Nesfréttir - 01.08.2020, Qupperneq 13

Nesfréttir - 01.08.2020, Qupperneq 13
Nesfrétt ir 13 ALHLIÐA MÚR- OG STEYPUVIÐGERÐIR www.husavidgerdir.is/hafa-samband info@husavidgerdir.is - Sími 565-7070 Finndu okkur á Fegrun og lenging líftíma steyptra mannvirkja er okkar áhugamál. Við höfum náð góðum árangri í margs konar múr- og steypuviðgerðum, múrfiltun, steiningu og múrklæðningum. Hafðu samband Við skoðum og gerum tilboð! Fermingar 29. ágúst og 12. september Fermingar vorsins 2020 áttu að fara fram í apríl­ mánuði. Að því gat ekki orðið vegna veirunnar eins og flestir vita. Nokkur fermingarbörn voru fermd í guðsþjónustum í júní, eitt í einu. Einn piltur fermdist 9. ágúst í guðsþjónustu. Framundan eru fermingar 29. ágúst og 12. september. Þá hafa fermingarbörnin beðið eftir stóra degin- um í fjóra til fimm mánuði. Um þær mundir verður eitt ár liðið frá því að þau komu í fyrsta fermingarfræðslutímann. Þessar fermingar verða án altarisgöngu. En fermingarbörnin verða að koma síðar í altarisgöngu þegar það verður leyft. Engum hefði dottið í hug fyrir einu ári að fermingum vorsins 2020 yrði frestað um marga mánuði. Og svo eru það fermingarfötin sem foreldrar voru búnir að kaupa fyrir fyrirhugaðar fermingar í apríl. Í sumum tilfellum eru þau orðin of lítil samanber málsháttinn: ,,Barnið vex en brókin ekki.“ Fermingarbörn vorsins 2021 geta skráð sig rafrænt inn á seltjarnarneskirkja.is. Er það nýjung hjá söfnuðinum og til mikilla bóta. Fermingarfræðslan verður á laugardögum í vetur í kirkjunni. Vetrarstarf safnaðarins Vetrarstarf safnaðarins fer af stað sunnudaginn 6. september kl. 11 með guðsþjónustu og sunnudagaskóla. Guðsþjónustur og messur eru alla sunnudaga kl. 11 og samfélag á eftir. Starfið verður fjölbreytt að vanda í vetur. Til að mynda verður á mánudögum kl. 14-16 kvennakaffi í safnaðarheimilinu, sem er nýjung. Á föstudagsmorgnum kl. 9.30 verður morgunkaffi og með því. Allir eru velkomnir til þess að spjalla og hitta skemmtilegt fólk. Morgunkaffið mun kosta kr. 250. Þessi liður er einnig nýjung í starfinu. Í vetur verður barna- og unglingastarf ásamt foreldramorgnum sem verður auglýst síðar. Kyrrðarstundir verða á miðvikudögum og kaffikarlar tvisvar sinnum í viku. Billjard tvisvar sinnum í viku í safnaðarheimilinu. Stund fyrir eldri bæjarbúa einu sinni í mánuði. Fræðslumorgnar fara af stað í október. Munum að einkunnarorð Seltjarnarneskirkju eru: ,,Seltjarnarneskirkja okkar annað heimili.“

x

Nesfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.