir veturinn, leshringur fyrir fullorðna yfir vetrarmánuðina, sögustundir fyrir börn og prjónakaffi svo eitt- hvað sé nefnt. Vökudagar með öðru sniði Á nýafstöðnum Vökudögum hef- ur einn af föstum liðum á dagskrá verið rithöfundakvöld í Bókasafn- inu. „Rithöfundakvöldið hefur ver- ið afar vinsælt hjá okkur í gegnum tíðina. en nú urðum við að breyta til. Ákveðið var láta þennan við- burð ekki falla niður þrátt fyrir samkomutakmarkanir og var því gripið til þess ráðs að streyma hon- um á Facebooksíðu safnsins. Far- ið var til höfundanna og upplestur þeirra tekinn upp og viðburðinum streymt á síðu safnsins mánudaginn 2. nóvember sl. Rithöfundkvöld- ið verður svo áfram aðgengilegt á Facebooksíðu bókasafnsins. einn- ig höfum við verið með ljósmynda- sýningu í gluggum safnsins. Það eru nemendur á lýðheilsu- og ljós- myndaáfanga á starfsbraut í FVA sem standa að sýningunni. Þá hef- ur Kristín ósk fatahönnuður ver- ið með sýningu á fatahönnun sinni í gluggum safnsins undir merkjum Krósk. Þriðja sýningin á Vökudög- um, á veggjum safnsins, er Zent- angle, sýning Borghildar Jósúa- dóttur og Steinunnar Guðmunds- dóttur. Henni verður framlengt þegar við opnum á ný 17. nóvem- ber og verður fram að aðventu,“ segir Halldóra. se er það ekki bara almenn kurteisi að segja takk þegar þú færð eitt- hvað gefins? Það eru að vísu sum- ir sem líkja skatti saman við þjófn- að, en meira að segja sumir þjóf- ar skilja eftir skilaboð þar sem þeir þakka fyrir sig. Ég hef verið að velta þessu fyrir mér síðan ég rakst á þessa mynd af blaði sem einhver skattgreiðandi í Ástralíu fékk í pósti. Það var eitt- hvað við þessa mynd sem greip mig, og því meira sem ég skoð- aði, las og hugsaði málið því meira fannst mér þetta vera eitthvað svo sjálfsagt. Auðvitað á hið opinbera að þakka fyrir framlagið okkar til rekstur ríkisins, og helst að útskýra hvað verður um þau verðmæti sem vinnan okkar skapaði og fara svo í skattinn. Skoðum þetta blað aðeins betur. Ástralska ríkið byrjar á að þakka fyrir skattinn og svo sýna skulda- stöðu ríkisins. eftir það kemur litrík sundurliðun á því sem rík- ið gerði við peningana sem frúin í Hamborg gaf því, það er að segja ef hún væri þessi ónefndi yfirstrikaði ástralski skattgreiðandi. Við sjáum að mest fer til velferðarmála og að þau eru sundurliðuð sérstaklega, svo koma heilbrigðismál, varn- armál, menntamál og svo fram- vegis. Fyrir aftan hvern lið er svo nákvæm tala á þeirri upphæð sem þessi ákveðni skattgreiðandi borg- aði í það málefni. Svo að lokum er einhver vefslóð til að fá ítarlegri upplýsingar. Mér þykir þetta alveg magnað og ég hugsaði með mér að hægt væri að eiga mun málefnalegra nöldur í heitu pottunum á Íslandi ef bara við fengum svona árlegan bleðil í pósti eða bara rafrænt á netið. Við getum að vísu nú þegar steytt hnef- ann og bölvað nákvæmlega yfir þeim 17.500 kr. sem fóru í útvarps- gjaldið, sem réttlætt er með rekstri á RÚV, en gjaldið fer svo auðvitað alls ekki beint í reksturinn á RÚV, heldur hverfur ofan í einhvert ex- celskjalshyldýpi hjá hinu opinbera. Við vitum nákvæmlegu töluna á þessum nefskatti sem leggst jafnt á alla, og eigum því auðveldara með að bölva vitleysunni því hún er hreinlega bara augljós. Það er hinsvegar erfiðara að skil- greina og bölva öllu hinu sem á okkur er lagt. Mér verður hugsað til kjötlærisins sem píranafiskarn- ir átu í James Bond myndinni You Only Live Twice. Það sést illa hvað gerist en úr öll- um áttum koma skattar og gjöld sem taka bita af hin- um íslenska