SÍBS blaðið - feb. 2020, Blaðsíða 22
22
SÍBS-blaðið
sem viðkomandi andar að sér. Þættir sem hafa áhrif á útsetn-
ingu eru styrkur loftmengunar hverju sinni og sá tími sem
dvalið er í menguðu lofti. Einnig hefur öndunarhraði áhrif.
Fólk sem er í mikill áreynslu andar að sér meira lofti. Hvað
varðar aðgerðir við að draga úr útsetningu utandyra er ýmis-
legt sem hver og einn getur hugað að fyrir sjálfan sig.
Hér má nefna nokkur ráð. Misjafnt er hvað á við eftir
því hver ferðamátinn er hverju sinni og hvort um er að ræða
útivist í frístundum eða ferðir til og frá vinnu.
Þegar um er að ræða útivist í frístundum er málið
nokkuð einfalt. Forðist útivist við miklar umferðargötur. Á
höfuðborgarsvæðinu eru mörg skemmtileg svæði sem ekki
eru nálægt miklum umferðargötum þar sem hægt er að
stunda göngur, hlaup eða hjólreiðar. Þar má nefna til dæmis
Elliðaárdalinn, Laugardalinn, Fossvogsdalinn og svo ýmsa
strandstíga á svæðinu.
Þegar um er að ræða ferðir til og frá vinnu flækist
málið aðeins því þá er verið að ferðast milli A og B og því oft
óhjákvæmilegt að fara um eða vera í grennd við umferðar-
miklar götur. Fyrir þá sem eru gangandi eða hjólandi getur
mismunandi leiðaval haft mikil áhrif á útsetningu. Þá er rétt
að hafa í huga að það munar um hverja 10 metra sem komist
er fjær miklum umferðargötum. Þannig að ef það er í boði að
fara stíga sem liggja fjær umferðargötum heldur en að fara
gangstétt sem er þétt við umferðarmikla götu þá dregur það
úr útsetningu.
Helsta verkfærið til að draga
úr áhrifum loftmengunar
á heilsu fólks er minnka
mengunina sjálfa. Aðgerðir
sem draga úr loftmengun
geta hins vegar tekið langan
tíma að virka. Hertar kröfur
um útblástur nýrra bíla fara
til dæmis ekki að hafa áhrif
að ráði fyrr en einhverjum
árum síðar þegar nokkur
endurnýjun hefur orðið í
bílaflotanum. Almennt séð
eru loftgæði á Íslandi mikil og
oftast er Ísland í fyrsta sæti
meðal Evrópulanda þegar borin eru saman töpuð æviár vegna
loftmengunar á hverja 100 þúsund íbúa. Hins vegar koma
dagar, sérstaklega í hægviðri síðla vetrar, þegar loftmengun
getur farið yfir heilusverndarmörk.
Útsetning
Daglegar venjur fólks geta hins vegar haft áhrif á útsetn-
ingu þess fyrir loftmengun. Það gildir jafnt um loftmengun
utanhúss sem og gæði innilofts á heimilum. Þegar kemur að
innöndun loftmengunar er hugtakið útsetning (e. „exposure“)
mikið notað. Útsetning er mælikvarði á magn mengunarefna
Þorsteinn Jóhannsson,
sérfræðingur Umhverfisstofnun
Loftmengun
og heilsa
Úti að trimma. Þetta er ekki besti staðurinn til að stunda líkamsrækt. Betra er að trimma fjarri umferðarmiklum götum.
Grein