Nesfréttir - 01.08.2020, Qupperneq 14
14 Nesfrétt ir
G r ó t t u s í Ð a n www.grotta.is
170
GETRAUNANÚMER GRÓTTU
GETRAUNIR.IS
Þriðji og fjórði flokkur kvenna ásamt fjórða flokki karla fóru á Rey Cup
22. til 26. júlí. Þriðji flokkur kvenna var með tvö lið á mótinu. Þeim gekk
vel alla dagana og það var frábær stemning í hópnum. Allar stelpurnar
spiluðu vel þrátt fyrir marga leiki og erfiðar aðstæður. Það var ekki bara
spilað fótbolta heldur skellti hópurinn sér einnig saman í Fjölskyldu og
Húsdýragarðinn. Lið 1 endaði í 3. sæti á mótinu og lið 2 í 4. sæti.
Fjórði flokkur kvenna fór með 1 lið á mótið. Stelpurnar spiluðu frábæran
sóknarbolta á mótinu og sköpuðust mörg glæsileg mörk uppúr uppspili
stelpnanna. Úrslitin voru aukaatriði og skemmtu allar stelpurnar sér frábær-
lega alla dagana þar sem leikgleði og hamingja var við völdin.
Fjórði flokkur karla fór með 2 lið á Rey Cup og stóðu sig með stakri prýði.
Skemmtu drengirnir sér mjög vel og spiluðu skemmtilegan fótbolta þrátt
fyrir skrautlegar vallaraðstæður inn á milli. Mörg glæsileg mörk voru skoruð
og mátt sjá að drengirnir höfðu mjög gaman af mótinu.
Þrír flokkar frá Gróttu
á Rey Cup
Myndin er af liði 1 hjá 3. flokki kvenna Gróttu/KR og er tekin af
Margréti Kristínu Jónsdóttur.
Líkt og áður hófst handboltaskóli Gróttu í ágúst, eftir
verslunarmannahelgi. Handboltaskóli Gróttu er í ár fyrir börn
fædd árin 20092014. Yfirumsjón með skólanum hafði Hákon
Bridde, íþróttafræðingur og nýr yfirþjálfari handknattleiksdeildar
Gróttu. Honum til aðstoðar eru metnaðarfullir leiðbeinendur líkt
og meistaraflokksleikmenn og aðrir efnilegir leikmenn félagsins.
Aðsókn í skólann var mikil og reyndist hann þátttakendum og
starfsfólki ánægjulegur.
Samhliða handboltaskóla Gróttu fór af stað afreksskóli Gróttu.
Afreksskólinn er í ár fyrir börn fædd árin 2005-2008 en skólinn
leggur áherslu á tækni- og aukaæfingar. Þar fara Hákon og leikmenn
meistaraflokks yfir flóknari handboltatækni og miðla af reynslu sinni
til þátttakenda.
Þá er enn öðru farsælu sumri hjá knattspyrnuskóla Gróttu lokið, en
hann var starfræktur frá 10. júní til 31. júlí. Góð mæting var á öll fjögur
námskeiðin en tæplega 380 börn voru skráð á námskeiðin. Til viðbótar því
voru um 100 börn sem sóttu sumarnámskeið fyrir 4. og 5. flokk.
Iðkendur í skólanum eru bæði krakkar sem hafa æft lengi og einnig krakkar
sem eru að prófa fótbolta í fyrsta skipti, og lögð er áhersla á að kenna fótbolta
í gegnum skemmtilega leiki og æfingar. Námskeiðin voru fjögur talsins, í tvær
vikur í senn, og í lok hvers námskeiðs var krökkunum blandað saman og
skipt í landslið og keppt í HM. Að keppni lokinni var síðan pulsupartí og allir
fóru glaðir inn í helgina. Áhugasamir og fjörugir krakkar, efnilegir unglingar
og gott veður var virkilega góð blanda sem varð til þess að námskeiðin
gengu gríðarlega vel. Fleiri myndir og myndbönd frá námskeiðunum má sjá
á instagram.com/grottasport. Starfsmenn knattspyrnuskólans þakka fyrir
sumarið og hlakka til að sjá sem flesta aftur næsta sumar.
Knattspyrnuskóla
Gróttu lokið
Það er búið að vera líf og fjör í fimleika
salnum í allt sumar. Framhaldshópar í bæði
áhalda fimleikum og hópfimleikum eru búnir
að æfa megnið af sumrinu.
Fimleikdeildin stóð einnig fyrir fjölbreyttum
námskeiðum fyrir breiðan aldurshóp.
Fimleika- og leikjaskólinn var á sínum stað
og haldin voru 8 námskeið. Krakkarnir voru í
fimleikum á morgnanna og svo var fjölbreytt
dagskrá eftir hádegi. Öll námskeiðin enduðu
með grillveislu á föstudögum.
Fimleikadeildin hélt líka hópfimleikanámskeið fyrir 10 til 12 ára stelpur og
Styrktarnámskeið fyrir 9 til 14 ára stráka. Á þessum námskeiðum var lögð
áhersla á samhæfingu, snerpu, styrk og liðleika ásamt því lærðu þátttakendur
á stór trampólín. Námskeiðin voru vel sótt og þátttakendur ánægðir.
Þessa dagana eru yfirþjálfarar og skrifstofa fimleikadeildarinnar að vinna í
stundatöflu vetrarins og verður hún send til foreldra um leið og hún er tilbúin.
Líf og fjör í fimleikasalnum
Handbolta- og afreksskóli Gróttu