Morgunblaðið - 02.06.2020, Side 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 2. JÚNÍ 2020
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
RÓSAR VIGFÚS EGGERTSSON
tannlæknir,
lést þriðjudaginn 26. maí.
Jarðarförin fer fram frá Dómkirkjunni
fimmtudaginn 4. júní klukkan 13.
Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir. Þeim sem vildu
minnast hans er bent á Ljósið.
Magdalena M. Sigurðardóttir
Sigurður Eggert Rósarsson Dóróthea Magnúsdóttir
Gunnar Oddur Rósarsson Ásdís Helgadóttir
Hulda Björg Rósarsdóttir Þórólfur Jónsson
Ragnheiður Erla Rósarsd. Gústaf Vífilsson
Gunnlaugur Jón Rósarsson Guðrún Þóra Bjarnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma,
langamma og langalangamma,
MARTA BÁRA BJARNADÓTTIR
Egilsbraut 21, Þorlákshöfn,
lést mánudaginn 25. maí á Landspítalanum.
Jarðarför hennar verður laugardaginn 6. júní
klukkan 14 í Þorlákskirkju.
Fjöskyldan þakkar hlýhug og vinsemd allra.
Þórunn Jensdóttir
Bjarni Már Jensson Elva Hannesdóttir
Birna G. Jensdóttir
Hafdís Jensdóttir Haraldur R. Ólafsson
Guðmundur Karl Jensson
Ásta K. Jensdóttir
Jenný B. Jensdóttir
Anna K. Jensdóttir Hermann S. Jónsson
Rafnar Jensson
Silja Jensdóttir
ömmubörn, langömmubörn
og langalangaömmubarn
KRISTÍN GUÐMUNDSDÓTTIR
fyrrverandi kennari í Borgarnesi,
er látin.
Jarðarförin fer fram í kyrrþey.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á
Ljósið eða aðrar líknarstofnanir.
Aðstandendur vilja þakka starfsmönnum Grundar kærleiksríka
umönnun.
Guðmundur Julia
Halldór Sesselja
Gísli Kolbrún
Ása Hans
Sóley Einar
barnabörn og barnabarnabörn
Frímann & hálfdán
Útfararþjónusta
Frímann
897 2468
Hálfdán
898 5765
Ólöf
898 3075
Sími: 565 9775
www.uth.is
uth@uth.is
Cadillac 2017
✝ Einar Andrés-son fæddist í
Reykjavík 18. apríl
1953. Hann lést á
heimili sínu í
Reykjavík 15. maí
2020.
Foreldrar hans
voru hjónin Andrés
Ingibergsson rak-
ari og sjúkraliði, f.
26.1. 1924, d. 30.6.
2000, og Guðrún
Guðnadóttir verkakona og hús-
móðir frá Eyjum í Kjós, f. 31.5.
1917, d. 4.12. 1987.
Bræður Einars eru Sigurður
Ingi Andrésson, f. 1945, kona
hans er Soffía Sigurðardóttir,
og Gunnar Guðni Andrésson, f.
1947, maki Guðbjörg Aðal-
2001. Börn Höllu og stjúpbörn
Einars eru Fannar Þór, f. 1987,
og Íris Ösp, f. 1990.
Einar varð ungur virkur í fé-
lagsstörfum, fyrst í skóla-
félögum og æskulýðsstarfi og
síðan í hreyfingu ungs og rót-
tæks vinstrifólks og virkur í
starfi þeirra um árabil.
Einar starfaði sem fanga-
vörður í 40 ár og var formaður
Fangavarðafélags Íslands í
nokkur ár og sat lengi í stjórn
þess félags og samninganefnd
og einnig í stjórn Starfsmanna-
félags ríkisstofnana og gegndi
margvíslegum trúnaðarstörfum
fyrir stéttarfélögin.
Hann beitti sér fyrir umbót-
um í meðferð fanga og menntun
þeirra.
Útförin fer fram frá Grafar-
vogskirkju í dag, 2. júní 2020,
klukkan 15.
Slóðina má nálgast á
www.mbl.is/andlat
Stytt slóð á streymi:
Meira: tinyurl.com/yahseuk9
heiður Stefáns-
dóttir.
