SÍBS blaðið - febr 2020, Qupperneq 17
17
1. tbl. 2020
unarefni ásamt því að settar eru fram samræmdar leiðbein-
ingar um mælingar á styrk þeirra. Tilgreind mörk þessara
reglugerða, að undanskilinni reglugerð um styrk H2S í and-
rúmslofti, eru í samræmi við mörk Evrópureglugerða,. Ekki er
til samræmd löggjöf fyrir styrk H2S í andrúmslofti á Evrópska
efnahagssvæðinu. Alþjóða heilbrigðismálastofnun (WHO)
leggur til að heilsuverndarmörk fyrir sólarhringsstyrk H2S sé
150 µg/m3 en árið 2010 voru íslensku heilsuverndarmörk skil-
greind sem 50 µg/m3 og ekki má fara oftar en þrisvar sinnum
yfir þau mörk á ári hverju. Í 2. töflu má sjá íslensk heilsu-
verndarmörk fyrir helstu loftmengunarefni sem eru mæld á
Íslandi samkvæmt framangreindum reglugerðum.
Heimildir
1. Umhverfisstofnun Evrópu (EEA). Air quality in Europe — 2017 report
[Rafrænt]. Lúxemborg: Umhverfisstofnun Evrópu; 2017 [tilvitnun 11. októ-
ber 2017]. Report No.: 13/2017. Aðgengilegt á: https://www.eea.europa.
eu/publications/air-quality-in-europe-2017
2. Bryndís Skúladóttir, Arngrímur Thorlacius, Hermann Þórðarson, Guð-
mundur G. Bjarnason, Steinar Larssen. Samsetning svifryksmengunar í
Reykjavík [Rafrænt]. Iðntæknistofnun; 2003. Aðgengilegt á: http://www.
vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Svifryk/$file/Svifryk.pdf
3. Páll Höskuldsson. Svifryk í Reykjavík [Rafrænt]. Reykjavík: Efla verk-
fræðistofa; 2013. Aðgengilegt á: http://www.vegagerdin.is/Vefur2.nsf/
Files/Samsetning_svifryks_Rvk/$file/Samsetning%20svifryks%20
%C3%AD%20Reykjav%C3%ADk.pdf
4. Páll Höskuldsson, Arngrímur Thorlacius. Uppruni svifryks í Reykja-
vík - Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar 2015 [Rafrænt]. Efla
verkfræðistofa; 2017 Jún [tilvitnun 12. september 2017]. Report No.:
01/27. Aðgengilegt á: http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/upp-
runi_svifryks_i_reykjavik/$file/Uppruni%20svifryks%20%C3%AD%20
Reykjav%C3%ADk.pdf
5. Sigurjón Þórðarson. Frumdrög að áætlun um loftgæði á Íslandi. 2017.
6. Orkuveita Reykjavíkur. Umhverfisskýrsla OR 2016 [Rafrænt]. Reykjavík:
Orkuveita Reykjavíkur; 2016. Aðgengilegt á: https://www.or.is/sites/or.is/
files/umhverfisskyrsla_or_2016.pdf
mars og gerist helst þegar er heiðskírt. Svipað ferli má sjá við
Mývatn.
ON áætlar að árið 2016 var um 60% af öllu H2S sem
virkjunin losaði dælt aftur niður í berglögin. Þetta verkefni
er tækninýjung sem virðist vera fýsilegur kostur til að draga
úr losun H2S í andrúmsloftið. Þessi aðferð gæti verið mót-
vægisaðgerð til að lágmarka H2S í andrúmslofti í grennd við
slíkar uppsprettur. Frekari upplýsingar um Sulfix og Carbfix
verkefnið má nálgast á heimasíðu ON, www.on.is.
Vöktun loftmengunar á Íslandi
Heildarfjöldi mælistöðva á Íslandi í lok árs 2019 var 31
(7. mynd), þar af eru fjórar í eigu Umhverfisstofnunar.
Aðrar eru í eigu sveitarfélaga eða starfsleyfishafa þar sem
fram kemur að vöktun loftgæða þurfi að fara fram. Stöðvar
Umhverfisstofnunar eru staðsettar á Grensásvegi, í Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðinum, á Hvaleyrarholti við Golf-
klúbbinn Keili (í eigu Umhverfisstofnunar og Rio Tinto) og
á Akureyri við Tryggvabraut en Akureyrarbær rekur þá stöð
í samvinnu með Umhverfisstofnun. Til viðbótar eru nokkrar
færanlegar mælistöðvar í eigu Umhverfisstofnunar.
Loftgæði utandyra hafa verið mæld reglulega í Reykjavík
frá árinu 1986 og á undanförnum árum hefur vöktun á loft-
gæðum stóraukist með auknum fjölda mælistöðva og þeirra
efna sem mæld eru. Í október 2016 tók gildi reglugerð nr.
920/2016 sem fjallar m.a. um brennisteinsdíoxíð (SO2), köfn-
unarefnisdíoxíð (NO2) og köfnunarefnisoxíð (NOx), kolsýring
(CO) og svifryk í andrúmsloftinu, styrk ósons (O3) við yfirborð
jarðar og um upplýsingar til almennings. Reglugerðin leysti af
hólmi tvær eldri reglugerðir. Til viðbótar gilda einnig reglugerð
nr. 514/2010 um styrk brennisteinsvetnis (H2S) í andrúmslofti
og reglugerð nr. 410/2008 um arsen, kadmíum, kvikasilfur,
nikkel og fjölhringa arómatísk vetniskolefni í andrúmslofti. Í
þessum reglugerðum eru sett mörk fyrir skilgreind loftmeng-
Svissnesk gervitár við augnþurrki • Fást í öllum helstu apótekum
Vantar
smurolíu
í augun?
Tárin sem endast
VISMED® myndar náttúrulega tárafilmu á yfirborði hornhimnunnar sem endist óvenjulengi á auganu
VISMED® inniheldur hýalúrónsýru sem er smurolía náttúrunnar og finnst víða í mannslíkamanum
VISMED® inniheldur engin rotvarnarefni og því eru hverfandi líkur á ofnæmi
Vertu viss með
DROPAR
Skammtahylki, án rotvarnarefna.
Hægt er að loka eftir opnun.
Dreypiglas 10 ml
Má nota í 3 mánuði eftir opnun.
GEL
Skammtahylki, án rotvarnarefna.
Hægt er að loka eftir opnun.
Dreypiglas 10 ml
Má nota í 3 mánuði eftir opnun.