SÍBS blaðið - Feb 2020, Page 7

SÍBS blaðið - Feb 2020, Page 7
7 1. tbl. 2020 • Rakaskimun með rakamæli • Sjónræn skoðun • Saga byggingar, tjón, viðgerðir og framkvæmdir • Skoðun með hitamyndavél • Skoðun og mat á rakaflæði og byggingareðlisfræði • Loftræsing og möguleiki til loftskipta • Önnur efni, efnisval • Mannmergð • Sýnataka; byggingarefni, ryksýni, loftsýni. LOFTGÆÐI OG EFNI Loftgæði innandyra skerðast ekki eingöngu vegna raka- skemmda þó þær séu veigamikill þáttur. Loftgæði ráðast af útilofti og þeim efnum og ögnum sem eru á sveimi í lofti á hverjum tíma. Sum efni sem við notum daglega geta verið skaðleg heilsu og umhverfi. Öll efni sem við notum skilja eftir sig leifar í umhverfinu sem safnast síðan fyrir í innilofti og skerða gæði þess og heilnæmi. Ýmsum efnum er bætt í vörur til þess að lengja líftíma þeirra, auka bakteríu- og sveppavið- nám, draga úr niðurbroti, gera eldtefjandi eða gefa góða lykt. Mikilvægt er fyrir alla að draga úr notkun allra skaðlegra efna eins og unnt er og velja umhverfis- og heilsuvæn efni umfram annað. Útgufun efna og rokgjörn lífræn efni (VOC) Efni sem meðal annars safnast upp í innilofti eru svokölluð PAH efni ( polycyclic aromatic hydrocarbons) og getur upp- runi þeirra verið frá bílamengun að utan, efni sem koma frá bruna eins og kerta, kola, tóbaks eða timburs. Rokgjörn lífræn efni (volatile organic compounds= VOC) gufa auðveldlega út úr efnum eða vökvum við lágt hitastig. Þessi efni geta hlaðist upp í innilofti og valdið einkennum og heilsufarsvanda en það er háð því hvaða efni og sambönd eiga í hlut. Einhverjar lofttegundir geta haft áhrif á tauga- kerfið, slímhúð, verið krabbameinsvaldandi, truflað ónæm- iskerfið eða verið hormónaraskandi (naaf.no). Þessi efni menga inniloftið ásamt því að þau geta bundist rykögnum og þannig komist í snertingu við fólk í rýminu. Rokgjörn lífræn efni leynast í mörgu í kringum okkur og geta losnað úr textíl- vörum, svefnvörum, efnum, leikföngum, tækjum eða hrein- lætisvörum svo dæmi séu tekin. Önnur dæmi um uppruna er frá þurrhreinsuðum fötum, skordýraeitri, plastmýkingarefni, málningu, límefnum, fúavarnarefnum, ilmgjöfum, byggingar- efnum, húsgögnum, ljósritunarvélum og prenturum. Ilmefni Lyktarskyn okkar er mikilvægt meðal annars til að vekja vellíðan og vara okkur við hættu. Hver þekkir ekki að finna ilminn af íslensku sumri og finna samstundis til vellíðunar. Að sama skapi vekur vond lykt með okkur ugg og í flestum tilfellum forðumst við þær aðstæður eða bregðumst við, s.s. brunalykt. Ilmur sem vekur vellíðan getur verið blómailmur, nýslegið gras eða ferskir ávextir svo eitthvað sé nefnt. Á rannsóknarstofum eru þróuð efni sem líkja eftir þessum ilmi til þess að vekja hjá okkur vellíðan eða jafnvel hrein- lætistilfinningu. Þessum ilmefnum (fragrance/perfume) er síðan bætt í vörur og búnað til þess að við kaupum hann frekar, eða til þess að við lyktum betur í amstri dagsins. Þannig nýta framleiðendur sér skynfæri okkar til þess að okkur líki betur við ákveðnar vörur eða aðstæður, jafnvel fólk. En það sem við vitum núna er að þessi tilbúnu ilmefni eru samsett úr ýmsum efnum og mörg þeirra eru jafnvel á válista. Reglugerð Evrópusambandsins, REACH (Registration, Autho- ritasion and restriction), nær yfir og metur heilsufarsáhættu falin inni í veggjum og undir