Einar kynntist
Hólmfríði Gröndal
árið 1982 og þau
giftu sig 1986, en
þau slitu síðar sam-
vistum. Sonur
þeirra er Ingi-
bergur, f. 14.4.
1989. Sonur Ingi-
bergs og Hrefnu
Hilmarsdóttur er
Einar Þór, f. 14.12. 2015.
Einar var einnig uppeldis-
faðir dóttur Hólmfríðar, Kol-
brúnar Maríu Einarsdóttur, f.
3.12. 1980, d. 11.7. 1998. Síðari
sambýliskona Einars frá 1987 til
2003 er Halla Hallsdóttir. Dóttir
þeirra er Hróðný Rún, f. 18.1.
Elsku pabbi minn, þú hefur
verið kletturinn minn síðan ég
man eftir mér. Orð geta ekki lýst
því hvað það er tómlegt án þín, og
hvað það er skrítið að geta ekki
talað við þig í símann á hverjum
degi. Þú varst hjartahlýjasti,
blíðlyndasti og tryggasti maður
sem ég hef nokkurn tímann
kynnst. Og ég er svo ótrúlega
heppin og stolt að kalla þig pabba
minn. Ein af fyrstu minningun-
um mínum af þér þegar ég var
lítil var þegar við bjuggum í
Kópavoginum í húsinu með gras-
blettinum á þakinu. Ég var veik
og þú gerðir allt mögulegt til að
reyna að láta mér líða betur. Þó
svo að þetta væri bara smávegis
hiti og hósti. Þú gerðir samt sem
áður allt í þínu valdi til þess að
mér liði sem best og gerðir það
alltaf. Ég er svo ævinlega þakk-
lát fyrir allt sem þú hefur gert
fyrir mig og allar þær minningar
sem ég hef með þér. Ég væri ekki
manneskjan sem ég er í dag án
þín og mömmu. Ég sakna þín á
hverjum einasta degi og elska þig
meira en allt, elsku pabbi minn.
Hvíldu í friði kletturinn minn,
þín litla stelpa
Hróðný Rún.
Einar Andrésson fæddist 1953
og var því 67 ára þegar hann lést.
Einar hafði í um 40 ár starfað
sem fangavörður við fangelsi rík-
isins. Einar var öflugur liðsmað-
ur fangelsiskerfisins, gegndi
stjórnunarstöðum um langt skeið
á vinnustöðvum Fangelsismála-
stofnunar. Þá var hann formaður
Fangavarðafélagsins um margra
ára skeið og tók þátt í kjarabar-
áttu félagsins allt fram á síðasta
dag. Einar var maður mikilla
mannkosta sem skinu í gegn við
öll hans störf. Hann var harður í
horn að taka í stéttarfélagsmál-
um og beitti sér af hörku fyrir
sína félagsmenn og oft þannig að
fundir okkar voru eftirminnilegir
vegna hreinskiptinna samskipta.
Einar var þó alltaf sanngjarn,
heiðarlegur og dagfarsprúður
auk þess að vera mikill mannvin-
ur. Þessir eiginleikar hans komu
einnig berlega í ljós í samskipt-
um hans við skjólstæðinga Fang-
elsismálastofnunar. Alltaf kom
hann fram við þá af virðingu,
sýndi þeim raunverulega sam-
kennd og lagði áherslu á að hver
og einn gæti náð bata og fetað
beinu brautina að afplánun lok-
inni. Lagði hann töluvert á sig til
að aðstoða hvern og einn fanga
með þetta göfuga markmið að
leiðarljósi.
Einar tók virkan þátt í að
benda á slæmar aðstæður fanga í
fangelsum landsins síðustu ára-
tugi og gegndi mikilvægu hlut-
verki við endurreisn fangelsis-
kerfisins með lokun tveggja
fangelsa sem hann hafði starfað í,
Kvennafangelsinu og Hegningar-
húsinu. Rödd hans sem öflugs
fulltrúa stéttarfélags fangavarða
skipti máli og hafði áhrif á að Al-
þingi ákvað að byggja nýtt fang-
elsi að Hólmsheiði. Síðustu árin
starfaði Einar við nýja fangelsið
á Hólmsheiði og var þar sem ann-
ars staðar vel liðinn af samstarfs-
mönnum og föngum.
