SÍBS blaðið - feb. 2020, Side 8

SÍBS blaðið - feb. 2020, Side 8
8 SÍBS-blaðið kvæmd og endurnýjun. Til þess að geta valið heilnæma og betri kosti þarf að vera til þekking bæði hjá neytendum og seljendum. VINNUSTAÐIR Það sama á við um heimili eins og vinnustaði, opinbera staði og skólastofnanir að innivist þarf að vera góð og loftgæðin ásættanleg til þess að fólki líði vel, skili góðri framlegð, missi ekki úr daga og haldi góðri heilsu til langframa. Það er vel þekkt að loftgæði hafi gríðarleg áhrif á rekstur og velgengni fyrirtækja, frammistöðu nemenda í skóla og árangur við próf- töku. Ávinningur fyrir vinnuveitanda er tvímælalaust starfs- fólk með betri frammistöðu og mætingu. HVERNIG GETUM VIÐ VANDAÐ VALIÐ? Til þess að bæta loftgæðin er mikilvægt að velja vandlega þær vörur og efni sem við berum á okkur, innbyrðum eða notum innandyra, t.d. við þvotta, þrif og ræstingar. Loftskipti eru síðan mikilvæg til þess að draga úr áhrifum, þ.e. minnka/ lækka styrk þeirra efna sem inni eru. Lofthreinsitæki sem sía agnir úr lofti og fjarlægja þær gagnast að einhverju leyti. Til þess að bæta innivist er þá helst að halda húsum þurrum og hreinum án ilmefna og takmarka notkun skaðlegra efna. Það væri hægt að telja upp þau efni sem ber að varast, en í amstri dagsins er það flókið og erfitt fyrir hinn venju- lega neytanda. Í fyrsta lagi er góð regla að takmarka alla efnanotkun og útbúa sín eigin hreinsiefni úr einföldum heil- næmum hráefnum. Síðan eru nokkrar vottanir sem hægt er að fylgja (sjá mynd). Þess vegna er gott að hafa eftirfarandi í huga og velja: • Ilmefnalausar vörur, eða með náttúrulegum ilmi • Málningu með lágu útgufunargildi ( VOC), innimálning sem næst 1g/l • Byggingarefni sem vottuð eru af viðurkenndum aðilum, með lágt VOC gildi (A+, M1) • Hreinsiefni án gervi ilmefna og þalata • Þvottaefni án ilmefna og þalata, helst ofnæmisprófuð • Ilmkerti með náttúrulegum ilmi eða sleppa alveg, takmarka kertanotkun • Snyrtivörur án parabena, þalata, ilmefna og skaðlegra efna • Textílvörur sem merktar eru með vottunum • Svefnvörur, vottaðar og með lágmarks ertandi efnum • Vörur sem lykta ekki af sterkum kemískum efnum. LOFTGÆÐI ERU MIKILVÆGUR UMHVERFISÞÁTTUR Eftir lestur þessa pistils vonast ég til, að þeir sem náðu að klára, geri sér grein fyrir því hversu mikilvægur hluti það er af heilsu og vellíðan á allan hátt að loftgæði séu góð. Bæði tengist það útilofti, húsakosti, viðhaldi, loftskiptum, notkun og ekki síst efnisvali og því sem við komum með inn í húsin okkar. Heimilda er getið á stöku stað en heimildalisti þeirra heimilda sem notaðar voru við greinaskrifin er hér í lok greinar og gefur lesendum tækifæri til þess að afla sér frekari upplýsinga. Það er mikilvægt að huga að loftgæðum innandyra þegar við horfum til framtíðar, ekki síst þar sem áhrifa loftslags- breytinga gætir í vaxandi mæli með breytingum á veðurfari, hitastigi, úrkomu og breyttri samsetningu í lofthjúp og lofti utandyra. Við þurfum því að horfa okkur nær í neyslu og vali á efnum, ekki bara hugsa um fjærumhverfið heldur einnig okkur sjálf og okkar nánasta umhverfi. Þannig höfum við áhrif á umhverfið hnattrænt til framtíðar. Heimildaskrá fylgir í greinasafni á sibs.is vegna efna sem eru notuð í aðildarríkjum Evrópusambandsins og gefur upp efni sem eru á válista og viðmiðunarmörk þeirra. Magn einstakra efna sem mynda efnasúpuna ilmefni (e. fragrance/perfume) er oftast undir viðmiðunarmörkum en rannsóknir