Nesfréttir - 01.08.2020, Qupperneq 11

Nesfréttir - 01.08.2020, Qupperneq 11
Nesfrétt ir 11 SKRÁNING Í MATARÁSKRIFT HEFST 24. ÁGÚST. Skráning fer fram á www.skolamatur.is www.skolamatur.is @skolamatur @skolamatur_ehf Bjóðum fjölbreyttan og hollan mat eldaðan frá grunni „Menning og siðir eru mismun­ andi á hverjum stað fyrir sig og það er alltaf spennandi áskorun að koma inn í nýja skóla og fá að þjónusta nýja viðskiptavini. Við tökum nú við keflinu af frábærum kokki sem hefur eldað fyrir kyn­ slóðir á Seltjarnarnesi. Við erum afskaplega þakklát fyrir þær jákvæðu viðtökur sem við höfum fengið frá bæjarbúum og hlökkum til framhald sins,“ segir Fanný Axels­ dóttir mannauðs­ og samskiptastjóri hjá Skólamat en fyrirtækið gerði samning við Seltjarnarnesbæ á liðnu vori um þjónustu mötuneyta leik­ og grunnskóla Seltjarnarnesbæjar.“ Skólamatur er fjölskyldufyrirtæki í eigu Axels Jónssonar matreiðslu- meistara. Axel hefur áralanga reynslu í alhliða veitingarekstri. Hugmynd- in að stofnun fyrirtækis sem ein- beitti sér að framleiðslu á heitum skólamáltíðum kviknaði þegar Axel sat í skólanefnd fyrir Keflavíkurbæ árið 1990. Út frá reynslu sinni þróaði hann viðskiptahugmynd sína sem varð að veruleika árið 1999 þegar hann hóf að bjóða börnum leik- og grunnskólum upp á hollar máltíðir. Um 120 manna samstilltur hópur fólks starfar hjá fyrirtækinu. Þar á meðal eru börn Axels, Jón Axels- son framkvæmdastjóri og Fanný Sigríður Axelsdóttir mannauðs- og samskiptastjóri. Tveir aðalréttir - annar vegan „Við leggjum mikla áherslu á stöðuga þróunarvinnu til þess að mæta kröfum um hollan og ferskan mat sem er eldaður frá grunni. Á hverjum degi eru í boði tveir aðal- réttir, þar af er annar ávallt vegan. Samhliða hádegismáltíðunum er dagleg boðið upp á úrval af fersku grænmeti og ávöxtum í meðlætisbar. Grunnskólabörnum á Seltjarnarnesi stendur einnig til boða að vera í ávaxta áskrift, en þá fá nemendur niðurskorna ferksa ávexti og græn- meti í morgunhressingu. Allir matseðlar eru útbúnir í samstarfi við næringarfræðinga og sérfræðinga Skólamatar sem tryggja að maturinn sem við bjóðum upp á innihaldi þau næringarefni sem eru börnum, starfsfólki og öðru viðskipta vinum nauðsynleg,“ segir Fanney. „Að lokum viljum við hvetja bæjarbúa að koma á framfæri öllum þeim ábendingum og upp ástungum sem þeir kunna að hafa varðandi starfsemi Skólamatar. Þær hjálpa okkur að gera enn betur,“ bætir hún við. Þess má geta að nálgast má matseðla og annan fróðleik á www.facebook.com/skolamatur Fanney Axelsdóttir mannauðs­ og samskiptastjóri, Axel Jónsson stofnandi og eigandi og Jón Axelsson framkvæmdastjóri. - segir Fanney Axelsdóttir hjá Skólamat

x

Nesfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.