Fyrir hönd vina og samstarfs-
félaga í Fangelsismálastofnun
votta ég fjölskyldu og öðrum ást-
vinum Einars innilega samúð á
erfiðum tímum. Einars verður
sárt saknað í fangelsiskerfinu og
minnst sem vandaðs fagmanns,
góðs félaga og umfram allt mikils
mannvinar. Blessuð sé minning
Einars Andréssonar.
Fyrir hönd Fangelsismála-
stofnunar,
Páll Winkel.
Guðrún í Eyjum í Kjós og Ög-
mundur í Hólabrekku á Gríms-
staðaholti í Reykjavík voru
systkin, börn hjónanna á Hurðar-
baki í Kjós, þeirra Guðrúnar Ög-
mundsdóttur frá Hlemmiskeiði á
Skeiðum og Hans Stefánssonar
Stephensen frá Reynivöllum í
Kjós. Guðrún var amma Einars
og Ögmundur var afi minn.
Þannig að við Einar Andrésson
vorum þremenningar að skyld-
leika, báðir mjög meðvitaðir um
að svo væri. Ávörpuðum við hvor
annan oftar en ekki sem frænda
og þótti okkur vænt um það.
En við vorum líka vinir og
einnig félagar í verkalýðsbaráttu
og pólitík nánast öll okkar full-
orðinsár. Einar var í forystu fyrir
fangaverði, lengi formaður
Fangavarðafélags Íslands. Mér
er sagt að föngum hafi verið hlýtt
til fangavarðarins Einars Andr-
éssonar. Það kemur mér ekki á
óvart.
Á vettvangi BSRB lét Einar
að sér kveða. Þar áttum við sam-
leið og samstarf um áratuga
skeið og var alltaf gott að leita til
hans.
Í pólitíkinni gátu menn gengið
að því sem vísu að í öllum málum
tæki Einar afstöðu út frá fé-
lagshyggju og sósíalisma. Hann
vildi jöfnuð í samfélaginu og
beitti sér mjög í þágu þeirra sem
hann taldi að samfélagið þyrfti að
rétta hjálparhönd. Marga fundi
sat ég með Einari þar sem hann
talaði máli slíkra einstaklinga
auk þess sem hann var óþreyt-
andi að berjast fyrir réttlátu
þjóðfélagi almennt.
Mér er minnisstætt af hve
mikilli væntumþykju Einar talaði
um börnin sín öll. Missir þeirra
er mikill við fráfall hans, slíkur
bakhjarl trúi ég að hann hafi ver-
ið þeim.
En missir okkar allra, vina
hans og samstarfsmanna, er
einnig mikill því Einar Andrés-
son hafði mannbætandi áhrif á
allt umhverfi sitt. Hann lagði gott
til mála, var málefnalegur, já-
kvæður og vinsamlegur, einnig
gagnvart þeim sem hann átti
ekki samleið með í skoðunum.
Við sem fengum að kynnast því
hve traustur Einar var vinum
sínum, munum ávallt minnast
hans af hlýhug. Megi sú vænt-
umþykja sem hann naut umvefja
fjölskyldu hans alla.
Innilegar samúðarkveðjur
sendi ég börnum Einars og fjöl-
skyldu hans allri. Megi minning
hans lifa og ylja ykkur um
ókomna daga.
Ögmundur Jónasson.
Einar Andrésson mágur minn
fæddist inn í samheldna fjöl-
skyldu og bjó með foreldrum sín-
um og bræðrum í sama húsi og
amma hans og afi. Þegar Ingi-
bergur afi Einars hætti á sjónum
og varð húsvörður í Alþýðuhús-
inu fékk hann loks tækifæri til að
hafa lítinn dreng með sér og þess
nutu þeir báðir. Eftir kvöldmat
fór Einar upp til þeirra. „Amma,
ég er svangur.“ „Fékkstu ekkert
að borða, Einar minn?“ „Nei!“
Og þá eldaði amma hans handa
honum grjónagraut með
rúsínum. Þess vegna varð Einar
svona stór.
