Skessuhorn - 11.11.2020, Page 27
MIÐVIKUDAGUR 11. NóVeMBeR 2020 27
Það hefur verið ákveðin vakn-
ing fyrir sjósundi hjá grundfirsk-
um konum upp á síðkastið og hef-
ur sérstakur hópur verið stofnaður
fyrir baðferðirnar. Sigurborg Kr.
Hannesdóttir í Grundarfirði var
sú sem byrjaði á þessu og hrein-
lega fær ekki nóg af því að kæla sig
í sjónum.
„Þetta byrjaði með því að ég
prófaði að fara í sjósund í Stykkis-
hólmi í ágúst í fyrra,“ segir Sigur-
borg í stuttu spjalli við Skessuhorn.
„Þar fékk ég að kynnast þessari frá-
bæru íþrótt sem sjósund er,“ bæt-
ir hún við. Sjósundið í Grundar-
firði byrjaði 3. október síðastliðinn
með heimsókn sjósundskvenna úr
Stykkishólmi sem komu og kynntu
íþróttina fyrir þessum áhugasömu
konum og komu þeim af stað. „Við
höfum flestar verið sextán og þá
koma konur frá ólafsvík, Staðar-
sveit og Stykkishólmi og syntu með
okkur,“ segir Sigurborg. „Núna
síðustu vikurnar höfum við verið
sjö til átta að mæta en það er ákveð-
inn kjarni. Það eru alltaf að koma
einhverjar nýjar með til að prófa og
margar þeirra ætla að byrja á þessu
í vor með okkur.“
enn sem komið eru þetta einung-
is konur sem taka þátt í sjósundinu,
en þær auglýsa eftir körlum til að
prófa með þeim. Sigurborg segir
að þær séu oft spurðar hvort að þær
ætli að baða sig í sjónum í allan vet-
ur, því vissulega er orðið frekar hrá-
slagalegt í veðri þessa dagana. „Við
erum oft að hugsa um að pakka
niður sjósundsdótinu en svo kem-
ur fallegt haustveður og við erum
stokknar af stað og út í sjó,“ segir
Sigurborg. „Við erum reyndar að
gæla við að fara í sjóinn á gamlárs-
dag og enda árið með stæl ef veður
leyfir,“ bætir hún við. Aðspurð segir
Sigurborg að þetta sé nú frekar sjó-
böð heldur en sjósund enda er ekki
mikið verið að synda þarna. „Þetta
er ótrúlega gefandi, náttúrulegt
orkuskot fyrir líkama og andlega
líðan. Hækkar hreinlega hamingju-
stigið hjá manni og svo á þetta víst
að vera gott fyrir ónæmiskerfið sem
hlýtur að styrkjast þessa dagana.
Svo finnst mér sjósundið hafa gef-
ið mér aukinn framkvæmdakraft,“
segir Sigurborg er hún dásamar
þessa iðju. „Svo er félagsskapurinn
einstaklega góður. Það er bara allt
uppbyggilegt við þetta.“ Það er því
ljóst að mikil sjósókn er í Grundar-
firði og snýst ekki eingöngu um að
sækja björg í bú.
tfk
Knattspyrnufélag ÍA hefur samið
við fjóra nýja leikmenn fyrir kom-
andi tímabil og endurnýjað samn-
inga við aðra.
Árni Salvar Heimisson er fædd-
ur árið 2003 og hefur hann samið
við félagið til lok árs 2022. Hann
hefur spilað einn leik í Pepsi Max
deildinni og kemur hann inn í liðið
í gegnum uppeldisstefnu félagsins.
Júlíus emil Baldursson er fædd-
ur 2002 og kemur einnig í gegn-
um uppeldisstefnu félagsins. Hann
gerði samning til lok árs 2023. Þá
hefur félagið samið við Loga Mar
Hjaltested sem er efnilegur mark-
vörður. Hann er fæddur árið 2005
og kemur í gegnum uppeldisstefnu
félagsins og samdi við ÍA til loka
árs 2023. Loks hefur Lilja Björg
ólafsdóttir gert sinn fyrsta samn-
ing við Knattspyrnufélag ÍA en
hún kemur í gegnum yngri flokka
starf félagsins. Lilja Björg er fædd
2003 og hefur spilað sex leiki fyr-
ir meistaraflokk kvenna í deild og
bikar.
ÍA hefur einnig endurnýjað
samning við Árna Marinó einars-
son markvörð sem gekk til liðs við
félagið 2018. Árni hefur bæði leik-
ið með 2. flokki karla og meistara-
flokki Skallagríms. Steinar Þor-
steinsson hefur skrifað undir nýjan
þriggja ára samning við ÍA en hann
hefur verið einn af lykilmönnum
félagsins undanfarin ár. Ísak Örn
elvarsson hefur einnig endurnýjað
sinn samning við félagið til loka árs
2022, en hann er ungur og efnileg-
ur leikmaður.
