SÍBS blaðið - feb. 2020, Blaðsíða 5
5
1. tbl. 2020
skemmdu húsnæði og athuga hvernig þeim reiðir af. Við vitum
nógu mikið til þess að framkvæma ekki slíkar rannsóknir
þar sem áhættan er þekkt. Það sem er þó óljóst er hvaða
þáttur eða samspil það er í rakskemmdu húsnæði sem veldur
heilsuskaða. Hingað til hafa mælingar gefið takmarkaðar
upplýsingar eins og áður hefur komið fram. Það má því eiga
von á frekari upplýsingum á næstu árum með tilkomu DNA
raðgreininga og nýrra rannsóknaraðferða. Mögulega spila
einnig inn í heilsufarsáhrif, viðnám einstaklings, fyrri saga og
lifnaðarhættir.
Okkur skortir tvíblindar rannsóknir en byggjum þess í
stað frekar á niðurstöðum faraldsfræðirannsókna, feril- og
samanburðarrannsóknum. Rannsóknir þar sem hópar eru
bornir saman til að prófa tilgátu um samband á milli áreitis
og sjúkdóms eða einkenna, gefa skýrt til kynna, að viðvera
í rakaskemmdu húsnæði er heilsuspillandi. Einkennin sem
helst eru nefnd eru astmi, öndunarfæraeinkenni, tíðari sýk-
ingar, húðvandamál og truflun í ónæmiskerfi (WHO, 2009).
Önnur einkenni sem hafa fengið meiri athygli síðustu ár og
er verið að skoða betur eru einkenni frá taugakerfi, meltingu,
hormónakerfi og breytt geðslag, svo sem kvíði og þunglyndi.
Það er mikilvægt að hafa í huga að þessi einkenni
tengjast flest ekki beinum ífarandi sýkingum myglu, heldur
viðbrögðum ónæmiskerfisins við áreiti af þeirri efnasúpu
og örögnum sem eru til staðar í rakaskemmdu húsnæði, við
innöndun eða inntöku í gegnum húð og meltingarveg.
Rakaöryggi í byggingum
Það er vandasamt verk að halda húsnæði þurru, en samt vel
gerlegt. Strax á hönnunarstigi þarf að huga að rakaöryggi og
takmarka áhættu vegna rakaþéttingar og leka. Koma má í
veg fyrir ýmsa áhættuþætti strax á hönnunarstigi, með því að
rýna verklýsingar og frágang með þessu tilliti, horfa til bygg-
ingareðlisfræði og reikna út áhættu vegna rakaþéttingar. Þá
er einnig mikilvægt að velja rétt efni sem henta aðstæðum og
því álagi sem líklegt er að verði á þeim. Við framkvæmd þarf
einnig að huga að rakaöryggi og verklagi, auk þess að geyma
byggingarefni þannig að þau haldist þurr og halda byggingum
Húsnæði er oft stærsta fjárfesting einstaklinga og því
mikilvægt að huga vel að þeim og viðhalda verðmæti þeirra.
Með því að viðhalda fasteign, fyrirbyggja leka, bregðast strax
við rakavanda og endurnýja skemmd byggingarefni má reikna
með að fasteign haldi verðgildi sínu og gæðum.
Myglusveppir
Myglusveppir eru nauðsynlegir fyrir hringrás og niðurbrot
í náttúrunni. Þeir vaxa utandyra og gró þeirra berast með
vindum, lofti og lífverum inn í húsin okkar. Gróin geta legið
í dvala og endað undir parketi eða innan í vegg við fram-
kvæmdir á húsnæði, eða verið til staðar á yfirborði í gluggum,
við rúður sem dæmi. Gró þurfa eingöngu raka til þess að
spíra, vaxa upp og verða að myglu. Það er alls staðar nóg af
lífrænum efnum eða ryki í húsum okkar sem myglan nærist
á, og hitastig í híbýlum er henni afar hagstætt. Gró myglu má
því finna alls staðar en myglusveppi eingöngu þar sem raki
er, eða þar sem raki hefur verið til staðar. Þegar um myglu
er að ræða, tölum við um rakaskemmdir, örveruvöxt og þá
efnasúpu sem fylgir raka. Vegna mikilvægis þessara efna í
lífríkinu þurfum við því að læra að lifa með myglu á jörðinni en
að sama skapi gæta þess að búa þeim ekki hagstætt umhverfi
í híbýlum okkar.
Hvað segja nýjustu rannsóknir
Þegar gluggað er í gagnabanka með ritrýndum vísindagrein um
þar sem fjallað er um rakaskemmdir og heilsufars áhrif, kennir
margra grasa. Það sem sérstaklega vekur eftirtekt er að
flestar rannsóknir eru faraldsfræðilegar en ekki beinar til-
raunir, íhlutandi rannsóknir né tvíblindar rannsóknir (RCT =
randomized control trial). Sú gerð rannsókna (RCT) er talin
einna marktækust, auk kerfisbundinna yfirlitsrannsókna, en
fast á eftir koma faraldsfræðilegar ferilrannsóknir (cohort
studies) og síðan samanburðarrannsóknir (case control
studies).
Vandamálið við rannsóknir sem fást við umhverfisþætti
eins og rakaskemmdir í húsnæði er að siðferðislega er ekki
hægt að velja hópa eða einstaklinga til þess að dvelja í raka-
INNIVIST
LOFTGÆÐI
HLJÓÐ
LÝSING
ÖRYGGI
EFNISVAL
HÖNNUN
Mynd 1. Innivist samanstendur af nokkrum þáttum
ANNAÐ
• Framkvæmdir
• Endurbætur
• Ób. reykingar
• Ofnæmisvaldar
LOFTGÆÐI
VOC
• Innréttingar
• Byggingarefni
• Málning/gólf
• Tæki og vélar
ÖRVERUR
• Bakteríur
• Sveppir
• Vírusar
• Afleiðuefni örvera
EFNANOTKUN
• Hreinlætisv.
• Snyrtivörur
• Ilmefni
• Skordýraeitur
• Eiturefni
ÚTILOFT
• Loftskipti
• Bílamengun
• Svifryk
• Annað
RAKASKEMMDIR
• Mygla/bakteríur
• Útgufun byggingarefna
• Afleiðuefni örvera/
eiturefni
• Öragnir/niðurbrot
Mynd 2. Áhrifaþættir innilofts