Morgunblaðið - 02.06.2020, Side 4

Morgunblaðið - 02.06.2020, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 2020 Ársfundur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna verður haldinn í dag, 2. júní kl. 16:00 á Grand Hótel Reykjavík. Dagskrá fundarins • Venjuleg ársfundarstörf, dagskrárliðir skv. grein 6.6 í samþykktum sjóðsins. • Kynning tryggingastærðfræðings, tryggingafræðileg staða LV og áhrif hækkandi lífaldurs. • Önnur mál. Sjóðfélagar eiga rétt til setu á ársfundinum. Fundargögn verða afhent á fundarstað. Reykjavík, 30. apríl 2020 Stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna Ársfundur 2020 Lífeyrissjóður verzlunarmanna — live.is Helga Guðmundsdóttir frá Bol- ungarvík varð 103 ára 17. maí, skömmu eftir að hún jafnaði sig á COVID-19, elst Íslendinga sem hafa fengið sjúkdóminn. Á meðan ástandið var enn viðkvæmt á hjúkrunarheimilinu Bergi, þar sem hún býr, og á landinu almennt, þótti ekki henta að fagna afmæl- inu með miklu pompi og prakt og blómvöndur frá forsætisráðherra var látinn duga. Þetta stendur til bóta: Helga ætlar að bregða sér af bæ um næstu helgi, sem sé hjúkr- unarheimilinu, og skreppa á gamla heimili sitt á Hlíðarvegi í Bol- ungarvík, þar sem hún býður fjöl- skyldunni að fagna með sér 103 ára afmælinu. Að sögn Agnesar Veroniku Hauksdóttur, barnabarns Helgu sem einnig hjúkraði henni sem sjúkraliði í faraldrinum, er Helga orðin eldhress eftir veikindin og spennt fyrir afmælisveislunni. Hún er alveg með á nótunum, heklar og er spennt að geta hitt vinkonu sína á hjúkrunarheimilinu þegar einangrunarráðstöfunum er smátt og smátt aflétt. Ætlar á heimili sitt Helga Guðmundsdóttir og Agnes Veronika spjalla saman. Fagnar 103 árunum heima á Hlíðarvegi Ragnhildur Þrastardóttir ragnhildur@mbl.is Börn sem hafa nú þegar hafið með- ferð vegna skarðs í vör eða klofins góms og fengið meðferð sína niður- greidda af Sjúkratryggingum Ís- lands (SÍ) sjá nú fram á að fá ekki meðferð sína niðurgreidda fyrr en tannlæknadeild Háskóla Íslands hef- ur tök á að meta að meðferðin sé nauðsynleg og tímabær. Er þetta vegna nýrrar reglugerðarbreytingar heilbrigðisráðherra. Móðir ellefu ára drengs sem hefur verið í meðferð vegna skarðs í vör síðan 2015 segir illmögulegt að kom- ast í slíkt mat, þrátt fyrir að breyt- ingin hafi tekið gildi 1. janúar síðast- liðinn, enda virðast þau sem það eiga að framkvæma ekki hafa fengið næg- ar upplýsingar frá SÍ. Á meðan þurfa foreldrar að greiða læknis- og ferða- kostnað úr eigin vasa, en fjölskyldan er búsett á Ísafirði. Með reglugerðarbreytingunni voru börn sem fæðast með skarð í mjúkum góm tekin inn í greiðslu- kerfi SÍ. Áður höfðu SÍ einungis tek- ið þátt í greiðslu meðferðar barna með skarð í hörðum góm. Móðirin, Sif Huld Albertsdóttir, segir reglugerðarbreytinguna í sjálfu sér góða hvað það varðar en vegna breytingarinnar þarf að gera hlé á meðferð þeirra barna sem nú þegar eru komin inn í kerfi Sjúkra- trygginga Íslands og bíða eftir sér- stöku mati frá tannlæknadeild Há- skóla Íslands. Sif Huld hefur sent heilbrigðisráðherra bréf og beðið um rökstuðning fyrir þessu. „Þetta veldur því að meðferðin frestast hjá þeim börnum sem eru byrjuð í meðferð. Þetta eru ekki lífs- nauðsynlegar meðferðir en þær þurfa þó að eiga sér stað á meðan börnin eru að stækka,“ segir Sif Huld, en ef meðferðir eru ekki fram- kvæmdar snemma getur það orðið til þess að börn þurfi að fara í stærri að- gerðir síðar á lífsleiðinni. „Það sem mér finnst þurfa að breyta er að börn sem nú þegar hafa hafið meðferð geti haldið meðferð sinni áfram. Ég tel að reglugerðin ætti að einblína á þau börn sem eru að bíða eftir að fá staðfestingu á því hvort þau fái meðferð og ný börn sem eru að koma inn í meðferð, þar að leiðandi myndast minni bið, þar sem þessi börn [sem eru nú þegar í meðferð] hafa fengið samþykki sjúkratrygginga áður en reglugerð- arbreytingin átti sér stað.