Bæjarins besta

Issue

Bæjarins besta - 09.12.1987, Page 7

Bæjarins besta - 09.12.1987, Page 7
BÆJARINS BESTA 7 Jóhannes að dunda sér við danska gæðaframleiðslu. Þorsteinn: ,,Já, ég bendi þeim á réttar leiðir, ef ég get ekki hjálpað sjálfur. Annars erum við í íslendingafélaginu í Stuttgart þar sem við íslendingarnir höldum m.a. þorrablót og svo Jólamessu, sem er sérstök að því leiti að þar messar þýskur prestur á full- kominni íslensku. Það er mjög gaman að hlusta á hann.“ Nú hefur þú búið í 7 ár hér í Þýskalandi, ertu nokkuð með heimþrá? „Maður er alltaf með blandna heimþrá. Það er margt sem maður hefur hér, en líka margt sem maður saknar. Við reynum að fara heim á hverju ári en tvö árin höfum við ekki komist.“ Sonur þeirra, Jóhannes, fædd- ist á ísafirði, en var aðeins 19 mánaða gamall þegar fjölskyldan flutti til Þýskalands. Hér gengur hann í þýskan skóla og lærir þar það sama og þýskir jafnaldrar hans. Þó að hans nám og leikur við vini fari aðallega fram á þýsku, þá talar hann ekki síðri Islensku en níu ára jafnaldrar hans á ísafirði. Nú ólst Þorsteinn upp í fjör- unni og tjöllunum á Isafirði, hefði hann viljað að Jóhannes ælist þar upp líka? „Vissulega. ísafjörður er til- valinn staður fyrir böm að alast upp á. Þar er svo margt sem heillar barnshugann, bæði stutt upp í fjall og niður á bryggju að dorga og svo auðvitað skíðaað- staðan. Þar kynnast þau mörgum þáttum mannlífsins t.d. atvinnu- lífinu. Þó er leitt til þess að hugsa hversu aðstöðumunurinn er mikill í sambandi við menntun miðað við höfuðborgarsvæðið og eru það náttúrulega samgöngu- erfiðleikarnir sem ráða þar mestu. Það er erfitt að fá fólk til að setjast þar að til frambúðar.“ Hvenær ertu svo búinn að læra? „Maður er náttúrulega aldrei búinn, en ætli það verði ekki tvö til þrjú ár í viðbót.“ Ferðu þá tíl íslands eða ætlar þú að starfa hér? „Við höfum alltaf ætlað heim.“ Með þessum orðum lokum við minnisbókinni, þökkum Þorsteini fyrir spjallið og óskum fjöl- skyldunni góðrar ferðar til Parísar. BÆJARFÓGETINN Á ÍSAFIRÐI SÝSLUMAÐURINN í ÍSAFJARÐARSÝSLU Brennur á gamlárskvöld Þeir sem hyggjast hlaða bálkesti á ísa- firði og í ísafjarðarsýslu til þess að kveikja í þeim á gamlárskvöld eða á þrettándanum, skulu sækja um leyfi til þess sem fyrst. Fulltíða ábyrgðarmaður skal vera fyrir hverri fyrirhugaðri brennu. 2. desember 1987. Bæjarfógetinn á ísafirði Sýslumaðurinn íísafjarðarsýslu Pétur Kr. Hafstein JOLASMELLUR Laugardaginn 12./12. kl. 13-20 10-20% afsláttur af öllum snyrtuvörum Gefðu CLARINS jólagjöf Pantið jólasnyrtinguna tímanlega ARIANNA Snyrti-, fótaaðgerða-, og nuddstofa, Hólastíg 6, Bolungarvík. Sími 7326. 15% afsláttur af Kitchen Aid hrærivélum og fylgihlutum í setti Eldhúsljós -10% afsláttur hljómtæki og örbylgjuofnar 10% kynningarafsláttur ATH! Jólatilboð Nesco gilda einnig hjá okkur Litaðar útiljósaperur - 55 kr. stk. SVIunið ódýru jólaserírunar Lítið inn og fáið ykkur kaffi og konfekt Rafmagnsverkstæðið RAFSJÁ Holtastíg 6, Bolungarvík, sími 7326

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.