Loks hefur Bryndís Rún Þór-
ólfsdóttir fyrirliði framlengt samn-
ing sinn við ÍA til næstu tveggja
ára. Bryndís hefur spilað 118 leiki
í deild og bikar og skorað níu
mörk.
arg/ Samsett ljósmynd/ kfia.
Kvennalandslið Íslands í körfubolta
hélt til Heraklion í Grikklandi á
sunnudaginn og keppir nú í vikunni
tvo leiki í undankeppni eM. Liðið
tekur nú þátt í mótinu þrátt fyrir
mótmæli KKÍ undanfarnar vikur
og fleiri þjóða. Þrátt fyrir þau ákvað
FIBA að halda sig við að láta leik-
ina fara fram. Hér á landi hafði ver-
ið æfingabann í íþróttum og því var
engan veg-
inn hægt að
segja að und-
i rbúningur
liðsins hafi
verið viðun-
andi áður en
haldið var
utan. Leik-
irnir tveir
hjá stelpunnum áttu að vera heima
og að heiman í þessum nóvember
glugga, en verða báðir spilaðir í
Grikklandi.
Leikdagar stelpnanna verða á
morgun, fimmtudag og laugardag-
inn 14. nóvember. Báðir hefjast
þeir kl. 15.00 að íslenskum tíma og
verða í beinni útsendingu á RÚV.
Fyrri leikurinn er gegn Slóveníu og
sá síðari gegn Búlgaríu. FIBA gaf
fyrir helgi út styrkleikastöðu þjóð-
anna fyrir komandi leiki og er Ís-
land númer 31 af 33 þjóðum. Alls
taka 40 þjóðir þáttt í evrópukeppni
kvenna á vegum FIBA en sjö af
þessum 40 eru í svokallaðri smá-
þjóðakeppni og því ekki undan-
keppni eM.
Fulltrúar Vesturlands í landsliðs-
hópnum eru Sigrún Sjöfn Ámunda-
dóttir úr Skallagrími, sem jafnframt
er leikjahæst íslensku stúlknanna,
og fararstjóri er Hannes S. Jónsson,
formaður KKÍ.
mm
„Þessi ákvörðun knattspyrnuyfir-
valda komu mér alls ekkert á óvart.
Knattspyrnusambandið var búið
að lýsa því yfir að tímaramminn til
þess að klára Íslandsmótið væri 1.
desember næstkomandi og þegar
sóttvarnaryfirvöld ákváðu að stöðva
allar keppnir og æfingar til a.m.k.
17. nóvember þá fannst mér þetta
liggja alveg ljóst fyrir. Auk þess
vildu knattspyrnuyfirvöld helst ekki
láta leika síðustu umferðirnar inn-
anhúss,“ segir Jóhannes Karl Guð-
jónsson þjálfari meistaraflokksliðs
ÍA um þá ákvörðum að aflýsa öllum
knattspyrnumótum.
„en ég neita því ekki að ég hefði
viljað láta klára mótið. Við sigldum
nokkuð lygnan sjó í deildinni og það
hefði verið gott tækifæri til þess að
gefa ungu strákunum í liðinu aukin
tækifæri til bæta við reynslu sína í
þessum fjórum umferðum sem eft-
ir voru.“ Jóhannes Karl segir að æf-
ingar liggi nú alveg niðri en um leið
og sóttvarnayfirvöld gefa grænt ljós
á að hefja æfingar að nýju, þá fari
allt á fulla ferð aftur og undirbún-
ingur fyrir næsta tímabil hæfist þá
formlega.
Tækifæri fyrir
yngri spilara
Tveir af lykilmönnum Skagamanna
í sumar, þeir Stefán Teitur Þórð-
arson og Tryggvi Hrafn Haralds-
son, fóru nýlega í atvinnumennsku
til Danmerkur og Noregs. Það var
vissulega blóðtaka fyrir Skagaliðið.
Hvernig sér Jóhannes Karl næsta
sumar fyrir sér án þeirra. „Það
lá alltaf ljóst fyrir í sumar að þeir
tveir væru hugsanlega á förum frá
okkur. Við höfum ætíð viljað gefa
yngri leikmönnum tækifæri að
þróa sig og eiga þann möguleika að
fara lengra og þá í atvinnumensku.
Yngri leikmenn fá þá verðskulduð
tækifæri með liðinu og munum við
sýna þeim fullt traust til þess. en
við munum þrátt fyrir það senni-
lega líta eitthvað í kringum okk-
ur með utanaðkomandi styrkingu
fyrir næsta sumar,“ sagði Jóhannes
Karl. se/ Ljósm. úr safni.
„Þessi ákvörðun kom
mér alls ekki á óvart“
Nýir leikmenn í herbúðir ÍA
Taka þátt án
viðunandi
undirbúnings
Sigurborg Kr. Hannesdóttir.
Mikill áhugi fyrir sjósundi í
köldum Breiðafirði
Þær voru ófeimnar við að vaða út í kaldan sjóinn þessar kraftmiklu konur.
Svo er hoppað upp í ölduna.