hafa sýnt að komi mörg slík efni saman í einni vöru er hægt að tala um kokteiláhrif. Við þær aðstæður geta viðmiðunarmörk hvers efnis verið lægri en áður hefur verið haldið fram vegna samlegðaráhrifa. Samverkandi áhrif og skaðleg áhrif geta því verið til staðar t.d. í ilmefnablöndum. Þetta á ekki eingöngu við um ilmefni heldur mörg efni sem eru notuð í snyrti-, hreinlætis- og rekstrarvörur ( EUR Lex, 2012). Það hljómar kannski undarlega, miðað við þá þekkingu sem til staðar er nú þegar, en framleiðendur þessara vara eru ekki skyldugir til þess að tilgreina nákvæmlega hvaða efni eru í blöndu sem merkt er einfaldlega sem fragrance eða perfume í innihaldslýsingu. Það er því ennþá löglegt að leyna innihaldi eða gefa einungis upp brot þeirra sem eru til staðar. Efnagrein- ingar hafa sýnt, að mörg ólík efni geta leynst í þessari ilmefna- súpu. Nýjustu rannsóknir sýna, að mörg þessara efna eru hormónaraskandi og geta haft áhrif á kynþroska og frjósemi. Hormónaraskandi efni Mörg efna sem eru í vörum okkar eru hormónaraskandi e. EDC (Endocrine disrupting chemicals) t.d. þalöt (DEHP, DiNP, DnOP, DEP, DBP), PCB og parabenar, og geta haft áhrif á hormónabúskap, taugakerfi og ónæmisviðbrögð í lífverum. Þessi efni leynast m.a. í plastefnum, snyrti- og hrein- lætisvörum. Rannsóknir sýna að hormónaraskandi efni eins og þalöt hafa áhrif á kynþroska, frjósemi og aðra hormóna- starfsemi. Samantektarrannsóknir á faraldsfræðilegum rann- sóknum gefa til kynna að þalöt auki líkur á astma og ofnæmi, auk áhrifa á taugaþroska í börnum. Einnig hafa komið fram vísbendingar um áhrif á virkni og gæði sæðisfruma og virkni skjaldkirtils. Það er því ávinningur af því að forðast notkun efna sem innihalda þalöt. Þau má meðal annars finna í ilm- efnum, snyrtivörum og í þeim tilgangi að mýkja plastvörur og má því m.a. finna í gólfefnum og matarílátum (Jurewicz J ofl, 2011). einhver þessara efna eru komin á válista Evrópusam- bandsins (REACH) og notkun þeirra verið takmörkuð. Heimilis hald og efnisval Það er vandasamt í dag að velja efni sem eru notuð við heimilis hald. Eldtefjandi efni má finna í svefnvörum, bólstr- uðum húsgögnum og jafnvel fötum. Skordýraeitri, rot varnar- efnum, eldtefjandi efnum og ilmefnum er stundum úðað yfir föt áður en þau fara í sölu. Þvottaefni og mýkingarefni eru seld með miklu magni af efnablöndum og stundum er inni- loftið svo mettað af þeim ilmefnum að lyktin loðir við alla hluti heimilisins og heimilisfólk. Snyrtivörur, hárvörur og krem geta innihaldið skaðleg ilmefni og hormónaraskandi efni. Þess vegna er fyrsta ráð til þess að takmarka þessi efni í nær- umhverfinu að þvo öll föt áður en þau eru notuð, lofta úr hús- gögnum og velja ilmefnalaus efni til þvotta og hreingerninga. Einnig er ráðlegt að kynna sér sérstaklega efni í snyrtivörum og vanda valið. Framkvæmdir, endurbætur og nýbyggingar Byggingarefni geta innihaldið mikið magn og jafnvel kokteil eða efnablöndur af ýmsum efnum sem geta talist skaðleg. Þar sem byggingarefni eru sett inn í hús og ekki er auðvelt að fjarlægja þau, þá er mikilvægt að velja efnin sem fara inn í húsin okkar strax í upphafi og við endurbætur. Rannsóknir og mælingar á rokgjörnum lífrænum efnum gefa til kynna að magn og styrkur þeirra er ávallt mestur rétt á eftir fram-

x

SÍBS blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SÍBS blaðið
https://timarit.is/publication/1222

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.