Bæjarins besta

Issue

Bæjarins besta - 09.12.1987, Page 6

Bæjarins besta - 09.12.1987, Page 6
6 Isfirðingar eru alls staðar BÆJARINS BESTA „Die Familie Jóhannesson“ ber Bæjarins besta augum. Vilberg Viggósson skrifar frá Freiburg í Þýskalandi „Maður er alltaf með blandna heimfþrá -segir Þorsteinn Jóhannesson, skurðlæknir í viðtali við BB Margir ísfirðingar muna senni- lega eftir Þorsteini Jóhannessyni sem var læknir hér árið 1979. Þorsteinn, sem er fæddur og uppalinn á ísafirði, hefur síðast- liðin sjö ár búið í Þýskalandi ásamt konu sinni Friðnýju Jó- hannesdóttur, sem reyndar er líka að læra læknisfræði og syni þeirra Jóhannesi. Þorsteinn lauk prófi árið 1985 í almennum skurðlækningum, en er nú að sérmennta sig enn frekar í þeirri grein. Hjartaskurðlækn- ingar heitir það, og framkvæmir hann m.a. hinar svokölluðu "By- pass“ aðgerðir ásamt kollegum sínum. Þorsteinn starfar nú við háskólasjúkrahúsið í Freiburg, en til að gefa einhverja hugmynd um stærð þess, þá eru þar tvö þúsund og eitt hundrað sjúkrarúm og við það vinna sex þúsund starfsmenn, næstum tvisvar sinnum fleiri en allir ísfirðingar. Við rétt náðum á Þorstein áður en hann lagði af stað til Parísar í stutt frí og spjölluðum stuttlega við hann. Við byrjuðum auðvitað á því að spyrja hvers vegna hann hafi valið Þýskaland, þar sem svo margir fara til norðurlandanna eða Bandaríkjanna í læknisfræði- nám. „Það var einmitt þess vegna. Mig langaði að fara aðrar leiðir og skrifaði mörgum spítölum og leist mjög vel á hér í Þýskalandi.,, Hvemig líkar ykkur hér? „Okkur líkar vel. Hér höfum við kynnst mjög góðu fólki og Iíka erfiðu. í Freiburg er fólk opnara en annarsstaðar í Þýska- landi og er það sennilega vegna þess hve þetta er mikil náms- manna borg.“ Við biðjum Þorstein um örfá fróðleiksorð um borgina. „Nú Freiburg er í hjarta Schwartswald og er nálægt hinu svokallaða þriggja landa horni þ.e. Þýskalandi, Frakklandi og Sviss, þannig að héðan eru góðir feröamögu.eikar. Hér búa um 190 þúsund manns og þar af eru 22 þúsund námsmenn, sem setur óneitanlega mikinn svip á borgina. Freiburg er lítil iðnaðarborg sem byggir afkomu sína að mestu leiti á þjónustu, iðnaði og ferðamönnum. Þó borgin sé ekki stór, þá eru hér flestar tegundir skóla, ópera, leikhús og flest það sem prýðir stærri borgir. Munsterkirkjan er mjög eftirtektarverð, en hún hefur verið lengi í smíðum eða síðan á 12tu öld að mig minnir." Hér skýtur Friðný inní: „Hér eru menn mjög meðvitaðir um mengunarvandamál og hér hefur m.a. verið byggt mikið af hjólabrautum, til þess að fá fólk til að leggja bílnum og hjóla í staðinn. Hefur þetta tekist það vel að í Freiburg er mesta reið- hjólamenning í öllu Þýskalandi. Hér hefur fólk tvennskonar ruslafötur og þarf að flokka sitt sorp í þær, vegna þess að mest af sorpinu er endumýtt. Hér em líka hinir svokölluðu græningjar fjölmennastir.“ Nú er lega borgarinnar hag- stæð upp á ferðalög að gera, hafið þið getað nýtt ykkur það? Þorsteinn: „Ég vinn það mikið á klínikinni þ.e. frá kl. 7 á morgnana til kl. 7-8 á kvöldin og svo eru 5-6 sólarhringsvaktir í mánuði, að það er ekki mikill tími til aflögu til að notfæra sér það.“ Er rnikill samgangur milli ykkar íslendinganna hér? „Tíminn leyfir ekki mikinn samgang, en við vitum af öllum og það þekkjast allir.“ Friðný bætir við: „Þeir leita til Þorsteins ef það em einhver læknisvandamál.“

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.