Bæjarins besta - 09.12.1987, Síða 10
10
BÆJARINS BESTA
Og hefur vkkur gengið vei að
verða ykkur út um hráefni?
„Já, við vorum búin að lána
talsverðan fisk áður en skipið fór,
þannig að við erum að fá það
svona smátt og smátt til baka.
Við fáum hráefni sem dugar fyrir
það fólk sem við höfum héma í
vinnu. En ef við hefðum meiri
fisk þá myndum við ráða fleira
fólk og það stendur til bóta eftir
áramót. Við emm búin að gera
ráð fyrir því að fá tíu til fimmtán
erlendar stúlkur í janúar.“
Verður vinna I húsinu hjá
ykkur á milli jóla og nýárs?
„Ég reikna nú ekki með því í
þetta skiptið, af því að við höfum
ekki togarann. En það skapast
líka af því hvað þeir fiska héma í
nágrenninu við okkur.“
„Erlent vinnuafl
eftír áramót66
- segir Hansína Einarsdóttir hjá Hraðfrystihúsinu h.f. Hnífsdal
VIÐ sögðum frá því í BB í
síðustu viku að lítil vinna væri í
frystihúsunum. Þetta er sem
betur fer ekki algilt. í því sam-
bandi má m.a. nefna Hraðfrysti-
húsið hf. í Hnífsdal. Togarinn
þeirra, Páll Pálson, hefur verið í
slipp í haust og því spurðum við
Hansínu Einarsdóttur hvemig
hefði gengið hjá þeim að undan-
fömu.
„Það hefur verið næg vinna
fyrir það fólk sem við höfum. Þaö
hafa alls fallið úr fimm heilir
dagar, þó að togarinn sé ekki
hér.“
„Okkur vantar fólk en
ekki fisk“
í Hraðfrystihúsinu Norður-
tanga hf. er sömu söguna að
segja. Þar hefur verið næg vinna
allt þetta árið og hafa aðeins
fallið úr tveir dagar á árinu öllu.
Meira að segja hefur verið unnið
þar flesta laugardaga. Að sögn
Eggerts Jónssonar hefur verið
nægur fiskur. Að endingu sagði
Eggert: „Við hefðum getað bætt
við okkur fólki því við höfum
alveg nógan fisk til þess að vera
með fleira fólk. Það sem okkur
vantar er fólk en ekki fiskur.“
FRÁ LESENDUM:
Hörmuleg
þjónusta
Landsbankinn er fyrir nokkm
orðinn 100 ára og var því fagnað
með tilstandi í starfstöðvum
bankans.
Viðskiptavinum vora kynntir
nýjir innlánsreikningar og fagur-
lega talað um aukna og bætta
þjónustu við þá
En sælan var ekki langvin á
ísafirði.
Á liðnu sumri var rokið til og
breytt afgreiðsluháttum útibúsins
á Isafirði, gagnvart almennum
viðskiptavinum. Breyting sú er
afturför, svo nánast er kvalræði
að þurfa að sinna þar erindum ef
fleiri bíða utan borðs, en starf-
andi gjaldkerar era fyrir innan.
Silagangur afgreiðslunnar er
slíkur að einföldustu tilvik, að
taka út eða leggja inn peninga á
bók eða selja ávísun taka iðulega
10-15 mínútur, en áður var því
lokið á 1-2 mínútum.
Augljóst er öllum viðskipta-
mönnum hörmuleg afturför þjón-
ustunnar. í stað fyrirheita um
aukna og bætta þjónustu við við-
skiptavini er engu líkara en ofgert
hafi verið og í framkvæmd hafi
þetta snúist í andhverfu sína og
nú skuli heldur jafnað um alla
„utanborðs“ menn. Hvort þama
veldur tækjabúnaður, aflagður
hjá öðram, eða vinnuskipulagning,
þá væri eflaust skárra að aftur
væri tekið upp fyrri búnaður og
vinnulag.
Telji stjómendur Landsbank-
ans slíka þjónustu ekki gefa rétta
eða æskilega mynd af þjónustu-
lund stofnunarinnar verða þeir að
taka í taumana þegar í stað og sjá
um að koma á bættri og greiðari
afgreiðslu við viðskiptavini
bankaútibúsins á ísafirði.
E.J.
jólagjafir?
allt í pakkann
í Baðstofunni
Barna og unglinga
sængurverasett með myndum
[) Tommi og Jenni
C> BMX
[) Barbie
í> Prúðuleikararnir
í>
Madonna
James Dean
P.S. Nvtt tímabil greiðslukorta er hafið hiá okkur.
Opið á laugardag til kl. 18.
ibaðstofan
SKEIÐI — 400 ÍSAFJÖRÐUR — SÍMI94-4229