Þegar Einar var 10 ára flutti
fjölskylda hans í blokk í Álfta-
mýri þar sem mikill barnaskari
gekk í Álftamýrarskóla. Þar
eignaðist hann góða vini og hóf
þátttöku sína í félagsstarfi og á
heimili fjölskyldu hans varð mið-
stöð félagahóps þeirra bræðr-
anna. Fjölskylda og félagar voru
þau rótarbönd sem Einar rækt-
aði. Sú rót óx og óx með nánum
vinum og átti líka anga sem
leiddu út um allan heim, til allra
þeirra sem þráðu réttlæti og frið.
Einar var kominn af alþýðu-
fólki sem bar virðingu fyrir sinni
stétt, þeim sem með vinnu sinni
sköpuðu þann auð og velferð sem
til varð í þessu landi. Hann tók
þátt í breiðu starfi baráttufúss
ungs fólks sem barðist jöfnum
höndum fyrir betra samfélagi á
Íslandi og réttindum um heim
allan og söng „alþýðan sigrandi
um veröldina fer“.
Einar var heilsteypt mann-
eskja sem fylgdi sömu lífsgildum
í öllu sínu lífi og starfi. Hann átti
bæði hamingju- og sorgartíma í
fjölskyldulífi sínu. Einar giftist
Hólmfríði Gröndal, sem kom inn í
líf hans með Kollu tveggja ára og
þar með varð Einar pabbi í fyrsta
sinn. Nokkrum árum síðar bætt-
ist þeim við sonurinn Ingibergur,
sem síðar bætti við litlum Einari
Þór sem varð afa sínum mikill
gleðigjafi og gagnkvæmt. Einar
og Fríða slitu samvistum og Ein-
ar stofnaði síðar til sambúðar við
Höllu Hallsdóttur og enn stækk-
aði þá stjúpbarnahópur hans með
Fannari og Írisi og við bættist
dóttirin Hróðný Rún, sem nú er
19 ára. Þótt hjónabönd rakni
halda þau fjölskyldubönd sem
þar urðu til og Einar ræktaði þau
áfram.
Hún Kolla sem kom inn í stór-
fjölskylduna okkar féll strax inn í
þéttan frændsystkinahóp. Erfið
veikindi Kollu og fráfall hennar á
unglingsárum urðu okkur öllum
mikill harmur. Í tengslum við þá
raun fór Einar að starfa með fé-
laginu Geðhjálp og bæði veitti því
af liðsstyrk sínum og naut lið-
sinnis þess.
Þegar Einar réðst sem fanga-
vörður í sumarafleysingum í
Hegningarhúsið á Skólavörðu-
stíg hinn 1. júní 1980 varð ævi-
starf hans ráðið. Einar gekk til
þess starfs drifinn af sömu hug-
sjónum og mótað höfðu hann áð-
ur, var vinnufélögum sínum
góður félagi og miðlaði skjól-
stæðingum sínum af hlýju sinni,
trausti og hvatningu. Var sam-
starfsfólk hans að undirbúa að
fagna með honum 40 ára starfs-
afmæli þegar hann varð óvænt
bráðkvaddur.
Í dag fer útför Einars fram
með viðhöfn í Grafarvogskirkju
og síðan verður hann borinn til
grafar í Fossvogskirkjugarði við
hlið Sigríðar ömmu sinnar. Og í
kvöld mun hún amma hans Ein-
ars taka á móti honum og gefa
honum grjónagraut með rúsín-
um.
Soffía Sigurðardóttir.
Mig langar til að kveðja með
nokkrum orðum Einar Andrés-
son, samstarfsfélaga til margra
ára, sem varð bráðkvaddur á
heimili sínu 15. maí sl. Leiðir
okkar Einars lágu fyrst saman
fyrir meira en 40 árum í Hegn-
ingarhúsinu Skólavörðustíg 9,
þegar við störfuðum þar á vökt-
um sem fangaverðir í sumaraf-
leysingum. Síðar þróuðust mál
þannig að við urðum báðir fast-
ráðnir í fangelsiskerfinu, ég sem
forstöðumaður fangelsa á höfuð-
borgarsvæðinu og Einar sem að-
stoðarvarðstjóri og síðar varð-
stjóri. Einar starfaði við öll
fangelsin á höfuðborgarsvæðinu,
einnig á Litla-Hrauni um hríð, en
lengst af var hann varðstjóri í
Fangelsinu Kópavogsbraut 17.
