Morgunblaðið - 02.06.2020, Side 17

Morgunblaðið - 02.06.2020, Side 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 2020 FRÁBÆR TILBOÐ Verð frá 990 ISK HAPPY HOUR 15 to 18.00 VEGAN- OG GRÆNMETISRET TIR Í B OÐ I Hádegistilboð kr. 990 - 1.990 Kl. 11:00 - 14:30 Kvöldtilboð kr. 1.990 - 2.990 Kl. 18:00 - 21:00 B A N K A S T RÆ T I 7 A | 1 0 1 R E Y K J AV Í K | ( + 3 5 4 ) 5 6 2 - 3 2 3 2 | S O L O N . I S 544 5151tímapantanir Allar almennar BÍLAVIÐGERÐIR Bíljöfur ehf er stoltur aðili að kynna aðgerðir ríkisstjórnarinnar ALLIR VINNA sem felur í sér endurgreiðslu á VSK af vinnulið einkabifreiða Smiðjuvegi 34 • gul gata Kópavogi • biljofur@biljofur.is Þarftu að láta gera við? FINNA.is Síðustu fimm ár hafa Íslendingar of- fjárfest í ýmsum greinum ferðaþjónust- unnar, vanfjárfest í flugþjónustu [Ice- landair, WOW Air] og almennt vanfjárfest í nýsköpun. Það hefði þurft að skapa 10.000 ný störf á árinu 2019 eftir fall WOW Air. Þá þarf að skapa 20.000 ný störf á ár- unum 2020 til 2022 til að mæta fólksfjölgun og sjá til þess að at- vinnuleysi verði ekki meira en það var 2018, en þá var það um 5.000 manns. Í febrúar 2020 var atvinnu- leysi komið í 15.000 og í apríl voru yfir 55.000 manns á atvinnuleysis- skrá [atvinnulausir og hlutabóta- starf]. Mikið atvinnuleysi verður að minnsta kosti fram á sumarið 2021, en þá mun líklega 30.000 manns vanta störf. Það mun líklega taka að minnsta kosti fjögur til fimm ár fyr- ir ferða- og flugþjónustuna að ná sama umfangi og á árinu 2018. Þetta þýðir að við þurfum að skapa að minnsta kosti 10.000 ný störf í henni og 10.000 ný störf í öðrum geirum. Hvert starf kostar að lág- marki 20 milljónir, samtals gerir það fjárfestingarþörf upp á 200 milljarða í öðrum greinum en í ferða- og flugþjónustu. Hvernig væri að við tækjum okkur saman um að útfæra það? Ferðaþjónustan Íslenska þjóðin er rík, hún getur sætt sig við minna, en aðlögun að lægri þjóðartekjum og að 30.000 manns séu atvinnulausir verður mjög erfitt, enginn vill að slíkt sé varanlegt ástand. Ein af þeim lexí- um sem hægt er að læra af þessum COVID-faraldri er að byggja at- vinnulífið á fleiri stoðum. Það var frábært að sjá þann árangur sem ferðaþjónustan hafði skilað 2018, gott væri að sjá hana ná þeim ár- angri aftur til að nýta þá fjárfest- ingu sem búið er að leggja í og endurheimta störf. Nú er gott tæki- færi til að bæta þá innviði sem ferðaþjónustan hefur kallað eftir; vegi, þjóðgarða, aðstöðu á ferða- mannastöðum, við höf- um ekki staðið okkur þar. Er ekki frábært tækifæri núna, þegar ferðamenn eru fáir, að laga til hjá okkur? Flugþjónustan Iceland Express og síðar WOW Air voru dæmi um vel heppnaða íslenska nýsköpun, sem féll svo vegna skorts á nægu eiginfé og stuðningi ríkisins. Þegar WOW Air féll hafði það mjög neikvæð áhrif á hag almennings; færri flugferðir, verð á flug- farseðlum, atvinnu og komu ferða- manna til landsins. Líklega voru flestir af þeim 10.000 sem fóru á at- vinnuleysisskrá 2019 vegna afleið- inga af falli WOW Air. Í kjölfar falls WOW Air taldi Isavia að skipti- farþegum til BNA myndi fækka um 52% og