Morgunblaðið - 02.06.2020, Side 24
24 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 2020
60 ára Halla ólst upp í
Hafnarfirði en býr í
Reykjavík. Hún er
grunnskólakennari og
kennir við Laugarnes-
skóla.
Maki: Sævar Magnús-
son, f. 1959, skrifstofu-
maður hjá Festi.
Börn: Magnús Dagur Sævarsson, f.
1987, Ísak Óli Sævarsson, f. 1989, og
Una Sóley Sævarsdóttir, f. 1995.
Foreldrar: Rúnar Ólafur P. Stephensen,
f. 1927, d. 2001, tannlæknir, og Soffía
Kristbjörnsdóttir, f. 1927, d. 2015, hús-
móðir. Þau voru búsett í Hafnarfirði.
Halla Þuríður
Stephensen
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Það er hætt við misskilningi í sam-
skiptum þínum við yfirmenn í dag. Ekki ótt-
ast neikvætt umtal, þú veist sannleikann.
20. apríl - 20. maí
Naut Reyndu að haga því þannig að þú fáir
frí fljótlega. Þú ert í klípu vegna ummæla
sem féllu fyrir löngu og hélst að væru
gleymd og grafin.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú hefur komið þér vel fyrir og
ætlar að sitja sem fastast. Sumt er á síð-
asta snúningi heima fyrir, vertu viðbúin/n
að þurfa að endurnýja heimilistæki.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Skelltu ekki skollaeyrum við aðvör-
unum annarra þótt þér finnist þú sigla
lygnan sjó. Hikaðu ekki við leita aðstoðar ef
þér líður illa.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Einhver kemur þér á óvart svo þú
þarft að grípa til nýrra ráðstafana. Leggðu
spilin á borðið. Það er fyrir bestu.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Þér hefur tekist vel upp við endur-
skipulagningu starfs þíns. Sýndu ein-
staklingi sem þú umgengst rauða spjaldið,
viðkomandi skilur ekkert annað.
23. sept. - 22. okt.
Vog Sjáðu til þess að þú fáir næga hreyf-
ingu, því kyrrstaðan verkar illa á þig og þér
er lífsnauðsyn að rífa þig áfram. Það er
gott að láta sig dreyma. Skrifaðu
draumana síðan niður.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Sýndu fyrirhyggju og athug-
aðu vel þinn gang. Ertu að umgangast
vandað fólk? Mundu að vinir þínir hafa
áhrif á hugsanir þínar og þannig á framtíð
þína.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú ert gjafmildin uppmáluð. Þú
ert ekki að ná stjórn á unglingnum þínum,
andaðu djúpt og ræddu málin.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Reyndu að fara í langt frí á
þessu ári. Þú hefur unnið of mikið síðustu
ár. Þú hefur enn taugar til gamals kær-
asta/kærustu.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Metnaður þinn hefur verið vak-
inn og væri ráð að nota daginn til þess að
koma mikilvægum verkefnum af stað.
Haltu áfram þar sem frá var horfið í námi.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Leyndarmál verða hugsanlega af-
hjúpuð í dag. Allt er á tjá og tundri heima
en þú munt greiða úr því fljótlega.
að fjalla um það sem ég vil, þetta hef-
ur því verið skemmtilegt starf, enda
finnst mér mjög leiðinlegt að gera
leiðinlega hluti. Ég hef lært að
þekkja þjóð mína í gegnum útvarp og
tónlist.“ Þorgeir hlaut viðurkenn-
inguna Lítill fugl á Degi íslenskrar
tónlistar 2011.
„Þótt áherslan í útvarpinu hafi frá
1992 verið á talað mál en ekki músík
er tónlistin aldrei langt undan. Ég
fæddist með tónlist í eyrunum og á
eftir að deyja með tónlist í eyrunum.
Ég er alltaf eitthvað að semja og svo
finnst mér mjög gaman að fletta You-
tube og spila á hljómborð með gömlu
meisturunum eins og Presley, Bítl-
unum og Bruce Springsteen. Ég hef
líka alltaf gaman af landafræðinni og
það er endalaust hægt að grúska í
henni. Við hjónin eigum athvarf bæði
hornið á Ríkisútvarpinu og síðar
sjónvarpsþáttinn Skonrokk. „Rás 2
var mikill viðburður í menningarlíf-
inu, einkanlega hjá yngra fólkinu sem
beið eftir að heyra dægurtónlist. Ég
fékk einvalalið með mér á Rás 2, og
svo þurfti ég að kljást við pólitík á
þessum tíma, en þess var krafist að
Rás 2 næði til alls lands og ég fékk
símtöl frá mörgum sveitarstjórunum.
Þetta var skemmtilegur tími.“ Árið
1987 stofnaði Þorgeir útvarpsstöðina
Stjörnuna en söðlaði síðan um 1992
og tók við stjórn morgunþáttar á
Bylgjunni. Frá 2001 hefur Þorgeir
verið með útvarpsþáttinn Reykjavík
síðdegis.
„Þetta er eins og hjá Sumargleð-
inni, maður kynnist fólki úti um allt
land í útvarpinu og eignast fjölmarga
vini. Ég hef fengið frjálsar hendur við
Þ
orgeir Ástvaldsson er
fæddur 2. júní 1950 í
Reykjavík og ólst upp í
Laugardalnum. „Tengsl-
in voru mjög sterk við
sveitina í Dölunum, en foreldrar mín-
ir voru þaðan. Tónlistin var allt um
kring, en faðir minn og Torfi bróðir
hans og Friðjón móðurbróðir voru í
sönghópnum Leikbræðrum.“ Sjálfur
var Þorgeir í skólahljómsveitinni
Tempó í Langholtsskóla, en sú hljóm-
sveit hitaði upp fyrir The Kinks og
Swinging Blue Jeans árið 1965 og var
eitt vinsælasta bítlabandið á tímabili.