skattgreiðanda. Ástandið hérna er jafn- vel verra en í bíómyndinni því stjórnmálamenn kepp- ast svo við að setja fleiri píranafiska í tjörnina með okkur - bifreiðagjald var til dæm- is bráðabirgðaskattur sem lagður var á þyngd bíla fyrir 30 árum til að staga upp í eitthvað fjárlagagat, en sá fiskur er enn að narta árvisst í okkur. Ég væri líklegri til að sætta mig við þessi gjöld og skatta ef það væri bara komið fram við okkur skatt- greiðendur af virðingu. Það er auðvelt fyrir stjórnmálafólk að lofa öllu fögru ef einhver annar á að borga kostnaðinn, og mig grunar að við kjósendur álpumst til að trúa þeim vegna þess að við sjáum í raun aldrei almennilega hvernig farið er með verðmætin okkar. Íslensku upplýsingarnar eru þó til á ákveðnu formi og tæknilega séð aðgengilegar. ef maður googlar og grefur sig áfram á netinu endar maður á undirsíðu stjórnarráðsins þar sem hægt er að finna kynningu frá fjármála- og efnahagsráðuneyt- inu um fjárlög fyrir árið 2021. Því miður er þessi vefsíða ekkert sér- staklega stöðug og hefur oftar en einu sinni hrunið á meðan ég var að skoða hana, eða þá að myndrænu upplýsingarnar hurfu burt. Sömu- leiðis eru þessar íslensku upplýs- ingar því miður ekki settar fram á eins auðskiljanlegan máta og hjá þeim í Ástralíu. Blessunarlega er ég þó kominn með lyf fyrir athyglis- brestinum mínum og ég náði að klóra mig í gegnum þetta og átta mig smá á grunnatriðunum. Árið 2021 eru áætlaðar tekjur ríkissjóðs 772 milljarðar króna, það er að segja verðmætin sem við gefum til hins opinbera með skött- um og gjöldum - en hinsvegar eru áætluð útgjöld hjá hinu opinbera því miður í kringum 1.119 millj- arðar króna. Ég gat ekki auðveld- lega séð skuldastöðu ríkisins, bara einhver hlutföll af vergri lands- framleiðslu. Google poppaði þó upp með einhverja tölu og vísaði í Alþjóða gjaldeyrissjóðinn, og sam- kvæmt þeim heimildum skuldar ríkið í kringum 900 milljarða króna eða í kringum 2,6 milljónir á hverja manneskju í landinu. Sá bömmer á líklegast bara eftir að verða enn meiri fyrir okkur miðað við hvern- ig efnahagsástandið er í dag. en að lokum fann ég innan um allt í þessari kynningu svo loksins litla mynd sem eitthvað líkist ástr- alska blaðinu. Myndin er að vísu ekki eins vel sundurliðuð eða svona fallega litríkt, en þetta gefur okkur þó einhverja hugmynd um í hvað skattarnir okkar fara - og mögu- lega hjálpar þetta þeim sem ætla að nöldra almennilega yfir þessu öllu í heita pottinum. Tja, þegar sund- laugarnar opna aftur fyrir almenn- ing. Verst var þó að sama hvar ég leitaði á þessum vefsíðum hjá hinu opinbera, þá rakst ég því miður hvergi á eitt einasta orð sem gæfi til kynna þakklæti í garð íslenskra skattgreiðenda. Kannski sendi ég fyrirspurn á einhverja opinbera manneskju og hvet fólkið til að gera betur, það á við um ríkið sem og sveitarfélög um að miðla upp- lýsingum betur til okkar og þakka fyrir sig. Það er þó líklegra að ég nöldri bara um þetta næst þegar ég fer í heita pottinn. Já, auðvitað er það síðan stóra málið að allir greiði sína skatta en ekki bara sumir, en það er svo önn- ur umræða. Æ, hvað ég sakna þess að fara í sund og heitan pott. Geir Konráð Theódórsson. Breytt fyrirkomulag bókasafnsins á tímum Covid Halldóra Jónsdóttir. Ljósm. úr safni. Íslenska ríkisstjórnin þakkar þér fyrir skattaframlagið þitt! Svona skiptast útgjöld ríkissjóðsins á Íslandi. Kvittun og skýring sem ástralskur skattþegn fær sent frá þarlenda ríkinu, með þökkum!

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.