gólfefnum eða í þakrými og því erfitt að finna. Í rakaskemmdu húsnæði má, eins og áður hefur komið fram, finna myglusveppi, bakteríur, geislabakt- eríur, afleiðuefni, útgufunarefni úr byggingarefnum, eiturefni, agnir og aðrar rakasæknar lífverur. Mygla eða gró hennar eru aðeins brot af þeirri efnasúpu sem má finna í rakaskemmdum. Einfaldar grómælingar á myglu, gefa því ekki endilega raun- sanna mynd af ástandi eða loftgæðum byggingar vegna raka- skemmda. Undirrót alls þessa er raki sem er til staðar, eða hefur verið áður, vegna vatnstjóns, leka eða raka þéttingar. Þar sem loftborin gró finnast víða og mygla eða raka- sæknar örverur vaxa gjarnan í híbýlum er ekki hægt að útskrifa húsnæði myglufrítt, frekar er hægt að segja að húsnæði sé án rakaskemmda eða rakavanda. Skoðun og mat á húsnæði vegna rakaskemmda Við úttekt á húsnæði vegna raka og myglu ætti ekki eingöngu að einblína á það hvort mygla sé til staðar í húsnæðinu heldur ástandi þess og hvar viðvarandi raka eða leka er að finna. Greina þarf möguleg eldri vatnstjón og leka, og hvað má gera til að bæta úr. Einnig þarf að kynna sér sögu, uppbyggingu, efnisval og notkun. Rakamælingar eru nauðsynlegar til þess að átta sig á rakaástandi, enda er oft raki í byggingarefnum þó hann sjáist ekki með sjónrænni skoðun. Þá er ekki síður mikilvægt, að skoðunaraðili sé reynslumikill, með tilbæra fagþekkingu og þjálfun sem þarf til þess að meta rakaástand, beita sjónrænu mati og nota rakamæla. Þar sem þurrar rakaskemmdir og mygla hafa sömu heilsufarsáhrif og þar sem raki er, og því vandast málið þegar þarf að staðsetja þær. Þá er gott að þekkja sögu húsnæðis og áhættustaði í húsum vegna raka- vanda og hafa góð tök á sjónrænu mati. Tryggjum öryggi notenda Í nágrannalöndum okkar hafa verið gefnir út leiðarvísar varðandi skoðun og mat á húsnæði til þess að takmarka þá áhættu sem skapast getur þegar aðilar beita mismunandi aðferðum við mat eða sýnatökur. Með því er notendum tryggt öryggi. Á Íslandi eru úttektir ekki samhæfðar og aðferðir í ein- hverjum tilfellum gefa takmarkaðar niðurstöður. Niðurstöður geta því verið misvísandi og endurspegla ekki ástand vegna loftgæða og tryggja því ekki öryggi notenda, sérstaklega ef rannsókn byggir eingöngu á ryksýnum eða loftsýnum. Markmið með úttekt á rakaskemmdum er að bæta innivist og loftgæði og þar með lágmarka áhrif á heilsu þeirra sem þar dvelja auk þess að viðhalda gæðum og verðmæti eignar. Mik- ilvægasta skrefið í úttektum er að rakaskima húsnæði og skoða ástand vegna mögulegs rakaflæðis og lekaleiða. Síðan er hægt að ákveða sýnatökur og aðrar frekari rannsóknir. Rannsókn sem byggir eingöngu á einfaldri sýnatöku, gefur ekki raunsanna mynd af ástandi húsnæðis með tilliti til rakaskemmda og myglu. Púsluspil fagaðila Í raun má segja að úttekt á húsnæði vegna rakaskemmda sé fólgin í því að safna sem flestum vísbendingum eða púslum saman til að fá fram heildarmynd af ástandi byggingar vegna raka. Nauðsynlegt er að fagaðili safni nógu mörgum púslum og raði saman til þess að geta dregið ályktun um ástand og leggi til úrbætur. Eitt eða tvö púsl geta ekki gefið manni nema vísbendingu að heildarmyndinni. Púslin geta verið eftirfarandi: • Skoðun á teikningum • Mat á húsagerð, byggingarlagi og byggingarefni

x

SÍBS blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.