SÍBS blaðið - Feb 2020, Page 11
11
1. tbl. 2020
munar um minna. Lausnin á þessu væri að banna þessum
skipum að koma til landsins .... nei annars það er ekki málið.
Kannski mætti mögulega styrkja rafmagnskerfið á bryggj-
unum þar sem þessi skip leggjast að landi þannig að þau
nýttu meira rafmagn úr landi. Rafmagnið mætti selja þeim.
Málin snúa að fleiru en eiginlegri loftmengun utandyra
Fyrir nokkru áttum við hjá AO kost á því að senda inn
ábendingar til Reykjavíkurborgar varðandi umhverfistengda
þætti sem betur mættu fara. Þar listaði undirrituð upp
hreinsun á götum sem gríðarlega mikilvægan þátt, hversu oft
gras á umferðareyjum og á almennum stöðum væri slegið,
auk þess sem plöntun tiltekinna trjátegunda nærri opinberum
stöðum var einnig rædd. Þarna vorum við að benda á mengun
sem skiptir okkur öll máli en einnig málefni tengd sérhæfðari
vandamálum okkar skjólstæðinga sem snúa að frjókornaof-
næmi og öðrum gróðurtengdum ofnæmum.
Á þessum tíma voru fyrirhugaðar sparnaðaraðgerðir hjá
Reykjavíkurborg sem meðal annars áttu að felast í minni
grasslætti, en sá sparnaður var greinilega tekinn af annars
staðar því það var slegið reglubundið sumarið eftir. Síðustu
sumur höfum ekki fengið ábendingar um óeðlilega loðnar
umferðareyjur eða að gras sé ekki hirt eftir slátt og vonandi
verður það svo áfram.
Loftgæði innandyra eru töluvert til umræðu erlendis og þá
ekki aðeins í tengslum við myglu heldur almenn loftgæði. Við
hér á Íslandi tengjum vel við umræður um myglu sem er orðið
stórt mál og veldur fólki miklum heilsufarslegum vanda og
vanlíðan svo mánuðum og árum skiptir.
Annað sem færri átta sig á er að hópur fólks hefur ofnæmi
fyrir lyktar- og hreinsiefnum, og það sem er ekki síður flókið
og hamlandi, ilmvötnum og rakspíra. Fyrir þessa einstaklinga
eru heimsóknir í sum apótek og snyrtivöruverslanir ávísun á
vanlíðan, hvað þá leikhús- og listsýningar. AO hefur áhuga á
að ná til einstaklinga sem eiga við þetta vandamál að stríða
með stofnun hóps í huga og eru áhugasamir hvattir til að hafa
samband við félagið.
Útivera á höfuðborgarsvæðinu
Undirrituð, sem hlaupari, hlaupaþjálfari og næringarfræð-
ingur sem hvetur fólk til hreyfingar sér til heilsubótar, hefur
áhyggjur af því hvort að við séum að setja okkur í heilsu-
farslega áhættu með útiveru á þeim dögum sem mengunin
er hvað mest, ekki síst hvað varðar langtímaáhrif á lungu og
öndunarveg. Áhugavert væri að gera læknisfræðilega rann-
sókn til að kanna þetta en ekki hefur fundist farvegur fyrir
slíka rannsókn ennþá.
Það er ljóst að grípa verður fast og yfirvegað í taumana
til sporna gegn þeirri mengun sem við verðum ítrekað fyrir í
okkar nánasta umhverfi. Við getum ekki stöðvað eldfjöllin í að
gjósa en við getum gert svo ótal margt til að vernda umhverfið
okkar betur og betur á hverjum degi.
Af framangreindu má ráða að það er í mörg horn að líta en
fyrst þurfum við Íslendingar að viðurkenna, hversu erfitt sem
það er, að við eigum við mengun að stríða, að við erum ekki
lengur „ferskasta land í heimi“.
til viðbragðsáætlun þegar eldgos verða til að draga úr skaða
sem mengun af þeirra völdum getur valdið.
