Morgunblaðið - 02.06.2020, Side 27
„Þessir gömlu karlar
líta mjög vel út“
KR
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Akureyringurinn Atli Sigurjónsson
er spenntur og klár í slaginn þegar
Íslandsmótið í fótbolta fer af stað á
nýjan leik síðar í mánuðinum. Atli
kom fyrst til KR frá Þór 2012 og varð
Íslandsmeistari með liðinu ári síðar.
Árin 2015 og 2016 lék hann með
Breiðabliki en sneri aftur til KR árið
2017 og varð Íslandsmeistari með lið-
inu í annað sinn síðasta sumar. Hann
segir meistarana klára í slaginn og er
Atli sjálfur sérstaklega spenntur fyr-
ir því að leika knattspyrnu fyrir
framan áhorfendur á nýjan leik.
„Stemningin er mjög góð. Við er-
um loksins byrjaðir að æfa eðlilega,
það er mjög gaman og maður er orð-
inn mjög klár í sumarið. Ég held
fólkið í landinu sé líka orðið mjög
spennt að sjá fótbolta aftur, bæði í
Vesturbænum og annars staðar.
Skemmtunargildi fótbolta er 70-80
prósent stemningin í stúkunni og
íþróttir án áhorfenda eru ekki neitt.
Að horfa á fótboltaleik er eins og að
horfa á sjónvarpsþátt, en fótbolta-
leikur þar sem er mikil stemning í
stúkunni er eitthvað miklu meira. Ég
sá eitthvað aðeins úr leik í Þýska-
landi á dögunum og ég nennti ekki
einu sinni að horfa á til enda þegar
það voru engir áhorfendur,“ sagði
Atli við Morgunblaðið.
Erfiður og skrítinn tími
Hann viðurkennir að á tímabili
hafi verið erfitt að finna hvatningu til
að æfa einn á meðan Íslandsmótinu
var frestað og íþróttaæfingar liða
bannaðar. Var um tíma óvíst hvort
Íslandsmótið færi yfir höfuð fram.
„Það var frekar erfiður og skrýt-
inn tími. Til að byrja með þegar allt
var lokað og búið að fresta deild-
unum vissi maður ekki neitt; hvorki
hvernig þetta yrði eða hvenær. Það
var erfitt til að byrja með þegar við
máttum heldur ekki æfa sem lið. Það
var erfitt að finna hvatninguna og
fyrstu vikurnar sem maður æfði einn
voru ekki spennandi. Síðan fór mað-
ur að kafa eftir hvatningu og náði að
rífa sig í gang. Þetta hefur farið stíg-
vaxandi síðan þá.“
Stórkostleg upplifun
Tímabilið hjá KR byrjar með
tveimur stórum leikjum. 7. júní leik-
ur liðið við Víking Reykjavík í Meist-
arakeppni KSÍ, þar sem Íslands- og
bikarmeistararnir eigast við ár
hvert. Þá hefst titilvörn liðsins á úti-
velli erkifjendanna í Val 13. júní.
„Það er frábært að byrja svona.
Þetta eru tveir stórir leikir og verða
væntanlega mjög skemmtilegir. Von-
andi verða leyfðir sem flestir áhorf-
endur, þar sem þetta er allt annar
leikur þegar það er vel mætt. Leik-
irnir um mitt síðasta sumar og út
tímabilið voru æðislegir og það var
stórkostleg upplifun að fá að spila þá
leiki. Fólk mætti í stúkuna þegar við
vorum að hita upp og hún var orðin
full þegar flautað var á, sem hefur
ekki alltaf verið staðan á Íslandi,“
sagði Atli
Aðeins meiri pressa
Flestir áttu von á að Valur yrði Ís-
landsmeistari þriðja árið í röð síðasta
sumar, þar sem liðið tefldi fram
gríðarlega sterku liði. Það gekk hins
vegar lítið hjá Valsmönnum og KR-
ingar urðu afar sannfærandi Íslands-
meistarar. Liðið endaði með 52 stig,
14 stigum meira en Breiðablik í öðru
sæti. Atli segir aðeins meiri pressu á
KR fyrir tímabilið í ár, en hann á von
á jöfnu Íslandsmóti. „Það er kannski
aðeins meiri pressa og aðeins meira
horft á okkur, en við förum inn í
þetta tímabil eins og síðasta. Við ætl-
um að berjast um titilinn. Þetta er
einn leikur í einu hjá okkur, það er
ekkert flóknara en það. Þetta er eng-
in tengiskrift. Þetta er lítil deild,
stutt á milli og mörg lið sem eru að
fara að gera atlögu að titlinum. Það
getur allt gerst í þessu.“
Mikið var rætt og ritað um háan
aldur lykilmanna KR síðasta sumar
og margir sem efuðust að liðið gæti
náð langt vegna þessa. Óskar Örn
Hauksson og Pálmi Rafn Pálmason
eru nú orðnir 35 ára og Arnór Sveinn
Aðalsteinsson og Gunnar Þór Gunn-
arsson eru 34 ára. Meðalaldur byrj-
unarliðs KR í úrslitum Reykjavíkur-
mótsins gegn Val var yfir 30 ár. Atli
hlær að umræðunni og segir eldri
leikmenn KR vera klára í slaginn.