„Það breytti gangi mála hjá mér. Ég
hafði verið að baksa í íþróttum og
spilaði til dæmis fótbolta með Fram
en hafði engan tíma fyrir það lengur.“
Þorgeir varð stúdent frá MR 1971,
fór í landafræði í HÍ og fór svo að
vinna á Þróunarstofnun Reykjavíkur.
„Þar vorum við að vinna að aðal-
skipulagi Reykjavíkurborgar, en
borgin var að tútna út á þessum tíma,
og ég var þarna á þriðja ár.“ Þorgeir
var minna áberandi í tónlistinni á 8.
áratugnum en söng þó með Fóst-
bræðrum á þessum tíma. Hann gekk
síðan í Sumargleðina 1980 og söng
meðal annars lagið Ég fer í fríið á
plötu sveitarinnar frá 1981. „Þetta
var einstaklega skemmtilegur tími og
að fara út um allt land og kynnast
mannlífinu þar. Þarna byrjaði ég að
vinna með Ragga Bjarna, en ég átti
mjög ánægjulega samleið með hon-
um um árabil. Ég vann að fimm
hljómplötum með honum, sá um og
var þátttakandi í fjölmörgum tón-
leikum með honum, m.a. í Hörpunni,
og framleiddi heimildarmyndina Með
hangandi hendi, um hann.“
Þorgeir var áberandi á fyrri hluta
9. áratugarins í tónlistinni, tók árið
1981 þátt í gerð hljómplötunnar Him-
inn og jörð með Gunnari Þórðarsyni
og söng m.a. lagið Fjólublátt ljós við
barinn. Hann gaf síðan árið 1982 út
sólóplötuna Á puttanum og tók þátt í
gerð fleiri hljómplatna. Á þessum
tíma var þó annar ferill að taka yfir.
Hinn 1. desember 1983 fór Rás 2 í
loftið, en Þorgeir var stofnandi og
fyrsti forstöðumaður útvarps-
stöðvarinnar. Hann hafði frá 1977
verið með útvarpsþáttinn Popp-
á Breiðabólsstað í Dölum í bústað
sem foreldrar mínir reistu og í
Grímsnesi þar sem tengdaforeldrar
mínir reistu bústað og við höfum
haldið tryggð við þá.“
Fjölskylda
Eiginkona Þorgeirs er Ásta Eyj-
ólfsdóttir, f. 18.1. 1954, starfsmaður
Landsbankans. Þau eru búsett í
Reykjavík. Foreldrar Ástu: Hjónin
Eyjólfur Högnason, f. 16.11. 1932, d.
2.5. 2017, skrifstofustjóri, og Krist-
jana I. Heiðdal, f. 22.7. 1933, hús-
freyja í Reykjavík.
Börn Þorgeirs og Ástu eru 1)
Kristjana Helga, f. 16.3. 1971,
rekstrarstjóri, búsett í Garðabæ.
Börn: Aron, f. 30.1. 1995, Selma Lind,
f. 4.3. 1997, stjúpdóttir, Helena, f.
20.9. 2000. Mía, f. 28.11. 2004; 2) Eva
Rún, f. 7.11. 1978, rithöfundur, búsett
í Mosfellsbæ. Maki: Snæbjörn Sig-
urðsson, f. 18.3. 1975. Börn: Rík-
harður, f. 9.6. 1999, stjúpsonur, Sara,
f. 27.3. 2007, Tinna, f. 27.10. 2009, og
Sindri, f. 17.10. 2014; 3) Kolbeinn Þór,
f. 19.9. 1983, smiður, búsettur í
Reykjavík. Maki: Ziva Ivadóttir, f.
17.4. 1989; 4) Eygló Ásta, f. 23.10.
1989, leikari og leikstjóri, búsett í
London. Maki: Ramon Ayres, f. 1.3.
1987.
Systkini Þorgeirs eru Dóra Stein-
unn, f. 25.11. 1947, tónmennta-
kennari, búsett í Reykjavík; Magnús,
f. 13.1. 1955, fiskeldisfræðingur, bú-
Þorgeir Ástvaldsson, fjölmiðla- og hljómlistarmaður – 70 ára
Fjölskyldan Þorgeir og Ásta ásamt börnum sínum.
„Hef lært að þekkja þjóð mína“
Sumargleðin Þegar vinsældirnar stóðu sem hæst, árið 1980.
Rás 2 Bogi Ágústsson, Þorgeir og
Sigurður Ingólfsson tæknimaður að
koma útvarpsstöðinni í loftið.
40 ára Friðsemd
ólst upp á Hellu en
býr í Reykjavík.
Hún er hjúkrunar-
fræðingur og
starfar á hjarta-
þræðingu Land-
spítalans.
Maki: Aðalsteinn Heimir Jóhannsson,
f. 1973, vinnur á fyrirtækjasviði hjá
TM.
Foreldrar: Friðsemd Hafsteinsdóttir,
f. 1952, matráður í Búrfellsvirkjun, og
Jón Thorarensen, f. 1949, fyrrverandi
skólabílstjóri og kjúklingabóndi. Þau
eru búsett á Hellu.
Friðsemd
Thorarensen
Til hamingju með daginn
Börn og brúðhjón
Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu
er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem stórafmælum, hjónavígslum,
barnsfæðingum og öðrum tímamótum.
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum
borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría
áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is