Leiðir til úrbóta
Stjórnvöld og bæjaryfirvöld á hverjum stað setji aukið fjár-
magn í að þrífa götur, gang- og hjólastíga, það þýðir ekkert að
leggja hjólastíga út um allt án þess að hafa á planinu að þrífa
þá reglubundið! Skipuleggja þarf þessi þrif á skynsamlegan
máta þannig að þegar þörfin er mest þá sé mest þrifið.
Vinna með hagsmunaaðilum að því að hingað séu aðeins
fluttir inn vottaðir flugeldar. Þetta er mikilvægt því Íslendingar
eru ekki að fara að hætta að flytja inn flugelda, svo að stjórna
gæðum þeirra er það sem skiptir mestu máli að mínu mati.
Mögulega mætti stjórna betur magninu sem flutt er inn.
Það er reyndar áhugavert hvernig afstaða almennings hefur
breyst á einu ári en samkvæmt könnun Maskínu vildu 37%
svarenda óbreytt fyrirkomulag á flugeldasölu í kringum síð-
ustu áramót (2019) samanborið við rúm 45% árið á undan.
Leggja alfarið af áramóta- og þrettándabrennur. Brennur
eru bara framleiðsla á reyk, sóti og mengun, þó svo að
ástandið hafi batnað á síðustu áratugum og einungis megi
setja tiltekinn eldsmat á brennurnar.
Ég myndi vilja sjá meira af mengunarmælum við leik- og
grunnskóla borgarinnar og að þeir séu vaktaðir á viðeigandi
máta og starfsmenn upplýstir um það hvenær börnin megi
fara út að leika sér og hvenær ekki. Börn átta sig síður á
lélegum loftgæðum en við fullorðnu gerum og kvarta síður.
Öndunarfæri barna eru viðkvæm og enn að þroskast og því
er mengun mjög skaðleg fyrir þau eins og komið hefur fram
hjá Gunnari Guðmundssyni lungnalækni. Einnig má nefna að
svifryk kemst niður í lungnablöðrurnar og þaðan í blóðrásar-
kerfið og getur magn agna í öndunarfærum barna verið 2-4
sinnum meira en hjá fullorðnum. Reykjavíkurborg og sveit-
arfélögin þurfa því að sinna þessu eftirliti sérlega vel og hafa
virkt upplýsingaflæði til þeirra sem sinna börnunum og bera
ábyrgð á þeim á skólatíma.
Hvetja fólk til að nota almenningssamgöngur meira og
að hjóla, ganga eða hlaupa til vinnu eða í skóla. Mörg fyrir-
tæki og stofnanir hafa sýnt gott fordæmi og bjóða upp á
sam göngustyrki til sinna starfsmanna, eitt dæmi um þetta er
Landspítali.
Á þennan hátt má draga úr bílaumferð en við hér á höfuð-
borgarsvæðinu gætum fljótlega farið að sjá og reyna á eigin
skinni það sem íbúar í stórborgum heimsins þurfa að sætta
sig við og snýr að notkun ökutækja innan borgarinnar. Við
þyrftum þá að hafa í huga í okkar þétta skipulagi að mega
kannski aðeins aka bílnum okkar á mánudögum, miðviku-
dögum og föstudögum.
Mælingar á svifryki í Reykjavík þurftu að vera á fleiri
stöðum og upplýsingaflæði til almennings virkara til að þeir
sem eru viðkvæmir fyrir geti reynt að forðast útiveru á versta
tíma dagsins eða að fara út fyrir borgarmörkin til að stunda
útivist sé þess nokkur kostur. Það getur þó verið snúið fyrir
suma en með batnandi skipulagi almenningsvagna ætti þetta
að vera tiltekinn möguleiki.
Svo heyrum við líka af mengun af völdum skemmtiferða-
skipa sem spúa reyk og mengun út í andrúmsloftið, það