samdráttur í gjaldeyris- tekjum yrði yfir 100 milljarðar, sem myndi kosta ríkissjóð 40 milljarða árið 2019. Íslensk stjórnvöld hefðu átt að vera ákveðnari í að gæta hagsmuna Íslands og sjá til þess að starfsemi WOW Air héldi áfram. Það var mikill skaði að það félag fór á hausinn. Atvinnusköpun Það kostar að skapa störf, eitt hótelherbergi kostar 25 milljónir, trilla með kvóta 100 milljónir, starf í álveri og öðrum slíkum framleiðslu- fyrirtækjum kostar svipaðar upp- hæðir. Við höfum mörg góð dæmi um nýsköpun; Marel, CCP Games, Oz, íslensku bankana fyrir hrun, sjávarútveg [nú síðast makríl- veiðar], Iceland Air og WOW Air, tæknifyrirtæki og mörg félög í ferðaþjónustunni. Því miður eru líka mörg dæmi um fyrirtæki sem fóru úr landi þar sem ekki fékkst fjármagn fyrir þau til að vaxa, eða þau voru seld allt of snemma, oftast vegna skorts á fjármagni. Nýsköpunarsjóður, Rannís, Tækniþróunarsjóður, Frumtak og ýmsir fjárfestingarsjóðir, áhættu- fjárfestar, einstaklingar og fjöl- skyldur þeirra hafa ásamt við- skiptabönkunum allir tekið þátt í að fjármagna íslenska nýsköpun. Það er þekkt vandamál allra þessara aðila að þeir hafa ekki haft eða get- að tryggt fjármögnun íslenskra ný- sköpunarfélaga. Kemur það meðal annars til vegna þess að hver og einn þeirra hefur oftast haft of lítið fé til að fylgja eftir fjárfestingum, meðal annars vegna reglna um áhættudreifingu, og mörg dæmi eru um að nýsköpunarfyrirtæki hafi hætt rekstri eftir að hafa verið komin af stað, oft þegar þarf að ráða nokkra starfsmenn hér á landi eða þegar kemur að því að það þarf að fjármagna kostnaðarsama sölu- starfsemi erlendis. Vandamálið er þekkt, lausnin er þekkt en það hefur gengið erfiðlega að fá alla þá aðila sem þurfa að koma að nýsköpun til að stilla sam- an strengi og líka að tryggja meira fjármagn. Það eru holur og hindr- anir í vegi atvinnusköpunar. Það kostar líklega um 20 milljónir að skapa eitt nýtt starf í nýsköpunar- fyrirtæki. Þeir peningar koma frá frumkvöðlum, fjölskyldum þeirra, starfsmönnum, fjárfestum, sprota- og frumtakssjóðum og rannsóknar- sjóðum og sem styrkir frá ríkinu. Það sem ríkið getur gert betur er að koma skattaumhverfi nýsköp- unar í sama horf og í þeim löndum sem við miðum okkur við. Gengur það út á að minnka áhættu þeirra sem fjárfesta og að hægt sé að fjár- festa hærri upphæðir en gert er í dag. Annað sem ríkið getur gert er að leggja meðframlög þegar fjárfest er í fyrirtækjum til að hækka þær fjárfestingar. Atvinnuleysi næstu þrjú ár mun kosta líklega 10 milljónir á hvern langtímaatvinnulausan, atvinnuleysi skapar engin verðmæti. Atvinnu- og nýsköpun skapa verðmæti fyrir samfélagið, nýsköpun er að mestu leyti launakostnaður. Eftir Holberg Másson » Síðustu fimm ár hafa Íslendingar offjár- fest í ýmsum greinum ferðaþjónustunnar, van- fjárfest í flugþjónustu og almennt vanfjárfest í nýsköpun. Holberg Másson Höfundur er framkvæmdastjóri. COVID og atvinnuleysi Öll ættum við að geta verið sammála um að brýnasta verk- efni okkar um þessar mundir er að efla með öllum ráðum verð- mætasköpun í land- inu. Og þegar við tölum um