Bæjarins besta

Issue

Bæjarins besta - 09.12.1987, Page 13

Bæjarins besta - 09.12.1987, Page 13
BÆJARINS BESTA 13 Málefni aldraðra í tilefni mann- réttindadags KYNNING TIL að vekja athygli á ýmsum þeim málefnum sem Sameinuðu þjóðirnar beita sér fyrir, hafa þær valið ákveðna daga og tileinkað þeim. Einn þeirra, alþjóðlegi máhnréttindadagurinn, er hald- inn árlega 10. desember. Okkur Islendingum kann í fljótu bragði að virðast umræða um mannréttindi koma okkur lítið við, því þau séu hér með því sem best gerist í heiminum. — Einmitt þess vegna höfum við þó frjálsari hendur en margir aðrir til að vinna fyrir málstað réttlætisins, og berum nokkra ábyrgð að falla ekki í sinnuleysi um mannleg málefni. Bahá’íar eru meðal þeirra ó- pólitísku aðila sem starfa við Sameinuðu þjóðirnar, og eiga m.a. fulltrúa við mannréttinda- stofnun þeirra. í samþykktum og yfirlýsingum Sameinuðu þjóðanna hefur því marg sinnis verið haldið fram að áhrifaríkasta, og raunar eina leiðin til að bæta mannlegar að- stæður — til að tryggja mann- réttindi og koma á friði og rétt- læti á jörðinni — sé með mennt- un. Báhá’íar telja að menntun í þessu samhengi geti ekki verið bara fræðileg. Sú menntun sem þarf, er þroskun skapgerðar. Pað er t.d. ekki nægilegt að segja barni að það sé skylda þess að virða mannréttindi, heldur þarf tilsögn og þjálfun sem þróa með barninu eiginleika svo sem rétt- lætiskennd, umburðarlyndi og samúð — eiginleika sem eru ómissandi ef barnið á í fram- tíðinni að stuðla að og vemda mannleg réttindi. Fram hjá því verður ekki geng- ið, að uppeldi er undirstaða menningar og mannlegra fram- fara. Þess vegna leggja Bahá’íar til, að ríkisstjómir stuðli að skilningi og viðurkenningu allra sem fást við uppeldi — og þá sérstaklega foreldra og forráða- manna — á ómissandi hlutverki sínu, og hve fordæmi þeirra er mikilvægt félagslegum, andlegum og siðferðilegum þroska bam- anna. Hlutverk unglinga í mótun framtíðarsamfélags okkar er afar athyglisvert. Mannréttinastofn- unin hvatti fyrir fáum ámm ámm ríkisstjórnir til að gera ráðstafanir til þess að ungmenni nýti sér öll mannréttindi sín, þ.á.m. réttinn til náms og vinnu, og til þess að ungt fólk geti tekið virkan þátt í að móta og framkvæma áætlanir varðandi efnahagslega og félags- lega þróun í löndum sínum. Þaö er mikilvægt að á öllum stigum, bæði á heimilinu og utan þess, sé ungt fólk búið undir að takast á hendur störf, sem ekki eru aðeins ágóðavænleg, heldur þjóna samborgurum okkar. Við íslendingar segjumst oft vera fáir og smáir. Frumkvæði okkar, og fordæmi getur þó verið stórt. F.h. andlegs ráðs Bahá’ía á ísafirði. Ingibjörg Daníelsdóttir. Dagvistun - dagdeild aldraðra Dagvistir fyrir aldraða eru reknar á nokkrum stöð- um hér á landi í dag. Starfsemi slíkra dagvista er þá tengd einhverri stofnun sem veitir ákveðna þjón- ustu eða er sett upp til að efla þá þjónustu sem þeg- ar er veitt. Hlutverk dagvistunar aldraðra er að mæta þörf- um þeirra sem búa í heimahúsum, einir eða hjá skyldmennum, en þarfnast umönnunar og sam- félags við aðra sem erfitt er að veita þeim á full- nægjandi hátt í heimahúsum. Hér er því um að ræða mikilvægan hlekk í þjónustukeðju fyrir aldraða, sem gerir þeim kleift að dvelja sem lengst í heimahús- um, ef þeir vilja og geta. Yfirleitt er reiknað með að þeir sem dvelja á dag- vist geti verið það í ákveðinn tíma daglega. Meðal þeirrar þjónustu sem boðið er upp á, er að- stoð við böð og persónuleg þrif, eftirlit með lyfjum, sjúkraleikfimi og aðstoð við gönguferðir, fóta- aðgerðir og hárgreiðsla, ýmiss konar tómstunda- starf og fjölbreytt handavinna, matarþjónusta í há- degi, morgun- og síðdegiskaffi, flutningur til og frá heimili fyrir þá sem ekki geta annast það sjálfir. Vonandi getur slík deild sem hér um ræðir tekið til starfa hér á ísafirði bráðlega. Jólaqleði í Krúsinni, lauqardacrskvöld kl. 20-3 TÍSKUSÝNING FRÁ BLONDIE HÁRGREIÐSLUSÝNING FRÁ TOPPHÁRI SKARTGRIPIR FRÁ GULLAUGA FÖRÐUN: KRISMA Jólaqlöqq og piparkökur - iólastemninq Hljómsveitin DOLBY leikur fyrir dansi kl. 23-3 Sunnudagskvöld, opið kl. 20-1

x

Bæjarins besta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarins besta
https://timarit.is/publication/1104

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.