Nesfréttir - 01.08.2020, Qupperneq 15

Nesfréttir - 01.08.2020, Qupperneq 15
Nesfrétt ir 15 Þú getur keypt næstum hvað sem er fyrir Aukakrónur Viðskiptavinir Landsbankans safna Aukakrónum þegar þeir versla hjá meira en 250 samstarfsaðilum um allt land og geta notað þær til að kaupa næstum hvað sem er. Fjölbreytt dansár framundan Dansskólinn Óskandi á Eiðis torgi, Seltjarnarnesi, verður með skemmtilega og fjölbreytta dagskrá í haust fyrir allan aldur; fornám í klassískum ballett frá 3 ára, grunnnám í listdansi, skapandi dans, jóga, sirkus, nútíma listdans fyrir börn og fullorðna, fullorðinsballett, dansnámskeið fyrir 55+ og dansnámskeið fyrir eldri borgara. Óskandi er að byrja annað ár sitt en margir þekkja vel húsnæðið undir Hagkaupum á Eiðistorgi þar sem Ballettskóli Guðbjargar Björgvins var til fjölda ára. „Við erum mjög spennt fyrir komandi hausti og hlökkum mikið til að byrja aftur að dansa saman. Það er fátt sem jafnast á við það að fylgjast með nemendum sínum þroskast og vaxa, bæði þeim ungu og eldri.“ segir Guðrún skólastjóri. Hlutverk skólans er að bjóða upp á jákvætt, faglegt og uppbyggilegt skólaumhverfi, með viðeigandi og gagnlegri námskrá miðað við aldur og þroska. Sérstaða skólans er að skólinn býður upp á fjölbreyttar námsleiðir sem höfða til breiðs aldurshóps, frá unga aldri til efri ára. Nemendur læra best þegar þeir eru í umhverfi sem þeim líður vel í, fá verkefni við hæfi og upplifa árangur. Sameiginleg sumarnámskeið Á vordögum var ákveðið að samtvinna sumarnámskeið Seltjarnar­ nesbæjar og Gróttu í sumar og gekk samstarfið vonum framar. Þátttakendur á námskeiðunum sækja gjarnan blöndu af námskeiðum Gróttu og Seltjarnarnesbæjar, með sameiginlegri verkefnastjórn styttust því boðleiðir og upplýsingaflæði jókst til muna. Verkefnastjórn námskeiðanna í sumar var í höndum Jónu Ránar Pétursdóttur, sem er einnig nýr forstöðumaður Selsins, og Laufeyjar Helenu Gísladóttur, sem er einnig nýr verkefnastjóri handknattleiksdeildar Gróttu. Smíðavöllurinn er alltaf vinsæll á sumarnámskeiðunum.

x

Nesfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.