verðmætasköpun hljótum við að vera að tala um útflutning eða gjaldeyrisöflun og í þeim efnum erum við Íslendingar sem betur fer sæmilega vopnum búnir til sóknar, með alla þá orku, sjáv- arafla og hreinan landbúnað sem við eigum. Það er að segja ef við hefðum við stjórnvölinn fólk sem þorir að nota þau tækifæri sem við höfum. Sala á raforku hefur gefið okkur vaxandi gjaldeyristekjur undanfarin ár í formi ál- og járn- blendisframleiðslu og gætum við gert mun betur í þeim efnum ef ekki væri sífellt á ferðinni eitt- hvert afturhaldslið sem virðist halda að peningarnir vaxi á trján- um og jafnvel að verðmætasköpun sé fólgin í aukinni skattheimtu og rís upp á endann með mótmæli ef eitthvað á að gera til framfara fyr- ir þjóð okkar. Forsætisráðherra okkar leyfði sér að lýsa þeirri von sinni að at- vinnulíf á landinu yrði komið á sæmilegt skrið með vorinu, það varð til þess að afturhaldslið á stjórnarheimilinu skammaði ráðherra fyrir að leyfa sér slíkt. Er yfirleitt nokkur von til þess að svona stjórnvöld komi ein- hverju góðu til leiðar í atvinnumálum okkar? Nú verðum við að gera þá skýlausu kröfu til þingmanna vorra að þeir taki virkilega saman höndum og vinni af fullum krafti og heilindum að framgangi þeirra mála sem geta orðið þjóð vorri til bjargar á þess- um erfiðu og alvarlegu tímum. Við verðum einfaldlega að selja orkuna þeim sem tilbúnir eru að kaupa og það vill bara svo til að í heiminum hefur verið ágætur markaður fyrir ál undanfarna ára- tugi og það höfum við notfært okk- ur, en sem betur fer virðast vera að opnast fleiri möguleikar fyrir okkur um þessar mundir og er það mjög af hinu góða að fá fleiri stoð- ir undir atvinnulíf okkar. Auk þess búum við yfir þeim kostum að geta framleitt ál með mun minni meng- un en aðrar þjóðir og þar með lagt okkar af mörkum í baráttunni við gróðurhúsaáhrifin sem virðast vera ein stærsta ógn við heims- byggðina á okkar dögum. Varðandi það sem reynt er að halda á lofti í dag að við séum að rýra kosti framtíðarinnar í virkjunarmálum – hvað ef forfeður okkar hefðu hugs- að þannig? Líklega værum við enn þá með lýsislampann sem ljós- gjafa. Á sextándu öld skrifaði enskur hugsuður á þá leið að nú væri búið að finna allt upp sem hægt væri og tími uppfinninga væri því liðinn, við getum verið viss um að nýjar kynslóðir eigi eft- ir að gera stórar og miklar um- bætur á þeim aðferðum sem við notum í dag við okkar framleiðslu á rafmagni og eins getum við reiknað með merkilegum uppgötv- unum á nýjum orkugjöfum sem okkur órar ekki fyrir. Við ættum ekki að búast við því að það verði einhver stöðnun í framförum á plánetu okkar þegar okkar kynslóð kveður þessa jörð. Við verðum að gera okkur fulla grein fyrir alvöru þess að uppbygging í dag er virki- lega til að hlúa að lífvænlegri framtíð barnanna í landinu okkar. Eftir Hjálmar Magnússon » Við ættum ekki að búast við því að það verði einhver stöðnun í framförum á plánetu okkar þegar okkar kyn- slóð kveður þessa jörð. Hjálmar Magnússon Höfundur er fv. framkvæmdastjóri. Atvinna eða ekki atvinna

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.