„Þessir gömlu karlar líta mjög vel út.
Ég er sjálfur að verða helvíti gamall
en ég er samt enn ungur í reitabolt-
um og þegar ungir og gamlir mætast.
Þeir sem eru enn eldri en ég líta
samt mjög vel út,“ sagði Atli, sem
verður þrítugur á næsta ári.
Lítið breyttur hópur
Leikmannahópur KR fyrir sum-
arið er að mestu skipaður sömu leik-
mönnum og síðasta sumar. Skúli Jón
Friðgeirsson hefur lagt skóna á hill-
una, eins og Sindri Snær Jensson. Þá
hafa Guðjón Orri Sigurjónsson og
Emil Ásmundsson bæst við hópinn,
en Emil verður væntanlega ekkert
með í sumar þar sem hann sleit
krossband í hné í vetur. Atli er
ánægður með litlar breytingar á milli
ára. „Það er klár plús að leik-
mannahópurinn er mjög svipaður.
Leikmenn ná mjög vel saman og það
er oft vanmetinn hluti fótboltans.
Það er mikilvægara en að hafa
marga góða einstaklinga. Við erum
með frábæra leikmenn og svo er enn
betri samstaða í hópnum.“
KR fékk 0:3-skell gegn Stjörnunni
í fyrsta æfingaleik liðsins eftir að æf-
ingar voru leyfðar án takmarkana á
ný. Þrátt fyrir það hefur Akureyr-
ingurinn litlar áhyggjur. „Alls ekki
neitt. Við erum nýbyrjaðir að æfa og
við höfum engar áhyggjur. Þetta
kemur mjög fljótt, við verðum betri
með hverri æfingunni og verðum
klárir fyrir fyrsta leik,“ sagði Atli
Sigurjónsson við Morgunblaðið í
gær.
Morgunblaðið/Hari
KR Atli Sigurjónsson í skallaeinvígi gegn Matt Garner í leik á móti ÍBV í Frostaskjólinu í fyrra.
Atli Sigurjónsson segir mörg lið gera atlögu að titlinum í þetta skiptið
ÍÞRÓTTIR 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 2020
Knattspyrnuþjálfarinn Elísabet
Gunnarsdóttir er á leið inn í tólfta
tímabil sitt hjá sænska úrvals-
deildarfélaginu Kristianstad. Liðið
hafnaði í 7. sæti deildarinnar á síð-
ustu leiktíð. Félagið hefur hins veg-
ar styrkt leikmannahópinn fyrir
komandi tímabil, en Elísabet er í
áhugaverðu viðtali við sænska miðil-
inn Expressen. „Ég er virkilega
ánægð með leikmannahóp Kristian-
stad og hann hefur aldrei litið betur
út. Við erum með 21 leikmann en all-
ir eru á svipuðum stað og það verður
ansi krefjandi verkefni að velja byrj-
unarliðið.“ sport@mbl.is
Hópurinn aldrei jafn sterkur
Ljósmynd/Kristianstad
Þjálfarinn Elísabet Gunnarsdóttir
gjörþekkir sænsku deildina.
Jón Axel Guðmundsson, landsliðs-
maður í körfubolta, var valinn íþrótta-
maður ársins hjá Davidson-háskól-
anum í Bandaríkjunum. Skólinn teflir
fram liðum og einstaklingum í hinum
ýmsu greinum undir nafninu Davidson
Wildcats, en Jón Axel þótti skara fram
úr í skólanum í karlaflokki. Jón er einn
merkasti íþróttamaðurinn í sögu
körfuboltaliðs skólans, en hann var
m.a. valinn leikmaður ársins í Atlantic
10 riðlinum á síðasta ári. Þá er hann
eini leikmaðurinn í sögu skólans sem
hefur skorað 1.000 stig, tekið 500 frá-
köst og gefið 500 stoðsendingar.