Þegar hann lést vann hann í
Fangelsinu Hólmsheiði.
Einar gegndi ýmsum trún-
aðarstörfum fyrir fangaverði.
Hann var um árabil formaður
Fangavarðafélags Íslands, var í
framvarðasveit kjarabaráttu
fangavarða og var virkur á sviði
samstarfs norrænna fangavarða-
félaga. Við áttum gott samstarf á
sviði menntunar fangavarða í
Fangavarðaskólanum, en hann
var áhugasamur um þau mál.
Mér er sérstaklega minnisstætt
varðandi Einar hve fúslega hann
gaf sig að öllu sem að starfinu
laut. Hann var nánast alltaf til-
búinn að mæta á aukavakt ef með
þurfti, var óþreytandi við að
koma með ábendingar og að
leggja sitt af mörkum í fé-
lagsmálum og bar hag skjólstæð-
inga sinna mjög fyrir brjósti.
Þrátt fyrir að heilsan væri
ekki alltaf í toppstandi kvartaði
Einar ekki, hann bjó yfir miklu
þolgæði og seiglu og fór sínu
fram með hægð. Hann var góður
félagi, dagfarsprúður og ljúfur í
lund, lét ekki skapið hlaupa með
sig í gönur en var fastur fyrir.
Samstarfsmenn og skjólstæð-
ingar sakna Einars Andréssonar,
hann var drengur góður, blessuð
sé minning hans. Aðstandendum
sendi ég innilegar samúðar-
kveðjur.
Guðmundur Gíslason.
Við kveðjum í dag kæran fé-
laga sem kvaddi allt of snemma.
Einar Andrésson fangavörður
var sterk stoð í starfi SFR
stéttarfélags og síðar Sameykis.
Hann sinnti ótal trúnaðar-
hlutverkum fyrir félögin. Hann
sat meðal annars í stjórn SFR,
var formaður Fangavarðafélags
Íslands og í mörg ár trúnaðar-
maður og fulltrúi okkar á þingi
BSRB, auk þess að vera fé-
lagslegur endurskoðandi reikn-
inga SFR og síðar Sameykis.
Ferill Einars innan félagsins er
langur, enda var hann traustur
og úrræðagóður og góður liðs-
maður í forystu þess í fjölda ára.
Það var gott að leita til hans.
Hann íhugaði málin í rólegheit-
um og anaði ekki að neinu. Hann
lá þó ekki á skoðunum sínum og
var fastur fyrir þegar á þurfti að
halda.
Einari var afar umhugað um
Fangavarðafélag Íslands og var
vakinn og sofinn yfir stöðu fanga-
varða og réttindum þeirra. Oftar
en ekki sá ég hann koma þung-
búinn inn ganginn í átt að skrif-
stofunni minni þar sem hann
settist niður og við ræddum sam-
an um málefni fangavarða og fé-
lagsins. Félagið hefur látið til sín
taka á mörgum sviðum og er
virkni þess ekki síst Einari að
þakka.
Einar starfaði eins og kunnugt
er sem fangavörður stóran hluta
ævi sinnar. Meðal starfsfélaga
sinna eignaðist hann trausta vini.
Ekki er langt síðan hann lét af
því starfi en hann sinnti áfram fé-
lagsstörfunum og var í trúnaðar-
störfum fyrir félagið fram til þess
síðasta.
Við félagar hans hjá Sameyki
höfðum hvatt hann til þess að
halda áfram að láta til sín taka
innan félagsins, enda þekktum
við sterkan félagsanda hans. Það
er sannarlega mikill missir að
honum í starfi okkar. Við kveðj-
um kæran félaga með trega og
sendum hugheilar samúðar-
kveðjur til fjölskyldu hans og
vina.
Árni Stefán Jónsson,
formaður Sameykis stéttar-
félags í almannaþjónustu.
Einar
Andrésson