“ 150.000 í stað 50.000 Sonur Sifjar Huldar, Hermann Al- exander Hákonarson, á tíma hjá kjálkaskurðlækni næstkomandi mið- vikudag og þar verður ákveðið hvort hann þurfi að fara í aðgerð á fimmtu- dag. Hann hefur ekki komist að í mati hjá tannlæknadeildinni, þrátt fyrir beiðnir Sifjar Huldar, og því er óljóst hvort tíminn, aðgerðin og ferðakostnaður verði niðurgreiddur. Þar sem fjölskyldan býr á Ísafirði er staðan enn snúnari fyrir hana en þær í Reykjavík. „Það sem er að gera okkur erfiðast fyrir er þessi ferðakostnaður sem við fáum ekki niðurgreiddan heldur. Í staðinn fyrir að það kosti okkur 50.000 að fara til tannlæknis mun það kosta 150.000,“ segir Sif Huld. Hún telur að skýra þurfi verklag frekar í reglugerðinni og að meira þurfi að gera fyrir börn sem búi á landsbyggðinni og þurfa að sækja sér læknisaðstoð í Reykjavík. „Það krefst mikils skipulags bæði fjárhagslega og fjölskyldulega séð að fylgja börnunum sínum til læknis í Reykjavík, þar sem við þurfum að borga ferðakostnaðinn úr eigin vasa áður en við fáum hann endur- greiddan. Við missum alltaf heilan dag úr vinnu ásamt því að þurfa að greiða fyrir dvalarkostnað sjálf, þar sem ekki eiga allir heimangengt í gistingu hjá vinum og ættingjum, en við erum þó svo heppin að baklandið hans Hermanns er stórt.“ Ný reglugerð hindrun fyrir börn með skarð  Eru þegar í meðferð en þurfa nýtt mat til að halda áfram Ljósmynd/Aðsend Mæðginin Sif segir að ein hindrun fyrir börn með skarð í vör og/eða gómi hafi verið fjarlægð með reglugerðinni en önnur svo komið í staðinn. Kári Emil Helgason, hönnuður hjá Audible í New York, hefur lítið farið út úr húsi síðustu 90 daga eða svo. Hann býr í East Village á Manhattan í New York, þar sem harðvítug átök hafa geisað síðustu nætur vegna mótmæla stórs hóps, þar sem krafist er jafnréttis fyrir svarta Bandaríkja- menn. Mótmælin eru að mestu frið- samleg en færðust í vöxt á næturnar í síðustu viku, þegar farið var að kveikja í lögreglubílum og fremja ýmis önnur skemmdarverk. Í gær- kvöld var tilkynnt um útgöngubann í borginni vegna ástandsins, en New York er nýkomin undan útgöngu- banni vegna kórónuveirunnar. Kári átti erindi í neðanjarðarlest- ina á fimmtudaginn og föstudaginn, þar sem var mjög fámennt vegna faraldursins. „Það er mjög skrýtið að labba á götunni og ég hef það til dæmis á tilfinningunni að heimilis- laust fólk hafi það mun verra þessa dagana en áður og það er einnig meira áberandi. Þeir sem voru í slæmri stöðu áður eiga nú enn erf- iðara með að redda sér til dæmis fæðu,“ segir Kári. Ástandið, sem var slæmt fyrir kórónuveirufaraldurinn, sé í mörgu tillit orðið enn verra núna. Eins og Kári bendir á eru um- bætur í banda- rísku lögreglunni, sem eru ein sú krafa sem mest ber á meðal mót- mælenda, mjög flókið úrlausnar- efni. „Ef þú ert með marga ras- ista í röðum lög- reglunnar en veist ekki hverjir þeir eru og hvað þeir gera í frítíma sínum er flókið að útfæra hvernig er hægt að bola þeim aðilum út. Sumir segja að það sé bara ekki hægt og margir í Black Lives Matter-hreyfingunni tala fyrir eins konar samfélagsör- yggisþjónustu, sem væri þá stýrt beint af borgurum og öryggi þeirra væri þá þannig tryggt. Aðrir tala fyrir því að það þurfi einfaldlega að minnka fjármagnið sem rennur til lögreglu og endurskipuleggja hana með því að brjóta hana upp í mis- munandi einingar. Flestir mótmæl- endur styðja í það minnsta einhvers konar endurskoðun á því hvernig staðið er að lögreglumálum hérna,“ segir Kári. snorrim@mbl.is AFP Undir mótmælunum Langvarandi óhefðbundið ástand ríkir í New York. Lítið farið út úr húsi í 90 daga  Fyrst kórónuveira, nú mótmæli Kári Emil Helgason

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.