Tékkinn Filip Jicha hefur verið val-
inn þjálfari ársins í þýsku 1. deildinni í
handbolta. Jicha er á sínu fyrsta ári
með Kiel, en hann tók við liðinu af Al-
freð Gíslasyni eftir síðustu leiktíð.
Þjálfarar og fyrirliðar liða í deildinni
standa fyrir valinu. Jicha er sá fyrsti í
deildinni sem hefur verið kjörinn leik-
maður og þjálfari ársins.
Knattspyrnudeild Þórs/KA hefur
gengið frá samningi við Berglindi
Baldursdóttir og kemur hún til félags-
ins frá reiðabliki. Hefur hún spilað átta
leiki með Kópavogsliðinu í efstu deild.
Berglind, sem er fædd árið 2000, hef-
ur leikið með U17 og U19 ára lands-
liðum Íslands. Lék hún tvo leiki með
Breiðabliki í Pepsi Max-deildinni á síð-
ustu leiktíð. Þá hefur hún einnig leikið
með Haukum og Augnabliki.
Ármann hefur ákveðið að senda lið
til keppni í 1. deild kvenna í körfu-
knattleik á næstu leiktíð en það var
Karfan.is sem greindi fyrst frá þessu.
Ármann var síðast með lið í 1. deildinni
árið 2018 en Karl H. Guðlaugsson
mun stýra liðinu á komandi keppnis-
tímabili. Frestur til þess að skrá lið til
keppni rann út um mánaðamótin maí/
júní en Stjarnan og ÍR verða einnig
með lið í 1. deildinni. Þá munu Hamar
og Þór tefla fram sameiginlegu liði.
Bandaríski knattspyrnumaðurinn
Dion Acoff hefur gert samkomulag við
Þrótt Reykjavík og mun hann leika
með liðinu í sumar. Acoff þekkir vel til
hjá Þrótti því hann lék með liðinu
tímabilin 2015 og 2016. Þá lék hann
með Val 2017 og 2018 og varð Íslands-
meistari með liðinu bæði árin.
Acoff, sem er 29 ára, á 80 keppnisleiki
að baki hér á landi þar sem hann hefur
skorað 16 mörk. Þróttur var í harðri
fallbaráttu í 1. deildinni síðasta sumar
og rétt slapp við fall í lokaumferðinni.
Milos Milojevic, fyrrverandi þjálfari
Víkings Reykjavíkur og Breiðabliks,
varð um helgina serbneskur meistari
með liði Rauðu stjörnunnar en hann er
aðstoðarþjálfari liðsins. Dejan Stanko-
vic er knattspyrnustjórinn, en hann
tók við aðalliði Rauðu stjörnunnar í
fyrra eftir að hafa þjálfað þar hjá yngri
flokkum. Rauða stjarn-
an var í riðlakeppni
Meistaradeildar
Evrópu á þessari
leiktíð og var í
riðli með Tott-
enham, Bay-
ern München
og Olympia-
kos. Liðið
er það sig-
ursælasta í
Serbíu og
varð Evr-
ópumeistari
meistaraliða
árið 1991.
Eitt
ogannað
Haukar hafa styrkt sig fyrir frá-
kastabaráttuna á næsta keppnis-
tímabili á Íslandsmótinu í körfu-
knattleik og samið við miðherjann
hávaxna Ragnar Nathanaelsson.
Ragnar kemur frá Hveragerði og
hefur leikið með Hamri, Þór Þor-
lákshöfn, Njarðvík og Val hérlendis
og var einnig um tíma á Spáni.
Ragnar lék með Val á síðasta tíma-
bili en var með lausan samning.
„Ég hef haft mikinn áhuga á að
vera undir handleiðslu Israel Mart-
ins frá því hann byrjaði að þjálfa á
Íslandi,“ er haft eftir Ragnari í til-
kynningu frá Haukum.
Ragnar verður á Ásvöllum
Morgunblaðið/Hari
Miðherji Ragnar Nathanaelsson
verður undir körfunni hjá Haukum.